Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 06.03.1970, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 06.03.1970, Blaðsíða 4
iiiMniiMi>>>>>>>>>>»»»»»>1|»||»>BM>ii,F|>>>>»»»»»»»»»utuuuuuuluuuu»»u»u»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»llu»»»»»»»»»»u»»»»»»»uuuuu»uuuuuuuuuluuuulllllilllullu>UIUIIIIIU!llllimilllullllllllilllullulllllllulli,lllllllullllilllllllllllllulllU111^ Ritstjórl: SIGDRIÓN JÓHANNSSQN (ób.). Útgetandi: ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG AKUR- EYRAR. — Aigreiðsla og auglýsingar: Strandgötu 9, II. hæá, sími (96)11399. — Prentverk Odds Björnssonar h.l., Akureyrl ALÞYÐUMAÐURINN IMÁL MÁLANNA I s 5 STÆRSTA mál Akureyrarkaupstaðar nú er aukning I raforku. Takist ekki að afla aukinnar raforku til bæj- | | arins, er raunar borin von um nokkum umtalsverðan | vöxt hans um næstu framtíð. Takist hins vegar vel um | i þetta stórmál, ætti iðnaður og aðrar atvinnugreinar i ; að eiga hér vaxtarskeið framundan. En þetta mál er | miklu víðtækara en svo, að snerti Akureyri eina. Þetta í I er mál alls kjördæmisins, þótt segja megi, að bæina I ! og kauptúnin snerti það mest, að því leyti sem þar | býr mestur mannfjöldinn. ÞAÐ er raunar furðulegt, hvað íbúar þessa héraðs eða | kjördæmis hafa þagað við hinum skefjalausa áróðri, | sem tiltölulega fámennur hópur hefir haft uppi gegn I svonefndri Gljúfurversvirkjun í Laxá í Þingeyjar- I þingi, þegar haft er í huga, að öllum íbúum kjör- I dæmisins er lífsnauðsyn að fá aukna raforku, eigi i byggðin að blómgast með eðlilegum nútíðarhætti. HÉR skal að sjálfsögðu ekki gert lítið úr fegurð Laxár | né þeirra sveita, er vatnasvið Laxár liggja um, en með | allri virðingu fyrir náttúrufegurð, þá verða lífsskilyrði | íbúa héraðsins að metast í fyrsta sæti, og raforka að § teljast dýrmætari en laxveiði eða hagsmunir þeirra i fáu, er af því taka sitt lifibrauð, en ósannað er raunar | með öllu, að þetta geti ekki allt farið saman. í ÖLLU moldviðrinu, sem þyrlað hefir verið upp I gegn Gljúfurversvirkjun ásamt tilfinningahita með i meiru, hefir hvergi örlað á gildum rökum gegn því, i að hún sé ódýrasta og öruggasta virkjun, sem íbúar | Norðurlandskjördæmis eystra eiga völ á. Það er og | eina virkjunaraðstaðan, sem hægt er að hefja þegar | framkvæmdir við, en raforkuskorturinn rekur nú | mjög á eftir. Þegar haft er í huga, að kunnáttumenn 5 fullyrða, að Mývatnssveit er að engu hætt, þótt hluta i vatnsmagns Suðurár og Svartár yrði veitt um farveg 1 Krákár í Laxá og áratugareynsla er t. d. í Noregi af j traustleika jarðvegsstíflna líkum þeirri, sem hugsuð er I í Laxárgljúfrum vegna Gljúfurversvirkjunar og ósann- að er með öllu, að virkjun þessi hafi í nokkru trufl- andi áhrif á laxagengd og laxveiði í Laxá, þá virðist einsætt, að kjördæmisbúar sameinist um þessa fram- kvæmd til vaxtar og viðgangs búsetu sinni og efnahag. Reynt er að slá á átthagastrengi Laxárdalsbúa, og auð- vitað verður dalurinn með öðru yfirbragði að gerðri Gljúfurversvirkjun. En hvorttveggja er, að byggð er þegar að þoka úr Laxárdal, og hver er kominn til að fullyrða, að Laxárdalur verði ófegurri eftir virkjun en fyrir, þótt með öðrum hætti verði? DALVlKURBÚAR, Árskógssands- og Hauganesbúar, Akureyringar og aðrir íbúar Vaðlaþings, Húsvíkingar, Raufarhafnar- og Þórshafnarbúar og aðrir Þingeying- ar ættu að hugleiða vel, hvílíkt óþurftarverk þeir fáu, en hávaðasömu menn eru að reyna að vinna gegn hér- aði sínu og íbúum þess, þegar þeir hamast gegn Gljúf- urversvirkjun, sem er mál málanna fyrir allt Norður- landskjördæmi eystra, alla íbúa þess, þegar það er skoðað