Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.03.1972, Qupperneq 1

Alþýðumaðurinn - 18.03.1972, Qupperneq 1
Fjársöfnunardagur Á UNDANFÖRNUM árum hafa kiwanisbræður á Akur- eyri safnað fé til stofnunar endurhæfingarstöðvar á Ak- ureyri. Haustið 1970 tók stöð- in til starfa, en þó skortir mik ^oc .....~''s BLAK LAUGARDAGINN 18. marz fer fram í íþróttaskemmunni á Akureyri fslandsmótið í blaki — Norðurlandsriðill. — Þessi skemmtilega íþrótt hef- ur ekki náð verulegri út- breiðslu hér á landi en þó eru nokkur félög, sem hafa blak á stefnuskrá sinni. Áhorfendur eru hvattir til að koma og kynnast þessari íþrótt og sjá um leið spenn- andi keppni. Leikirnir hefjast kl. 15.00. Þátttakendur í Norðurlands- riðlinum að þessu sinni eru lið frá UMSE, HSÞ og íþrótta félagi Menntaskólans á Akur- eyri. ið á að þar sé að finna öll þau tæki, sem slíkri stöð þurfa að fyigja. Nú hafa klúbbfélagar ákveð ið að reyna að afla fjár til kaupa á sérstökum bekk til lækningar á baksjúkdómum, en slíkt tæki- er ekki til utan Stór-Reykjavíkursvæðisins. Þann 19. marz n.k. efnir klúbburinn til veglegs ferða- bingós í Sjálfstæðishúsinu. Vinningar verða eingöngu ferðalög, s. s. ferð til Mallorka eða Kanaríeyja eftir eigin vali ásamt uppihaldi, með ferða- skrifstofunni Úrval, New York- eða Evrópuferð með Loftleiðum, 10 ferðir Akur- eyri—Rey kj avík—Akureyri með Flugfélagi íslands og Ak- ureyri—Grímsey—Akureyri með Norðurflugi. Vænta kiwanisbræður þess að Akureyringar og nærsveita menn fjölmenni í Sjálfstæðis- húsið sunnudaginn 19. marz n.k. og taki þátt í glæsilegasta bingói, sem haldið hefur verið á Akureyri til þessa. (Fréttatilkynning.) Úr „Músagildrunni' Rolston-hjónin, Arnar Einarsson og Guðlaug Hermannsdóttir. 1. A. frumsýnir »Nósojjildruno« SL. SUNNUDAG frumsýndi Leikfélag Akureyrar „Músa- gildruna eftir Agatha Christie, en leikrit þetta hefur nú verið sýnt víða um heim við mikla aðsókn í tæp tuttugu ár. Leik- ritið er eins og vænta má saka málaleikrit og þokkalegt sem slíkt. Leikstjóri er Stefán Bald ursson, ungur Eyfirðingur, og leysir hann hlutverk sitt ágæt lega vel af hendi, tekst að skapa heilsteypta og samfellda mynd og berja nokkuð í þá bresti, sem óneitanlega hljóta að verða í leik áhugafólks, sem önnum kafið er við önnur störf. Leikmynd gerði Ivan Török, ungverskur maður, sem starfað hefur hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur undanfarin tvö ár. Er þetta fyrsta verk- efni hans fyrir Leikfélag Ak- ureyrar, og er prýðilega af hendi leyst. Ekki skal nein út- tekt gerð á leik eða efni hér, en sjálfsagt eiga margir eftir að eiga skemmtilega afþrey- ingarstund í Samkomuhúsinu á næstunni. Hins vegar þykir mér rétt að vekja athygli á gagnmerkri grein um atvinnu leikhús eftir Jón Kristinsson, en grein þessi er birt fremst í leikskrá. Jón varpar þar fram þeirri hugmynd, að á Akur- eyri rísi leiklistarmiðstöð fyr- ir Norðurland, þar sem leikar- ar fengju hér starfsaðstöðu, „er jafnframt því að fullnægja leiklistarþörf Akureyringa og nágrannabyggða, gætu farið leikfarir til þeirra staða hér norðan lands, er þess óskuðu, því mjög víða, þar sem aðstaða er til leiksýninga, er lítil eða engin leikstarfsemi fyrir hendi. Leiklistarmiðstöð á Ak- ureyri er réttlætismál, er myndi skapa nokkurt jafn- vægi við þá aðstöðu, er at- vinnuleikhús höfuðborgarinn- ar nú hafa.“ Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram hér í þessu blaði, hvort ekki væru öll skilyrði til staðar hér á Akureyri fyrir eins konar félagsmálamið- stöð, sem gæti þá um leið ver- ið leikhús og menningarmið- stöð, í stað þess að dreifa fé- lögum og menningarfyrirtækj um bæjarins út um allt. Gamla samkomuhúsið er engan veg- inn boðlegt lengur enda er viðhald hússins í lágmarki eins og réttilega kemur fram í leikskrá við „Músagildruna“. Þessari hugmynd er hér enn ‘einu sinni komið á framfæri og væri fróðlegt að heyra skoð anir annarra og þá einkum leikfélagsmanna á henni. Næstu sýningar á leikritinu eru á laugardag og sunnudag. IHAÐUR 0« MlvW I IA TÍZKUTILDUR OG INNANTÓMT HJÓM . . . í NEYZLUÞJÓÐFÉLAGI nútímans er sífellt straumrót og menningarlífið byltist í stöðugum iðuköstum sundurleitra strauma. Þar sem lögmál framboðs og eftirspurnar ráða þar mestu, skjóta ýmis konar töfraorð og særingaþulur upp kolli með vissu millibili. Auglýsingaskrum og hávaði ráða miklu um mótun almenningsálitsins. Eitt þeirra töfraorða, sem hvað oftast ber hlustir manna, er lýsingarorðið „nýtt“. VUji menn koma vörum sínum fram, hvort heldur þær eru munni, maga, haus eða heila neytanlegar, grípa þeir til þess ráðs að bera fyrir sér gunnfána nýjunganna. „Nýtt, nýtt, nýtt . . .“ Þannig bylur sífelldlega auglýsingaskrumið í eyrum fólks. Ný sápa, nýtt þvottaduft, nýtt líf, ný ást og nýtt frelsi. Nútíma manneskjan cr líkt og sauðslegur forfaðir henn- ar, frummaðurinn, haldin takmarkalausri nýj- ungagirni. Til þessarar áráttu hennar hafa lýð- skrumarar allra alda höfðað. Þetta er því ekkert NÝTT nútímafólkinu. f neyzluþjóðfélaginu hljómar þetta heróp ekki aðeins á sviði sápu og sauðakjöts, heldur hvarvetna í margþættu sam- félagi nútímans. í skólunum hefur hver páfugl- inn öðrum litskrúðugri sprottið upp og látið til sín heyra um „nýjasta nýtt“ í námi og námsefni, skipulagi og hönnun, en þau tvö síðasttöldu orð- in eru hluti hinna miklu særingaþulu nútíma- fólks. Hörð gagnrýni hefur fram komið á „gaml- ar staglaðferðir og andlega misþyrmingu við- kvæmra huga æskufólks“. Skynjun í stað skyn- semi er stefið í hinni miklu töfraþulu páfugl- anna. Skilningur, greind, greinileiki — öll þau orð, sem fela í sér vitsmunalega afstöðu til lífs- ins, afstöðu, sem byggir á sundurgreiningu og alhæfingu (generalisering), söfnun og yfirvegun staðreynda, öll þau orð, sem stuðla að því, að menn láti skynsemitýruna lýsa sér leið tU þroska og fegurra mannlífs, hafa á sér hálfgerðan aftur- haldssvip í augum páfugla. Nú eru kennsluað- ferðir, sem miða að rökrænni söfnun og úrvinnslu staðreynda, taldar bæla fólk og hefta „frjálshygð þess og Iífsleit, sem vera skal að leiðum skynjun- ar“. Þannig er markvisst unnið að því að höfða til frumhvata mannsins, neyða hann til að skapa sér persónulega og algerlega einstaklingsbundna heimsmynd og afstöðu til samfélagsins. Sé út í öfgar farið með þessa skynjimarstefnu, eins og verða vill hjá mörgum, hlýtur bein aflciðing þess að verða frumskógarhátterni, þar sem engum tveimur mönnum er sameiginlegur ákveðinn þátt ur mannlífsins, taumlaus einstaklingshyggja leys ir upp fastmótað en sveigjanlegt samfélags- form. B. H. LEIÐARI: RÁÐSTJÓRNARSTEFNAN FÓLK OG FYRIRBÆRI, SJÁ BAKSÍÐU

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.