Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 18.03.1972, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 18.03.1972, Blaðsíða 4
HRINGVEGUR UM LANDIÐ MIÐVIKUDAGINN 15. marz hófst sala á happdrættisskulda bréfum ríkissjóðs, A-flokki, sem gefin cru út skv. lögum nr. 99 frá 28. desember 1971. Sölustaðir eru bankar, banka- útibú og sparisjóðir um land allt. Fjármunir þeir, er inn koma fyrir sölu happdrættisskulda- bréfanna, skulu renna til greiðslu kostnaðar af vega- og brúagerð á Skeiðarársandi, er opni hringveg um landið. í þessum flokki eru gefin út happdrættisskuldabréf samtals að fjárhæð 100 milljónir kr. Árleg fjárhæð happdrættis- vinninga nemur 7% af heild- arfjárhæð skuldabi’éfa flokks- ins og er dregið um þá einu sinni á ári, nú fyrst 15. júní 1972%. Vinningar í hvert sinn eru: 2 á kr. 1.000.000.00, 1 á kr. 500.000.00, 22 á kr. 100 þúsund og 230 á kr. 10 þús. Hvert happdrættisskuldabréf er að fjárhæð eitt þúsund krónur. Hver happdrættismiði í þessu happdrættisláni er verð tryggt skuldabréf, sem verður endurgreitt handhafa að láns- tímanum liðnum, sem er 10 ár frá útgáfudegi. Á nafnverð hvers skuldabréfs verða greiddar verðbætur í hlutfalli við þá hækkun, sem kann að verða á framfærsluvísitölu á lánstímanum. Happdrættis- skuldabréfin eru undanþegin framtalsskyldu og eignarskött um, en vinningar svo og verð- bætur undanþegnar tekju- skatti og tekjuútsvari. , Seðlabanki íslands sér um Framhald á bls. 2. FYRIR SKÖMMU skrifaði „Dafnis“ hér greinarstúf í blaðið og virðist hann hafa far ið óvenju illa í taugar ákveð- inna aðila hér í bæ. Hvernig sem á því stendur. Nú var það svo um „gaddsetugreinina“, að hún fjallar um hálfgert huldufólk, fólk, sem staðfast- lega neitar því, að það sé til og segist fyrir löngu vera dautt, sem sé íslenzka kommúnista. Einhverra hluta vegna hefur hins vegar Alþýðubandalags- blaðið fundið hjá sér einhverja hvöt, til þess að taka upp hanzkann fyrir þetta undar- lega draugasamfélag. Það út af fyrir sig er bráðskemmtilegt og einkar athyglisvert, en þó er hitt ennþá spélegra og mark vissara til lýsingar þess sálar- ástands, sem aðstandendur áð- urnefnds blaðs búa við, að þeir skuli taka líkt á málum og kenjóttir krakkar, þegar þeir eru ávítaðir, en það er þá gjarnan siður slíkra krakka að setja upp fýlusvip og nudda í ergelsistón um það, að sá sem skammar geti sjálfur verið asni. „Þú ert asni sjálfur“, eru allar varnirnar, sem hinum hugmyndarílca „byggðastefnu manni“ Alþýðubandalags- blaðsins hugkvæmast. En nú spyrja menn. „Hvers vegna skyldi „Byggðamaðurinn ógur legi“ verja gaddsetudraugana, íslenzka kommúnista?“ Höfum opnað bílasölu í Glerórgötu 20, Ak. Hún nefnist Bílaver Önnumst hvers konar bílaviðskipti í björtum og rúmgóðum sýningarsal. TIL SÝNIS ERU ÞESSIR BÍLAR: VW. 1302 1971. Dodge corenet de luxe 1966. Opel record 1900 SL coupé 1969. Taunus 20 MTS 1968, sérlega glæsilegur. Opel record 1900 L coupé 1968, nýinnfluttur ])íll í sérflokki. Opel comandor 1967. Opel record 1968. Óskum eftir vörubíl árg. 1965 eða eldri, einnig Saab árg. 1967—1969. Kjörorðið er: Góð þjónusta. BÍLASÁLAN BÍLAVER Glerórgötu 20 — Akureyri — Sími 1 -29-13 Fólk og: fpirbæri OFBELDI AÐ UNDANFÖRNU hafa átt sér stað athyglis- verðar umræður í amerískum blöðum um nýút- komna skýrslu sálfræðinga og félagsfræðinga um áhrif sjónvarps og annarra fjölmiðla á börn og unglinga. í skýrslunni er því haldið fram, „að of- bcldi í sjónvarpi hafi ekki áhrif á allan þorra ungmenna, en geti haft áhrif á og ýtt undir of- beldistilhneigingu ákveðinna hópa, sem ýmis ut- anaðkomandi áhrif hafi áður hvatt til ofbeldis- verka.