Alþýðumaðurinn - 17.04.1970, Side 2
Ég er bjartsýnn á velgengni
ÍBA-piltanna í snmar
segir Hermann Gunnarsson, þjálfari liðsins
EINS og kunnugt er gegnir nú einn þekktasti knattspyrnun’.aíiur
landsins, Hermann Gunnarsson, þjálfarastarfi hjá knattspyrnu!i3i
ÍBA — og keppir jafnframt með Akureyringum á þessu ári. í
fyrstu „orrustum“ liðsins hefur því vegnað vel undir forystu Her-
manns. ÍBA-liðið hefur þegar háð 2 leiki við íslandsmeistarana,
Keflvíkinga, og í þeim fyrri varð jafntefli á heimavelli 1—1, og
skoraði Heilmann mark Akureyringa, Seinni leikurinn er háður
var í Keflavík sigraði ÍBA með 2—0 og skoraði Hermann bæði
mörkin, en þessi tvö lið eiga eftir að leiða saman hesta sína tvisvar
sinnum aftur í Meistarakeppninni. Ilcrmann er einnig þjálfari
Þórs í handknattleik og hafa Þórsarar þegar náð undraverðum
. árangri í þessari íþróttagrcin undir handleiðslu lians, að athygli
hcfur vakið. ...
Núna í vikunni leit undirrit-
aður inn á afgreiðslu póstsbáts-
ins'Drangs, en Hermann er þar
skrifstofumaður — og bað hann
um stutt spjall, er Hermann
sinnti af mestu góðvild, hefur
. eflaust skilið mig betur, þá er
; ég tjáði honum að mig munaði
: í skyndiviðtal við hann, sökum
■ þess að hann hefur verið blaða-
s maður sjálfur við dagblaðið
; VÍSÍ.
Hvenær byrjaðir þú að sparka
bolta Hermann?
i Ég held síðan að ég man fyrst
| eftir mér, en þá er ég var 7 ára
! og tók ég þátt í mínum fyrsta
| keppnisleik.
Og þá auðvitað með Val?
Nei, með Víking og var í því
í félagi í 2 ár, en „Valsböndin"
? voru það sterk, að þau urðu
| þess valdandi að ég gekk í Val.
Mínir nánustu voru sannir Vals
menn — og með því félagi hefi
ég starfað og keppt fyrir þar
til nú.
En þú fórst til Austurríkis sl.
sitmár og gerðist atvinnuknatt-
spyrnumaður. Var það ævin-
týramennska er olli því?
Nei, alls ékki. Ég ’hafði löng-
un til þess að kynnast af eigin
raun hvað atvinnumennska í
knattspyrnu í raun og veru
væri og áður en ég fór frá Aust
urríki höfðu mér borizt tilboð
frá tveim sterkustu knattspyrnu
félögum landsins — og miklir
peningar voru í boði, en ég
ákvað að hverfa heim —og láta
'heldur landið mitt njóta getu
minnar, ef einhverjir væru. En
reynslan þarna úti var dýr-
mætur skóli fyrir mig. Ég kynnt
ist bæði kostum og göllum at-
vinnumennskunnar í þessari
íþróttagein.
Hvað hefur þú tekið þátt í
mörgum landsleikjum í knatt-
spymu?
12 með A-landsliði og 4 í
Unglingalandsliði.
En hvað marga í handknatt-
| leik?
i 15 að mig minnir.
i Minnisstæðustu leikimir Iler
j mann, bæði við innlend og
j erlend lið?
Ja, ég veit ekki. Það er svo
■'-'Tnargt sem er minnisstætt. En
af innlendum vettvangi 'held ég
að mór sé minnisstæðast keppni
ÍBA og Vals í Bikarkeppninni
1968. Eftir vítaspyrnukeppni
stóðu liðin enn jöfn að vígi —
cg þá kom til kasta „túkallsins.“
Vinur minn Jón Stefánsson
fyrirliði Akureyringa valdi „tú-
kallinn“ sennilega ve.gna þess
að gengisfelling var þá á hvers
manns vörum,. e.n .„túkall“ Jóns
beið ósigur — og þar með féllu
Akureyringar út úr keppninni.
Af erlendri grund er einnig
margt minnisstætt, en svona í
Hermann Gunnarsson.
fljótu hasti hvarflar helzt hugur
inn að landsleik okkar við Spán
verja árið 1967, er spænskir
unnu með 5—3, en leikurinn
var háður í 43 stiga hita, og þá
var heldur lágt á okkur risið
„eskimóunum“ og til mar-ks um
það hvað hitinn gekk nærri
okkur, vil ég geta þess að fyrir-
liði íslenzka liðsins, Árni Njáls-
son félagi minn úr Val, féll í
yfirlið 5 klst. áður en leikurinn
átti að hefjast. Leikurinn var
hálfgerð martröð.
Nú liefur tilviljun eða örlög
lagt leið þína til Akureyrar,
Hvernig líkar þér það — og þá<
einkum við knattspyrnustrák-
ana okkar?
Mér líkar vel að vera kominn
til Akureyrar. Ég tel mig ekki
neinn „útlending" hér, ég hafði
áður en ég kom hingað eignazt
marga kunningja og vini bæði
meðal keppinauta minna, þá er
ég háði bardaga við þá, sem
Valsmaður á íþróttavellinum —
og einnig á meðan ég veitti for-
sjá þættinum „Lög unga fólks-
ins“ í útvarpinu. Ég er bjart-
sýnn á velgengni ÍBA-liðsins,
þeir haifa baráttuþrek og sigur-
vilja — og meðan ég er Akur-
eyringur verð ég einn af ÍBA-
strákunum, félagi, sem mun
reyna að gera mitt bezta — og
ég vil skora á alla Akureyringa
að styðja knattspyrnulið sitt í
öllum keppnum, sem og á öðr-
um sviðum, ef svo verður trúi
ég ekki öðru en að við strák-
arnir getum haldið merki Akur
eyrar hátt á lofti.
