Alþýðumaðurinn - 12.06.1970, Blaðsíða 6
Nýbreyfni I háfíðarhöldunum á Akureyri 17. júní
1 ÁR er fyrirhugað, að gera til-
raun með að hafa ákveðinn bak
grunn fyi'ir þá hátíðadagskrá,
sem fyrirhuguð er 17. júní. Hef-
ur verið ákveðið, að þessi bak-
grunnur veði Landnámsöldin og
þá sérstaklega landnám Eyja-
fjarðar.
Er fyrirhugað, ef veður leyfir,
að siglt verði yfir Pollinn, að
morgni 17. júní, á skipi sem út-
búið verður sem líkast því sem
álitið er að landnámsmenn hafi
notað. Frá kl. 10 til 10.30 um
morguninn mun Lúðrasveit Ak-
ureyrar leika á TorfUnefs-
bryggju, þar sem fyrirhugað er
að bálurinn komi að landi.
Munu síðan „landnámsmenn-
irnir“ fara á hestum sínum inn
að Krókeyri og út á hæðirnar
norðan Gleránhverfis, þar sem
þeir munu kveikja elda, til að
helga sér landið.
Eftir hádegi er vonast til að
sem flestir bæjarbúar fjölmenni
í skrúðgöngur þær sem fyrir-
hugaðar eru úr bæjarhverfun-
um og leggja af stað upp úr kl. 1
frá Heimavist M. A., Verzlun-
inni Brekku, Veganesti og Eiðs-
velli.
/ "--EOC
- HEYRT, SPURT ...
(Framhald af blaðsíðu 4)
skort aðeins 70 atkv. til þess að
koma tveimur mönnum inn í
bæjarstjóm Akureyrar og það
er sjálfsagt rétt reiknað, en ég
vil minna á að Alþýðuflokkinn
vantaði aðeins 40 atkv. til að
koma tveimur mönnum að. Fyrr
nefndur einblöðungur Verka-
mannsins hefur óefað hjálpað
íhaldinu til að bæta við sig
fjórða manni í bæjarstjórn og
hjálpa með því maddömu Fram
sókn við það að mynda „ábyrg-
an“ meirihluta með íhaldinu,
eftir hennar skilningi hvað
ábyrgð sé. — s. j.
GAMANMÁL.
Nú i verkfallinu er sjálfsagt
engin gustuk að bæta í rusla-
körfu ritstjórans, en það fer nú
ekki mikið fyrir einum bréf-
snepli. Daginn eftir kosningarn
ar fór kona nokkur að ræða í
liópi vina sinna atvik (ekkert í
sambandi við pólitík) og upp-
lýsti að hún hefði drukkið kosn
ingakaffi hjá Alþýðuflokknum.
Vinir hennar töldu slíkt óhæfu
að drekka kaffi lijá andstæðingi.
Klukkan 2 e. h. er fyrirhuguð
hátíðadagskrá á íþróttavellin-
um. Þar verður meðal annars:
Völuspá, skrautsýning kórsöng-
ur, söguleikrit og ræða dagsins,
sem Þór Magnússon, þjóðminja
vörður flytur.
Á hátíðarsvæðinu verður eftir
líking af skála landnámsmanna
og þar og á túninu í kring verða
„landnámsmenn“ að ýmsum
störfum og einnig er fyrirhugað
að þar verði eitthvað af þeim
dýrum, sem þeir höfðu með sér
til landsins.
Efth’ að hátíðadagskránni lýk
ur hefst skemmtidagskrá fyrir
yngri sem eldri. Þar verða fim-
leikasýningar, leikir og keppnir,
trúðar koma í heimsókn og einn
ig mun Ómar Ragnarsson fara
þar með gamanmál, auk fleiri
skemmtiatriða.
Um kvöldið verður svo
skemmtidagskrá á Ráðhústorgi.
Þar verður söngur, upplestur,
sýningar og skemmtiatriði, sem
leikararnir Árni Tryggvason og
Klemens Jónsson sjá um.
Á eftir verður síðan dansað á
torginu til kl. 2 eftir miðnætti
við undirleik hinnar þekktu
hljómsveitar Gauta frá Siglu-
firði.
TIL SÖLU
Við vistheimilið Sólborg er til sölu mótatimbur
og fleira byggingaefni. Einnig vinnuskúrar.
Uppl. gefur, á staðnum, Guðmundur Valdimars-
son, byggingameistari.
HERRASKÓR
— brúnir og svartir.
KVENGÖTUSKÓR
BARNASTRIGASKÓR
— ljósir litir.
SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL
Hafnarstræti 103, Akureyri. — Sími 1-23-99.
• Islenzkir
FÁNAR
- margar stærðir.
VEFNADARVÖRUDEILD
Bragakaffi bragðaði á,
brauðið Iíka þáði.
En er það víst að auðnargná
ekki íil þess sáði?
Kaffikerling.
FJARSTÝRÐIR AÐ
SUNNAN?
Blaðið hefur lilcrað að skipun
hafi komið að sunnan að Fram-
sóknarmenn skyldu samfylkja
með Sjálfstæðinu í bæjarstjórn
Akureyrar, mætti líta á að ef
þessi fjarstýring er sönn að það
sé forsmekkurinn að því er
koma skal, ef „nýkratar“ svo aðl
notuð sé orðgift Morgunblaðs-
ins stuðluðu að því að slitnaði
upp úr alltof löngu samstarfi
jafnaðarmanna og Sjálfstæðis-
flokksins í ríkisstjóm. Fram-
sókn virðist hins vegar ætla sér
ráðherrastólana, ef Bjami Ben.
segir ekki bö við maddömuna.
