Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.04.1970, Blaðsíða 7

Alþýðumaðurinn - 03.04.1970, Blaðsíða 7
Mér fiiinst Akureyri minna á ævintýrið um Þyrnirós Segir Jón Daníelsson, nemandi í 6. bekkMA - en les utanskóla JÓN er 21 árs gamall frá Tannastöðum í Hrútafirði. Af nokkurs,- konar tilviljun bar fundum okkar Jóns fyrst saman, en eftir meiri kynni fann ég að þar fór hugsandi ungur maður, sem gaman væri að eigú smáspjall við. En viðtal okkar var flýtisverk af beggja hálfu, en ég held að lakara hafi á þrykk út gengið. Þú liefur áhuga fyrir leiklist Jón og hefur leikið í tveim leik ritum liér á Akureyri í vetur. Viltu segja mér örlítið frá reynslu þinni í þessum efnum? Já. — Mér finnst ég hafa lært mjög mikið. Það er bæði skemmtilegt og lærdómsríkt að starfa með vönu leikhúsfólki en þó held ég, að þessi vísir að leik skóla, sem hér hefur starfað í vetur hafi orðið mér fullt svo mikilvæg reynsla. Auðvitað er þetta langt frá að vera fulkom- inn leikskóli. Fjórar klukku- stundir á viku og þær að auki oftast í ófullnægjandi húsnæði eru auðvitað langt frá þeim kröfum, sem hljóta að verða gerðar til slíks skóla. Hins veg- ar er hér á ferðinni mjög þarft mál, sem ekki má lognast útaf heldur verður að efla og hlúa að, unz því marki er náð að hér sé starfræktur fastur leikskóli. Enda verður slíkur skóli ómiss- andi þegar sú stund rennur upp að hér verði komið á fót at- ■vinnuleikhúsi, sem er óneitan- lega framtíðin og er sú þróun raunar nú þegar að hefjast. Annars getur leikið vafi á því hvort L. A. treystir sér til að halda áfram á þeirri braut ef leikhúsaðsókn batnar ekki frá því sem verið hefur að undan- förnu. Mér finnst eiginlega stór furðulegt hve Akureyringar eru tregir til að koma í leikhús. Það er til dæmis ákaflega ótrúlegt þótt satt sé, að þegar við fórum með Menntaskólaleikinn til Siglufjarðar, fengum við fleiri áhorfendur þar en hér og þó er Siglufjörður fjórfallt minni bær. Nú lest þú utanskóla Jón, er það ekki erfitt? Það fer mjög eftir manni sjálf um. Ekkert rekur á eftir fyiT en kemur að prófum og á því verður mörgum hált. Ef maður er hins vegar nógu harður við sjálfan sig þá gefur þetta m.anni á ýmsan hátt miklu frjálsari hendur. Maður getur skipulagt sitt nám sjálfur og er ekki á neinn hátt bundinn af skólna- um. Auk þess virðist mér sá andi, sem nú ríkir innan Menntaskólans miklu fremur til þess fallinn að rýra þann áhuga, sem maður kann að hafa fyrh- náminu en glæða hann. Finnst þér Menntaskólinn samsvara þeim kröfum sem þú vilt gera til slíkrar stofnunar á okkar tímum? Auðvitað er skólinn hérna langt frá því að svara kröfum tímans, bæði að því er varðar kennslutækni og alla aðstöðu, en það er bara alls ekki það sem að er, heldur hitt að það vantar alla félágskennd í skól- ann. Bæði kennarar og nem- endur virðast með öllu áhuga- lausir og starfa eingöngu vél- rænt. Nemendur sitja í tímum af skyldurækni, utan við sig og sljóir til augnanna eins og doða rollur ef þeir þá ekki hreinlega sofa undir værðai'legu mali Jón Daníelsson. kennara, sem oft og tíðum eru engu betri. Slíkur skóli á ekki lengur það, sem sérhverjum skóla hlýtur að vera dýrmætast af öllu. Hann hefur ekki framar neina sál. Hann er aðeins vél, sem framleiðir stúdenta á færi- bandi. Til þess að bæta úr þessu þarf ýmislegt að gera, en það er þó aðallega tvennt, sem ég vildi koma á fi-amfæri í því sam bandi. í fyrsta lagi þyrfti að minnka skólann eða kannski öllu heldur smækka bekkjar- deildirnar. Eins og nú er eru þær allt of stórar til að hægt sé, að ná þeirri samstillingu, sem verður að ríkja innan slíks 'hóps ef árangur á að nást. í öðru lagi þarf nýja og betri kennara en þá, sem nú starfa við skólann. Að vísu höfum við nokkra ágæta kennara en þeir eru því miður allt of fáir. En góður kennari er ætíð frum- skilyrði fyrir góðum náms- árangri nemenda, Hyggur þú á framhaldsnám að stúdentsprófi loknu? Já — ætli það ekki. Ég hef alltaf haft áhuga fyrir leiklist og ég reikna með að leggja stund á kvikmyndagei'ð í Dan- mörku. Finnst þér sú gagnrýni, sem komið hefur fram á æskufólk að einhverju leyti sanngjörn? Vissulega. Ungir menn hafa á öllum tímum haft tilhneigingu til að vilja bæta heiminn, þótt það hafi raunar oftazt mistekizt, og í sumum tilvikum orðið full ákafir. Annars hefur sennilega aldrei verið brýnni þörf á að bæta heiminn en einmitt nú og eins og horfir er vafasamt að við fáum mikið fleiri tækifæri til þess svo að það verður að líkindum hlutverk nútímaæsk- unnar að bæta heiminn, ef það á að gerast á annað borð. Hins vegar