Bara forvitnisspurning. Hver
er aldur þinn Hermann?
Ég er orðinn hundgamall,
tuttugu og þriggja ára.
Sér er nú hver aldurinn
hugsa ég gamlinginn. En í lokin
vil ég bjóða Hermann velkom-
inn til Akureyrar — og ég læt
þá ósk mína flakka að örlög eða
forlög eða hvað maður á að
kalla það, hafi lagt leið Her-
manns Gunnarssonar hingað,
ekki aðeins um stundarsakir,
'heldur um áraraðir. s. j.
TINDASTOLL -
ÞÓR
Á MORGUN, laugardag, kl. 4
e. h. leika Tindastóll frá Sauðár
króki og Þór úrslitaleik í Norð-
urlandsriðli í körfubolta — um
fyrsta sætið — og það lið er
sigrar leikur í fyrstu deild ís-
landsmótsins næsta keppnis-
tímabil.
KAhlaupið
VÍÐAVANGSHLAUP KA fyr-
ir drengi og stúlkur fer fram
n. k. sunnudag og hefst við
Gagnfræðaskólann kl. 11 f. h.
Um 40 unglingar hafa látið skrá
sig til keppni í öllum aldurs-
flokkum. Keppendui' eru beðn-
ir að mæta hálftíma fyrir
keppni. Þeir sem hafa hug á að
taka þátt en ekki hafa látið skrá
sig hafi samband við Kára Árna
son, sími 12070, eða Hreiðar
Jónsson, sími 21352.
Frjálsíþróttadeild KA.
SKAKÞING AKUR-
EYRAR hófst 14. apríl
kl. 20.00 að Varðborg.
Teflt verður á fimmtud.
kl. 20.00 og sunnud. kl.
13.30. — Gerið þetta veg-
legt mót.
Stjórnin.
LOKIÐ er fyrri umferð í Thule
tvímenningskeppni Bridge-
félags Akureyrar, en keppt er
um bikara er Sana h.f. gaf. —
Meðalárangui' er 210 stig. —
Röð efstu manna er þessi: stig
1. Alfreð—Guðmundur 241
2. Birgir—:Birgir 238
3. Dísa—Rósa 236
4. Ármann—Halldór 235
5. Angantýr—Baldvin 234
6. Guðjón—Þormóður 230
SUNNUDAGINN 12. apríl var
haldin firmakeppni á vegum
Hestamannafélagsins Léttis og
fór hún fram á Gleráreyrum að
viðstöddum fjölda áhorfenda.
39 fyrirtæki tóku þátt í keppn-
inni og var nú í fyrsta sinn
keppt um fallegan bikar, sem
Kaupfélag Eyfirðinga gaf til
keppninnar. Bikar þennan, sem
er farandbikar og vinnst aldrei
til eignar, hlýtur það fyrirtæki
er verður nr. 1 og geymir það
bikai'inn í 1 ár eða til næstu
firmakeppni.
Úrslit í keppninni urðu þessi:
Nr. 1 'Sörli. Eigandi Sveinn
Guðmundsson, Sauðárkróki.
Knapi Þorsteinn Jónsson, og
keppti hann fyrir Heildverzlun
Valdemars Baldvinssonar.
Nr. 2 Bleikur. Eig. Karl
Ágústsson, Litla-Garði, cg var
hann éinnig knapi, keppti fyrir
Skógerð Iðunnar.
Nr. 3 Sindri. Eig. Jóhann Kon
ráðsson, Akureyri, og var hann
einnig knapi, keppti fyrir Ein-
ir h.f.
Nr. 4 Nös. Eig. Jenny Karls-
- dóttir, Akureyri. Knapi Ingólf-
ur Magnússon, og keppti hann
fyrir Þórshamar h.f.
Nr. 5 Svala. Eig. Björn Þor-
steinsson, Akureyri. Knapi Árni
■ Magnússon, og keppti hann fyr
ir Slippstöðina h.f.
Heildverzlun Valdemars Bald
7. Jón—-Hörður 229
8. Frímann—Sævar 228
9. Scffía—Bogi 220
10. Gunnlaugur—Magnús 202
11. Baldur—Ragnar 193
12. Bergsteinn—Gunnar 183
13. Gunnar—Tómas 178
14. Pétur—Reynir 176
15. Jóhann—Valdimar 171
16. Júlíus—Sveinn 166
Síðari umferðin verður spiluð
að Bjargi n. k. þriðjudagskvöld
kl. 8.
LÉTTIS
vinssonar hlaut sem fyrr segir
farandbikarinn til varðveizlu
en eigendur fimm fyrstu hest-
anna hlutu áletraða verðlauna-
peninga til eignar.
Þarna fóru einnig fram boð-
reiðar milli eldri og yngri 'hesta
manna, og unnu þeir eldri eftir
harða keppni og tvísýna og
hlutu að launum boðhlaups-
bikar Léttis er Kurt Sonnen-
feld tannlæknir gaf fyrir nokkr
um árurn.
Stjóm Léttis þakkar öllum
þeim er þátt tóku í keppninni,
bæði fyrirtækjum og hesta-
mönnum, góðan og drengilegan
stuðning.
Fimm beztu gæðingarnir. Sigurvegarinn, Þorsteinn Jónsson, er annar frá hægri með hestinn Sörla.
Ljósmynd: Björn Mikaelsson.