“ Skýrsla þessi hefur verið ákaflega um- deild og hafa ýmsir, lærðir jafnt sem leikir, tal- ið hana fjarri öllum sanni og hafi hinir öflugu hringar sjónvarpsstöðva haft hönd í bagga með samningu hennar. Ýmsir þeirra, sem að samn- ingu skýrslunnar stóðu, telja að drgið hafi verið úr niðurstöðum þeirra af ásettu ráði, til þess að styggja ekki sjónvarpsstöðvarnar. Einn mesti vandi, sem bandarískt þjóðfélag á nú við að glíma, er sívaxandi glæpafaraldur og ofbeldis- hneigð með þjóðinni. Tölur, sem nefndar hafa verið um aukningu ýmis konar glæpa eru geig- vænlegar. Þar sem glæpamyndir og ofbeldisverk skipa háan sess í dagskrám sjónvarpsstöðvanna, er eðlilegt, að menn velti fyrir sér þeim áhrifum, sem slíkar sýningar kunni að hafa. Uppi hafa vcr ið ýmsar kenningar um áhrif af ofbeldisverka- sýningum. Rómverjar skipuðu slíkum sýninguin fastan sess í þjóðlífi sínu og héldu lýðnum frá pólitískri ábyrgð og þroska með brauði og leik- um. Allt frá þeim tíma hefur það verið víðtekin regla í stjórnarathöfnum að veita fólkinu brauð' og leika. í Austur-Evrópulöndum hefur mark- visst verið unnið að því að bæla niður frelsis- hreyfingar með „panem-et-circenses“-aðferð- inni. Bandarískt þjóðfélag lýtur að miklu leyti gróðalögmálum framboðs og eftirspurnar, þar sem sífelld sækni í eitthvað enn taumlausara og æsingakenndara en það, sem var, setur mjög mark sitt á þjóðlífið. Hins vegar er leitun á þjóð- félagi, sem býður upp á eins ríkulega tilhneig- ingu til sjálfsgagnrýni eins og hið ameríska, enda er fólk þar afar viðkvæmt fyrir hvers kyns höft- um á tjáningarfrelsi. Þetta er bæði styrkur hins bandaríska þjóðfélags og veikleiki, því samfara taumlausu frelsi til gagnrýni, hlýtur að felast mikil hætta, þar sem fjársterkir aðilar ráða að mestu fjölmiðlum og þar með möguleikanum til gagnrýni. Sem betur fer er þetta að breytast og fram hefur komið rík tilhneiging blaðamanna og annarra starfsmanna fjölmiðla, til þess að ráða fcrðinni í meðferð frétta og annars efnis. ísl. fjölmiðlar hafa ekki farið varhluta af æsifregn- um og dekri við ofbeldiseðli. Þannig er mikill hluti fréttaefnis ævinlega af slysum, glæpum, óhöppum, óeðli og mannlegri vesöld, en sjaldnast getið um það, sem betur fer. Slíkur fréttaflutn- ingur miðar að því einu að koma róti á hugi fólks og ala með því neikvæði til Iífsins. í Austur- Evrópu er lítið um slíkar fréttir og meira lagt upp úr því, sem þar telst eðlilegt líf. Reyndar orkar það heldur tvímælis, að cðlilegt líf felist í játningum samyrkjubænda á snilld og dýrð vald hafanna og fimbulþulum um hagvöxt og gagn- semi dráttarvéla, en það er önnur saga. Það, sem máli skiptir er, að ofbeldistilhneigingu fólks cr þar haldið í skefjum, m. a. með ákveðinni af- stöðu fjölmiðla. Nú er það síður en svo, að ég ætli að hvetja til slíkrar ritskoðunar, sem tíðkast í austurvegi, en vel mættu menn velta því fyrir sér, hvort ekki sé meira ógagn unnið heldur en gagn með sífelldum upptuggum óhappa, slysa- verka og glæpa. Þar er verið að gera sér mat úr mannlegri óhamingju undir yfirskini þess, að ekkert sé manninum óviðkomandi, en gæta skyldu menn þess, að fleira er matur í mannlegri breytni en það, sem miður fer.,Athyglisvert bréf birtist nýlega í tímaritinu „Newsweek“ um þetta efni, og var það frá ritstjóra einum í Brasilíu, þar sem hann bendir á þá miklu ábyrgð, sem banda- rískt þjóðfélag ber, þar sem hver smáalda, sem upp rís í bandarísku þjóðfélagi, skellur með aukn um þunga um öll Vesturlönd. Hann minnir á, að í landi hans séu menntun og upplýsing almenn- ings mun verr farið heldur en í Bandaríkjunum, og þess vegna þeim mun meiri hætta, sem stafar af æsi- og ofbeldisverkadekri fjölmiðla. Sjálfsagt breytist þetta ástand ekki með einni né neinni „fororðningu“ að ofan. Fram verður að koma ákveðinn vilji almennings og þá einkum og sér í lagi þeirra, sem við f jölmiðla starfa, þar sem þeim ber mest ábyrgðin, enda valdamestir og áhrifa- mestir um skoðanamyndun almennings. B. H.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.