Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 03.04.1970, Blaðsíða 8

Alþýðumaðurinn - 03.04.1970, Blaðsíða 8
t Augsyn: (jngU hjóii! Athugið SVEFNSÚFANA í AUGSÝN HF. SÍMAR: 2-16-90 og 2-17-90 „Rógburðurinn um Slipnstöðina h.f.” í íslendingi-ísafold birtist grein með ofangreindri fyrirsögn 21/3 el. Gerir blaðið þar að umtals- efni ýmis blaðaskrif, sem orðið !hafa um Slippstöðina hér í bæ, og þá sérstaklega í sambandi við nýafstaðna endurskipulagn- ingu á stjórn og eignaaðild. Tel- ur blaðið, að sú gagnrýni, sem 'komið hefir fram við þær bi'eyt ingar, sé rógur um atvinnufyrir tækið sem slíkt, en það er alger misskilingur, svo sem öllum má Ijóst vera, sem með þeirri gagn- rýni hafa fylgzt. Það sem gagnrýnt hefir verið, a. m. k. af hálfu Alþýðuflokks- ins, er fyrst og fremst tvennt: Lokaskiptin við fyrri aðaleig- endur fyrirtækisins og kosning útibússtjói’a Landsbankans hér í stjórn hins endurskipulagða fyrirtækis, en Landsbankinn er aðallánardrottinn þess. Gagn- rýnin á kosningu útibússtjór- ans í stjórn fyrirtækisins bein- ist að því, iað óviðfelldið og raunar forkastanlegt þykir, að hann fari þar með stjórnarum- boð fyrir Akureyrarbæ, svo mjög sem hann hlýtur að vera bundinn lánardrottinssjónar- miðum sem fulltrúi Lands- bankans. Hitt atriðið eru þau viðskiln- aðarskipti, sem höfð voru við fyrri aðaleigendur Slippstöðvar innar, en þá var 147 þús. kr. hlutafé þeirra gefið 6 millj. kr. hlutafjárgildi, eða nær fertug- faldað, og tveimur einstaklings- eigendum tryggð há forstjóra- laun til æviloka má segja, jafn- vel þótt þeir hættu öllum störf- um. Nú var 'það ekki deiluefni út af fyrir sig, að hið gamla hluta- fé ætti að hækka talsvert í end- urreikningsverði. Bæði hafði verðgildi krónunnar breytzt frá því, er það var upphaflega lagt (Framhald á blaðsíðu 5). ALÞYÐUmAÐURINN 40. árg. — Akureyri, föstudaginn 3. apríl 1970 7. tölublað sigursælir N AKUREYRSKT skíðafólk varð mjög sigursælt á Skíðalands- móti íslands er háð var á Siglil firði í síðustu viku og Unglingai meistaramóti er fór fram á Seyð isfirði í sömu viku. — f tilefni þessarar glæsilegu frammistöðu akureyrskra skíðamanna sam- þykkti bæjarráð Akureyrar að afhenda Skíðaráði Akureyrar 40.000.00 kr. í viðurkenningar- skyni fyrir frábæra frammi- stöðu akureyrsks skíðafólks — og fór sú afhending fram í kaffi boði í Sjálfstæðishúsinu í gær- kveldi, þar sem Frímann Gunn laugsson formaður Skíðaráðs Akureyrar veitti þeim móttöku. AM óskar akureyrsku skíða- fólki til hamingju glæsilega árangur. með hinn "s Hvers vegna var forstjórastarf Sjúkrasamtags Akureyrar ekki auglýsf fi! umsóknar að nýju? SAMKVÆMT einróma ósk bæjarráðs hefur Valgarður Baldvins- son með samþykki sjúkrasamlagsstjórnar tekið þá ákvörðun að gegna bæjarrtarastarfinu áfram — og mun samdóma álit Akur- eyringa, að það starf sé vart í betri höndum en Valgarðs. Aftur á móti eru fjölmargir hissa og næsta furðulostnir yfir því að fram- kvæmdastjóraembættið hjá sjúkrasamlaginu skyldi ekki verða auglýst á nýjan leik. í 1. tölublaði AM á þessu ári var frá því skýrt að Valgarður “S Það sem sannara reyndist ATHUGASEMD frá Lárusi Jónssyni vegna „fréttar“ í AM. í blaðinu Alþýðumaðurinn hinn 19. marz sl. er látið að því liggja, að ég hafi gerzt brotleg- ur gagnvart Fjórðungssam- bandi Norðlendinga með því að taka sæti á lista Sjálfstæðis- manna í næstu bæjarstjórnar- kosningum. Mér er skylt, enda um það beðið af ritstjóra blaðs- STÆRSTU MÁLIN ALÞÝÐUFLOKKURINN á Akureyri lítur svo á, að stærstu baráttumálin næsta kjörtímabil hljóti að verða: 1. Byrjun og framhald Gljúfunærsvirkjunar í Laxá og aukning iðnaðar í bænum í krafti hennar. 2. Endurnýjun og aulcning veiðiskipaflotans og efling matvælaframleiðslu á grundvelli þess. 3. Auirin fyrirgreiðsla íbuðarbygginga í bænum, end- urbygging og malbikun gatna í auknunr mæli. 4. Stæklcun sjúkrahússins og það gert að ríkisspítala. Bætt og aukin aðstaða til lieilsugæzlu og lieilsu- verndar. 5. Bygging barna- og gagnfræðaskóla. 6. Aöstaða íþrótta- og æskulýðsfélaga bætt til félags- halds, íþróttaiðkana og tómstundaiðju. 7. Ný vatnsöflun fyrir bæinn. 