með raunsæisaugum. Verðugasta hlutverk Lax- ár er að vera ljós- og orkugjafi blómlegrar menningar- byggðar um allt kjördæmið vestan frá Ólafsfjarðar- múla og austur um Langanes, en auðvitað á að með- höndla liana af skynsemi, þekkingu og virðingu, þótt tilfinningasjúk náttúruverndarstefna með sýndar- mennskuveiðisjónarmið á bakinu sé ekki látin ráða ferðinni. fliiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKHiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiii ^..... BLL AÐBÚÐ VÉLSKÓLANS A AKUREYRI. Vélskólanemi leit inn til blaðsins nýverið og bað um, að það vekti athygli á hinu slæma húsnæði er Vélskóladeildin á Akureyri hefur til umráða og ónógtmi tækjakosti. Nemand- inn, er ábyrgðarmaður blaðsins þekkir vel, bar kennaraliði og skólastjóra, Bimi Kristinssyni, mjög góðan vitnisburð — og kom heim og saman, það er AM áður vissi að Bjöm Kristinsson skólastjóri Vélskóladeildarinn- ar og kennaralið hans liggur ekki á liði sínu varðandi fræðslu í þágu verðandi vél- stjóra, hvort sem þeir eiga eftir að starfa í þágu þjóðarbúsins á sjó eða landi. Nemandinn vildi aðeins vekja athygli á við’ hvaða skilyrði Vélskóladeildin á Akureyri á við að búa. Bók- nám fer fram í allbærilegu hús- næði við Gránufélagsgötu en svo er upp talið. Verk- og vél- fræðikennsla fer fram niður á Eyri í lekum skúr og þröngum, þar sem tæki liggja undir skemmdum. M. a. sagði vélskóla1 neminn, er rennibekkur skól- ans svo illa farinn að stórhætta gæti verið fyrir viðvaninga að koma nálægt honum. Vélskóla- neminn bað AM fyrir þær upp- lýsingar til norðlenzkra lesenda að Vélskóladeildin á Akureyri væri á algerum hrakhólum hvað húsnæði og tækjabúnað snerti, er háði mjög starfsemi skólans, þrátt fy’rir að fyrir væru úrvalskennarar og sagði hann einnig, að skólinn væri enn ver á vegi staddur, ef skóla stjórinn hefði eigi lagt fram sín eigin tæki til kennslunnar. Einnig sagði hann að Shell og BP hér á Akureyri hefðu með tækjagjöfum sýnt Vélskóladeild inni lofsverðan stuðning — og mættu fleiri fyrirtæki - á eftir koma með slíkum stuðningi við skólann. Ofanritað er megin- mál þess er vélskólanemanum lá á hjarta — og tekur AM skorinort undir málflutning hans. — s. j. BLÓMVÖNDUR. í dagblaði í Stór-Reykjavík S -............ ---------- birtist eftirfarandi frétt, eftir fréttariatra AP í Stokkhólmi, undir fyrirsögninni „Blómvönd urinn kostaði brottrekstur.“ — Vill AM birta þá frétt orðrétta — og um leið stuttan eftirmála. AM finnst sjálfsagt að verða við tilmælum bréfritara, og hér kemur fréttin frá Stokkhólmi, sem um er getið, en á eftir stutt ur en gagnorður eftirmáli bréf- ritara. Tveimur starfsstúlkum á flug vellinum í Prag hefur verið sagt upp starfi vegna þess að þær færðu Alexander Dubcek fyrr- um forsætisráðherra blóm í fyrra mánuði er hann lagði af stað til Tyrklands til að taka viðl sendiherraembætti þar. Fregn þessi cr liöfð eftir ferða mönnum, sem komnir eru til Stokkhóhns, en voru viðstadd- ir þegar Dubcek hélt frá Prag, Segja þeir að lögregluvörður hafi hindrað viðstadda á flug- vellinum í að komast að Dubcek til að kveðja liann, en nokkrar starfsstúlkur frá NSA-flug-’' félaginu tékkóslóvakíska hafi þó komizt til hans og færðu þær1 honum blómvönd. Nú fj’rir skömmu voru stúlk- ur þessar yfirlieyrðar hjá lög- reglunni. „Lögreglan vildi fá að vita í hvaða leynisamtökum stúlkumar væru.“ sagði einn ferðalangurinn, „og var stúlk- unum bent á að þær hefðu aldrei haft áhuga á að kaupa blóm handa sovézka sendiherr- anuni. Var stúlkunum tilkynnt að framkoma þeirra væri ögrun við j’firvöld. Tvær stúlknanna voru reknar úr vinnunni, og 11 \\V> -...........