Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.03.1972, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 18.03.1972, Blaðsíða 2
 AÐ UNDANFÖRNU hafa Akureyringar sætt nokkurri gagnrýni fyrir kröfur sínar um flutning ríkisstofnana til bæjarins. Hafa þessar gagnrýnisraddir einkum heyrzt meðal kommúnista, sem nú cins og endranær telja sterkt ríkisvald frumforsendu þess, að hægt sé að koma á rétt- látara þjóðfélagi. Enda þótt það sé alkunna, að ritstjóri Alþýðubandalagsblaðsins sé með öllu ábyrgðarlaus kreddubókarmaður og því í rauninni ekki svaraverður, þykir rétt að gera nokkra grein fyrir stefnu Norðlendinga í byggðamálum, þar sem fram hafa komið ýmsar spurn- ingar hjá ábyrgu og hugsandi fólki annars staðar á land- inu. Fjórðungssamband Norðlcndinga hefur í seinni tíð tekið forystuna um mótun skynsamlegrar byggðastefnu, sem reist er á traustum þekkingargrunni. Ástæðulaust er að fara í launkofa með, að núvcrandi framkvæmdastjóri á þar stóran hlut að máli, enda hefur hann velt meira fyr- ir sér vandamálum landsbyggðarinnar heldur en sumir hinna „gaddföstu“ „cinnar bókar manna“. Fjórðungssam- bandið hefur beitt sér fyrir samvinnu við aðra landsliluta um hcildarstcfnu í byggðamálum ásamt bæjarstjórn Ak- ureyrar. Þannig hafa til að mynda bæjarstjórn og Fjórð- ungssambandið stutt tillögu um staðsetningu -fiskiðnskóla á ísafirði, um sctningu búnaðarháskóla að Hvanneyri og fram hafa kómið tillögur um staðsetningu Skógræktar ríkisins að Hallormsstað. Fjöldamargt fleira kemur til greina, enda er síður en svo, að til sé fullmótuð heildar- stefna um flutning ríkisstofnana út á land, en það sem öllu máli skiptir er, að Norðlendingar hafa beitt sér fyrir samstöðu allra landshluta um málið. Flausturslegar full- yrðingar um „Akureyrarmafíu“ eru því úr lausu lofti gripnar. Hagsmunasamtök Norðlendinga hafa tckið að sér for- göngu um starfshóp í Tækniháskólamálinu og hafa þar nána samvinnu við Fjörðungssambandið og bæjaryfirvöld. í þessum starfshópi eru fjölmargir aðilar úr hinum ýmsu samtökum iðnaðarmanna og er það fagnaðarcfni, hversu vel iðnaðarmannafélögin hafa tekið málinu. Verkfræð- ingar, tækn'ifræðingar og skólamenn hafa og starfað og starfa í hópnum, sem ætlar að gerast eins konar fram- kvæmdaraðili í málinu. Hagsmunasamtökin eru ekki bund in við Akureyri, hcldur ná þau um allt Norðurland. Þau vinna markvisst að því að kynna og koma fram framfara- málum úr öllum þingum f jórðungsins, og er þess skammt að bíða, að fram komi tillögur úr öðrum sýslum um nauð- synleg framfaramál liéraðanna, og hljóta þá samtökin sem heild að beita sér fyrir þeim. I nágrannalöndum okkar hafa hvarvetna risið upp sam- tök svipuð Hagsmunasamtökunum, þar sem fram hefur komið, að fulltrúalýðræðið svonefnda hefur m. a. þá ann- marka, sem enn hafa aukizt með tilkomu stórra kjör- dæma, að kjörnir fulltrúar fólksins standa ekki í eins nánu sambandi við fólkið og áður var, þegar oft virist nóg að livísla í eyru þingmanna, til þess að koma fram hagsmunamálum kjördæmanna. Fólkið hefur fundið hjá sér hvöt til sameiningar um mál sín, þingmönnum til að- lialds og styrktar, en þeim er oft mikil þörf styrktar úr kjördæmum sínum. Þetta er krafa tímans og gildir einu þótt gcðill kalda stríðs nátttröll hafi allt á hornum sér. Tími miðstjórna og ráðstjórna er hvarvetna á föruin. B. H. Framhald af bls. 4. útboð happdrættislánsins, fyr- ir hönd ríkissjóðs. Hönnun happdrættisskulda- bréfanna og upplýsingagagna hefur Auglýsingastofan h.f., Gísli B. Björnsson, annazt. Vegur yfir Skeiðarársand er langþráður áfangi í þjóð- vegakerfi landsins. Með útboði þessa happdrættisláns ríkis- sjóðs er stefnt að því, að ljúka þeirri mannvirkjagerð á ár- inu 1974. Landsmenn allir fá hér tækifæri til að sameinast um framkvæmd, sem skiptir sköpum í samgöngumálum landsins. Ef allir leggjast á eitt og sýna vilja sinn í verki, með láni til framkvæmdanna, mun samtakamáttur þjóðar- innar hafa beislað ólmustu jökulfljót landsins og tengt þannig saman byggðir lands- ins í eina heild, á ellefuhundr- uð ára afmæli byggðar á ís- landi. (Fréttatilkynning.) Frá Húsmæðraskóla Akureyrar SAUMANÁMSKEIÐ hefst mánudaginn 20. marz. Upplýsingar í síma 2-16-18 kl. 11—13. SKÓLASTJÓRI. Frá Sjúkrasamlagi Akureyrar LÆKNINGASTOFAN við Ráðhústorg verður framvegis opin mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 16.00 til 17.30, símaviðtalstími kl. 16.00 til 16.30, sími 1-11-92. Þangað skulu sækja allir þeir sjúklingar, sem ekki hafa fastan heimilislækni. Einnig er ætlast til, að sjúklingar snúi sér fyrst og fremst þangað, ef heimilislæknar þeirra eru forfallaðir. SJÚKRASAMLAG AKUREYRAR. Á þessum árstíma er ársuppgjöri lokið og því hægt að sjá, með hægu móti, verðmæti vörubirgða, véla, áhalda og annarra fækja. Öllum forsvarsmönnum verzlunar- og iðnfyrirtækja er því nauðsynlegt að taka til endurskoðunar tryggingarupphæðir og tryggingamál fyrirtækja sinna. Starfsfólk Aðalskrifstofunnar, Ármúla 3, og umboðsmenn leiðbeina um hagkvæmt fyrirkomulag á hvers konar tryggingum. ÁRMÚLA 3 SÍMI 38500 SAMVINNUTRYGGINGAR Nú er rétti tíminn til að endurskoða tryggingarupphæðir á hvers konar brunatryggingum. 2 — ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.