8. Framhald jarðhitarannsókna og hitaveita í bæinn, gefi sú rannsókn jákvæða raun. Fyrir öllum þessum málum verður gerð nánari grein smám saman í blaðinu síðar. Að sjálfsögðu eru mörg önnur mikilsverð mál ofarlega á baugi, en þessi telj- um við bera lræst í dag. Það er brýn nauðsyn fyrir bæ- inn að bera þau fram til úrlausnar. ins, að upplýsa almenning um það, sem sannara reynist í rriál- inu, og skal það hér með gert: í lögum F.S.N. segir svo um framkvæmdastjóra þess, að ■hann hefur málfrelsi og tillögu- rétt á þingum samtakanna „en ekki atkvæðisrétt, nenia hann sé kjörinn fulltrúi.“ Til þess að vera kjörinn fulltrúi, þarf hann hins vegar skv. sömu lögum að vera aðal- eða varafulltrúi í sveitar- eða bæjarstjóm á Norð urlandi. Af þessu má glögglega sjá, að lög samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi gera beinlínis ráð fyrir því, að ekkert sé því til fyrirstöðu, að framkvæmda- stjóri F.S.N. sé í bæjar- eðá sveitarstjórn. Reglur Fjórðungs sambands Norðlendinga hafa því alls ekki verið brotnar. Ijeið rétting þessi er send öllum Ak- ureyrarblöðunum með ósk um birtingu. Akureyri, 20. marz 1970. Lárus Jónsson. =s Höfðingleg gjöf NÝLEGA barst Elliheimili Ak- ureyrar gjöf, að uppliæð kr. 100.000.00, frá börnum Árna Stefánssonar smiðs, Gránu- félagsgötu 11, Akureyri, og Jónínu Friðfinnsdóttur, til minningar um þau, en þau eru nú bæði látin. Stjóni Elliheim- ilis Akurevrar færir gefendum hjartanlegar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Stjórn Elliheimilis Akureyrar. Baldvinsson hefði verið ráðinn forstjóri Sjúkrasamlags Akur- eyrar frá 1. apríl með þrem atkv. gegn tveimur úr hópi 12 umsækjanda. Þá er Valgai'ður fór þess á leit við sjúkrasamlags stjórn að fá lausn frá hinu nýja starfi sökum breyttra aðstæðna, töldu flestir að starfið yrði aug- lýst að nýju, en sú varð efcki ráunin á. Ragnar Steinbergsson héraðsdómslögmaður er ráðinn með 4 atkv. gegn einu, þrátt fyrir það að viðhorfin voru gjör breytt. Aðeins fulltrúi jafnaðar rnanna, Sigurður Halldórsson, vildi láta auglýsa starfið á nýj- an leik, en fyrrnefndur meiri- hluti réð í stað þess núverandi framkvæmdastjóra Stefán Ág. Kristjánsson fram til 1. septem ber, unz Ragnari Steinbergs- syni náðarsamlegast tæki við starfinu. Sigurður lét bóka að hann væri andvígur þessari málsmeðferð. Hvað segir heil- brigðismálaráðherra um það, hvort ‘hér hafi verið rétt á mál- um haldið af hálfu meirihluta Sjúkrasamlagsstjórnar Akur- eyrar? % Atþýðuflokksfélsg endurreist ALÞYÐUFLOKKSFÉLAG Dal víkur og nágrennis hefur hafið starfsemi sína að nýju eftir nokkurra ára dvala, en það var stofnað árið 1949, rétt fyrir haustkosningar til Alþingis það ár. Núverandi stjórn skipa: Valdi mar Sigtryggsson formaður, Ing ólfur Jónsson trésmíðameistari Snorri Snorrason skipstjóri og Jóhann Tryggvason verzlunar- maður. Að sjálfsögðu mun félagið bjóða fram í sveitarstjórnar- kosningunum í vor eitt sér, eða í samvinnu við aðra. Svarað úl í höll - Lárus Á ÖÐRUM stað í blaðinu er birt atlmgasemd frá Lárusi Jónssyni \dðskiptafræðingi, er á að vera svar við fyrir- spurn, er beint var íil hans í síðasta blaði. AM finnst Lár- us hér algcrlega svara út í hött, því að það, sem þar kom fram var blaðinu ekk- ert leyndarmál. Hins vegar lætur Lárus fyrirspurn þeirri, er að honum var beint algerlega ósvarað — og skal lnin hér með endurtekin. BAR HANN ÁKVÖRÐUN SÍNA AÐ GERAST FRAM- BJÓÐANDI SJÁLFSTÆÐ- ISFLOKKSINS undir yfir- boðara sína, þ. e. stjórn og framkvæmdastjórn Fjórð- ungssambands Norðurlands — og hvort nokkur skilyrði hafi verið sett fyrir veitingu lians í embættið. Þessu vill AM að liann svari án útúr- snúninga, því að þetta er ekki einkamál lians, það varðar Norðlendinga alla. Þótt Gísli Jónsson þykist skilja illa skrif AM, fullyrðir hann þó að Lárus Jónsson sé EKKI starfsmaður Akur- eyrarbæjar. AM telur að Svarfdælingurinn Gísli fari hér með rangt mál, því eigi veit blaðið annað en Akur- eyri sé í þeim samtökum, er Fjórðungssamband Norður- lands kallast. Verzlið ( lérverzlun. Það tryggir gæðin. rÓBAKSBÚÐIN ’.rekkugötu s s{mi 12820 ALLT TIL MATARGERÐAR VERIÐ VELKOMIN EYRARBÚÐIN - opið til kl. 20.00. FRAMKÖLLUN — KOPIERING HAFNARSTRÆTI 85 . SÍMI (96)11520 PEDROM YNDIR Akureyri

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.