þarf æskan hjálp hinna, sem eldri eru og reyndari. Hún þarf hjálp þess fólks, sem þegar hefur eignazt hús og bíl og ís- skáp og vill ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur framar. Hún þarf hjálp þess fólks, sem nú situr fyrir framan sjónvarps- tækin sín, sýknt og heilagt og er á góðri leið með að týna nið- ur því nauðsynlegasta af öllu nauðsynlegu, — að kunna að hugsa sjálfstætt. Hvemig líkar þér að dvelja á Akureyri? Akureyri er fallegur bær, nú og mér er sagt að fólkið sé alls- staðar eins, kannski að svo sé. Annars get ég ekki að því gert að í hvert sinn sem ég heyri Akureyri nefnda þá dettur mér í hug ævintýrið um hana Þyrni rósu, sem svaf í hundrað ár. Mér hefur alltaf fundizt það svo fallegt ævintýri. Undirritaður biður Jóni vel- farnaðar gegnum lifið og þakk- ar spjallið og góða viðkynn- ingu. — s. j. N =s Leðurvörur h.f. flytja í nýtt lmsnæði að Brekkugötu 3 Á laugardag fyrir Pálmasunnu- dag flutti stærsta skóverzlun bæjarins í ný og vegleg húsa- kynni að Brekkugötu 3, en verzlunin hefur verið til húsa í gamla Búnaðarbankahúsinu til fjölda ára. Hin nýju húsakynni verzlunarinnar eru mjög vist- leg og aðlaðandi og eigendum til sóma. í næsta blaði mun AM birta myndir úr hinni nýju verzlun og starfsemi hennar. En notar nú tækifærið og flytur eigendum Leðurvara sínar STUTTAR FRETTIR Þórshamar skiptir einnig um liúsnæði Nú síðustu daga hefur einnig annað þekkt fyrirtæki skipt um húsnæði og flutt í nýbyggð húsa kynni við Tryggvabrut. Er það Bifreiðaverkstæðið Þórshamar — og mun AM einnig geta um þann atburð í næsta blaði. DIMMALIMM nýtur vinsælda Leikfélag Akureyrar hefur nú að undanförnu sýnt barnaleik- ritið Dimmalimm undir leik- stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Einnig ef rúm leyfir í næsta blaði mun birtast umsögn um leikritið í meðferð L. A. \\\V N lálverkasýning á Húsavík Húsavík á páskum 1970. G. H. í Dymbilvikumii og á páskum héldu 4 málarar hér sameigin- lega málverkasýningu — og var aðsókn mjög góð og kryddaði sannarlega upp á líf kaupstaðar búa í illviðraham þeim, er þá beztu hamingjuóskir. STÓRÞJÓFNADL 5!) geisaði. Málararnir, er sýndu listaverk sín voru þeir Benedikt Jónsson á Húsavík, Hreinn Elíasson, Akranesi, Snorri Sveinn Héðinsson, Reykjavík og Björgvin Sigurgeii' Haralds- son, Reykjavík. Sýndu þeir sam eiginlcga 24 málverk. Sex eftir 'hvorn um sig. Myndin sem með fylgir sýnir Benedikt Jónsson við málverk sitt, Herðubreið. =s OSS rann mjög til rifja er vér lásum í nýlega útgefnu „Akureyrarblaði“ er Þjóð- viljinn heiðraði okkur Akur eyringa með, viðtal við Rós- berg G. Snædal. Kveinkaði hann sér mjög yfir þeirri ómannúðlegu meðferð sem lið Soffíu frænku hefði orðið fyrir af hendi Hannibalista staðarins. Það sem dýpsta sárinu olli var það fáheyrða miskunnarleysi Hannibal- anna að stela öllum skuldum Verkamannsins. Vér höfum ekki áður vitað mann bera sig öllu ver yfir slíkum missi og þar sem þrautreynt mun að engin lög ná yfir slík afbrot mun ein- sýnt að þetta tjón fáist aldrei bætt, enda virtist Rósberg óhuggandi. Þá lásum vér einnig í Þjóð viljanum að Soffía frænka hefði haldið aðalfund í stjórn málafélagi sínu. Helzta frétta efnið var að 85 nýir félagar hefðu gengið í samtökin frá síðasta aðalfundi. Vér höfum lúmskan grun um að þetta sé alls ekki nýtt fólk heldur notaðir Hanni- balistar sem Rósberg hafi nælt sér í til þess að ná sér niðri á óvinunum fyrir skuldaþjófnaðinn. Nú gæti svo farið að Hannibalar tækju sig til og héldu aðal- fund fyrir 31 maí og inn- byrtu þessar sálir aftur. En þá viljum vér benda þeim Soffíumönnum á þann mögu lega að halda aðalfund ókom inna ára eftir þörfum, því eins og allir sjá þá er það aðalatriðið fyrir bæjarbúa hvernig stendur á aðalfund- um hjá þessum dvergflokk- um 31. maí. Þess má að lokum geta í sambandi við þennan aðal- fund Soffíu frænku að Kasp- er og Jesper komust báðir í stjórn samtakanna en Jóna- tans er að engu getið og dett ur oss helzt í hug að hann hafi ánetjazt hjá Hannibal- istum og þykja oss það illar fréttir. Þyíur. A MORGUN Á MORGUN, laugardag kl. 4 síðdegis verður háður hér á Ak ureyri fyrsti knattspyrnuleikur ársins, en þá mætast íslands- meistarar ÍBK og Bikarmeistar ar ÍBA í Meistarakeppni KSÍ 1970. Alls verða leiknir fjórir leikir í þessari keppni, tveir á Akureyri og tveir í Keflavík, og keppt er um veglegan bikar. Margir munu hafa áhuga á að sjá Hermann Gunnarsson' leika með ÍBA og ekki er að; efa að um skemmtilegan og1 spennandi leik verður að ræða.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.