— aðrar fá sennilega sömu refs- ingu á næstunni.“ EFTIRMÁLI. Er frú Soffía Guðmundsdóttir, fyrsti kandi- dat á lista hins tvístraða AI- þýðubandalags við bæjarstjórn arkosningamar í vor hér á Ak- ureyri fulltrúi gegn lýðræðis- sósialisma Dubcek, er hann vildi koma á í landi sínu, en var meinað með innrás Kreml- valdsins? Er frú Soffía tónlistaJ gagnrýnandi Dags fulltrúi þess valds þar sem gjöf á blómvendi getur í siunum tilfellum varðað atvinnumissi? — Akureyringur. FYRIRSPURN. Herra ritstjóri. Mig langar til að fá upplýst í blaði yðar, hverj ir það eru, sem sjá um dreif- ingu á sjónvarpsdagskránni hér á Akureyri. Er það sjálft sjón- varpið eða menn á þess veg- um? Það er einkennilegur trassaskapur á þessari dreif- ingu. Vanalega kemur dagskrá- in í búðimar á laugardögum og þá oft ekki fyrr en rétt fj’rir lokun, svo margir verða of sein ir að ná sér í skrá, og það sem eftir verður lokast svo inni þar til á mánudegi. Það er eins og ekkert sé hugsað um, að koma skránni í þær búðir sem hafa opið á laugardögum og sunnu- dögum. Af þessum sökum hef- ur margur maðurinn þurft að fara búð úr búð á laugardögum og sunnudögum, án þess að fá' nokkra skrá. Ég held að betra væri að engin sérstök sjónvarps dagskrá kæmi út, þá sparaði margur maðurinn sér leit að því, sem hann svo aldrei finnur. Eins og margir aðrir, þá er ég orðinn uppgefinn á þessu stappi og því farinn að klippa skrána úr einu Reykjavíkur-blaðinu, þar sem liún er prentuð í heilcí á sömu blaðsíðunni fyrir kom- andi viku, og því miklu aðgengi legri en sú sérprentaða, en þar þarf að leita innanum allskonar auglýsingar að hverjum degi fyrir sig. 1 Ég lield að bezta lausnin á jiessu máli væri sú, að viku- blöðin hér á Akureyri, sem (Framhald á blaðsíðu 7) MESSAÐ í Akureyrarkirkju á sunnudaginn kl. 2 e. h. Mið- fasta. Sálmar nr. 390 — 367 — 208 — 54 — 207. Safnaðar- ráðsfundur að lokinni messu. Öldruðum veitt aðstoð til kirkjunnar. Hringið í síma 21045 fyrir hádegi á sunnu- dag. — P. S. FÍLADELFÍA, Lundargötu 12. Sunnudagaskóli hvern sunnu dag kl. 1.30 e. h. Öll börn vel- komin. — Almenn samkoma hvern sunnudag kl. 8 e. h. (athugiðbreyttantíma). Söng ur og vitnisburðir. Allir vel- komnir. — Saumafundir fyrir telpur hvem föstudag kl. 5.30 e. h. Allar telpur velkomnar. — Fíladelfía. ÞRIÐJA spilakvöld SKT á föstudagskvöld kl. 8.30 að Bjargi. Dansað til kl. 1.00. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 8. marz. Sunnu dagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn velkomin. — Samkoma kl. 8.30 e. h. Ingólfur Georgsson talar. Allir hjartanlega vel- komnir. SUNNUDAGASKÓLI Akureyr arkirkju er á sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h. Nýja myndin komin. Yngstu böm í kapellu, eldri börn í kirkju. — Sóknarprestar. SHJÁLPRÆÐISHERINN Fimmtudaginn kl. 8.00 >\ æskulýðsfundur og sunnudaginn kl. 8.30 almenn samkoma. Allh- vel- komnir. HJÚKRUNARKONUR. Fund- ur verður í Systraseli mánu- daginn 9. marz kL 9 e. h. Þór- oddur Jónasson héraðslæknir kemur á fundinn. — Stjórnin. SKÍÐAMÓT U M S E, fyrri hluti, fer fram 14. og 15. marz. Keppt verð ur í göngu og stökki. Nánar auglýst í bréfi. — UMSE. VESTFIRÐIN G AR. Árshátíð félagsins verður á Hótel KEA laugardaginn 7. marz og hefst með borðhaldi kl. 7 e. h. Að- göngumiðar afhenth- á Hótel KEA fimmtudaginn 5. marz og föstudaginn 6. marz kl. 8 til 10 e. h. — Árshátáðanefnd. MINJASAFNIÐer opið á sunnudögum kl. 2 til 4 e. h. Tekið á móti skólafólki og fei-ðafólki á öði-um tímum ef óskað er. Sími safnsins er 1-11-62 og safnvarðar 1-12-72

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.