Frá Samvinnuskólanum
BEFRÖST
Skólinn er fullskipaður næsta vetur, 1970—1971.
Nemendum var á síðasta sumri gefinn tkostur á
að tryggja sér skólavist ár fyrirfram. Hvort svo
verður nú í sumar, er enn ekki ráðið. Að sjálf-
sögðu er tekið á móti umsóknum um skólann
fyrir veturinn 1971—1972. Þær umsóknir ber að
senda skólastjóra að Bifröst, eða skrifstofu Sam-
vinnuskólans Bifröst, Sambandshúsinu við Sölv-
hólsgötu.
SKÓLASTJÓRI.
LISTAHÁTÍÐ
í Reykjavík
20. JÚNÍ - 1. JÚLÍ
HÁSKÓLABÍÓ
20. júní kl. 14.00: Seíning hátíðar, hátíðarforleikur, af-
liending verðlauna, ræða, ballettsýn-
ing, Ijóðaflutningur, karlakór. Sinfón-
íuhljómsveit ísiands, borgarstjóri,
menntamálarAðherra, Aase Nordmo
Lövberg, Halldór Laxness, Sveinbjörg
Alexanders, Truman Finney, Karla-
kórinn Fóstbræður Kr. 200-150
28. júní kl. 20.30: Hljómleikar
Itzhak Perlman, fiðla
Vladimir Ashkenazy, píanó Kr. 300-250
30. júní kl. 20.30: Hljómleikar Daniel Barenboim, píanó
Jacqueline du Pre, sclló. Uppselt
1. júlí kl. 20.30: Hljómleikar Victoria de los Angeles, einsöngur,
undirleikari Vladimir Ashkenazy. Uppselt-
NORRÆNA HÚSEÐ
21. júní kl. 14.00: Kammertónleikar
íslenzkir tónlistarmenn. Kr. 150
21. júní kl. 20.00: Norramir söngtónleikar:
Óperusöngkonan Aase Nordmo Löv-
berg, undirleikari Robcrt Levin. Kr. 250 j®
22. júní kl. 20.00: Ljóðaflutningur og tónlist eftir Cho- ■S
pin, Rut Tellefsen, Kjell Ba’kkelund. Kr. 250 7
23. júní kl. 22.15: Kammertónleikar: ísl. tónlistarmenn. Kr. 250
23. júní kl. 17.15: Clara I’ontoppidan með hið fræga atriði sitt „Cabaret". Johs. Kjær við
hljóðfærið. Uppselt
23. júní kl. 21.00: „Andstæður" (klassik og jass), Kjell
Bækkelund og Bengt Hallbcrg. Kr. 250
24. júní kl. 21.00: Ljóðaflutningur og tónlist:
Wildenvey — Grieg, Rut Tellefsen og
Kjell Bækkelund. Kr. 250
25. júní kl. 12.15: Kammertónleikar, ísl. tónlistarmenn. Kr. 150
25. júní kl. 20.30: Vísnasöngur (einnig mótmælasöngvar),
Kristiina Halkola og F.ero Ojanene. Kr. 200
Kristiina Halkola og Eero Ojanene
26. júní kl. 20.30 (ný dagskrá). - -
28. júní kl. 11.00: íslenzk þjóðlög, Guðrún Tómasdóttir Kr. 100
LAU GARD ALSHÖLL
27. júní kl. 20.30: Hljómleikar
Sinfóníuhljómsveit íslands, Stjórnandi: André Previn.
Einleikari: Vladimir Ashkenazy Kr. 200
29. júni kl. 20.30: Hljómleikar Sinfóníuhljómsvcit íslands.
Einleikari: Itzak Perlman Kr. 200
IÐNÓ
20. júní kl. 20.00: Leiksýning:
Kristnihald undir Jökli eftir Halldór
Laxness. Úppselt
21. júní kl. 20.30: Endurtekið. Uppselt
26. júní kl. 20.30: Tónlist og ljóðaflutningur: Þoipið eftir Jón úr Vör. Tónlist eftir
Þorkcl Siguibjörnsson. Kr. 200
27. júní kl. 17.00: Endurtekið. — —
ÞJÓÐLEIKHÚSEÐ
20. júní kl. 20.00: Mörður Valgarðsson eftir Jóhann Sig-
urjónsson. Kr. 240-140
21. júní kl. 15.00: Þjóðlög og þjóðdansar: Þjóðdansafélag Reykjavíkur, ásamt
kór og einsöngvurum. Kr. 200-100
21. júní kl. 20.00: Endurtekið. — —
22. júní kl. 20.00: Piltur og stúlka eftir Emil Thor-
oddsen. Kr. 240-140
23. júní kl. 20.00: Listdanssýning. Cullberg-ballettinn: Evrydikc er látin, Love, Rómeó og
Júlía. Kr. 300-200
Fáir miðar eftir
24. júní kl. 20.00: Cullberg-ballettinn: Madea, Adam
og Eva, Rómeó og Júlía. Kr. 300-200
25. júní kl. 20.00: Brúðuleiksýning.
Marionetteatern, Stokkhólmi: Bubbi
kóngur. Kr .250-150
26. júní kl. 16.00: Endurtekið. — —
27. júní kl. 20.00: Mörður Valgarðsson
eftir Jóhann Sigiujónsson. Kr. 240-140
Aðgöngumiðasalan að Traðarkotssundi G (móts við Þjóðleikhúsið)
verður opin næstu daga kl. 11—19. Símar 26975 og 2G97G.
Ath. Miðar að öllum sýningum Norræna hússins verða seldir þar
kl. 11—16 daglega. — Sími 17030.