Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.04.1975, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 15.04.1975, Blaðsíða 2
Ctgefandi: Alþýounolðisfélag Akureyrar. — Ritstjóri og ábm. mzm. FýrsTuí irifeð íþróttafréttir helgarinnar Afgreiðsla ojfailfelýSÍngSft StfSndgöTu 9,símiT.-13-99. Prentsmiðja Björns Jónssonar prentaði. 3 'hív anfiIoJ&Tral IxJ ib ovj i '____________ t>h9m nrai! ova ,iíðm uarný ’ibv - æd ,jjIöailiB>I ,uiöaB>íód ,uíöa íi >Ia aaéi4 .iuíl9VBÍuírI vr i ediBiY9'iu| i ;cj lEv ,m. JJIb ,'tBb" um Kröffluvirkjun Það er að verða æði stormasamt út af fyrirhugaðri Kröflu- virkjun, sem verða mun fyrsta gufuaflsvirkjun hér á landi. Kröfluvirkjunin er að verða eitt mesta hitamál, sem kom- ið hefur upp hér á Norðurlandi, síðan Laxárdeilan stóð sem hæst, og hafa menn óspart lýst því yfir, að þarna muni vera að rísa upp ný „Laxárdeila.“ Allir vita hverju gífurlegu fjárhagslegu tjóni og óþæg- indum er verið að baka Norðlendingum með því að þrá- ast við að byggja stíflu í Laxá, sem yrði til þess að full- nægt yrði orkuþörf Norðlendinga næstu árin, og þar af leiddi, að hægt færi að flýta sér hægt við gerð Kröflu- virkjunar, sem virðist ekki vanþörf á, þar sem ekki er einu sinni iokið fullnaðarrannsóknum eða öðrum nauð- synlegum undirbúningi, en þó er áætlað að Kröfluvirkjun verði komin í gagnið seint á árinu 1976 (60 megavött) og efast þó margir um það. Einnig er ekki vitað til ennþá, og hefur raunar hvergi komið fram opinberlega hvernig eigi að nýta alia þessa raforku. En ætla mætti að hér lægi eitthvað annað að baki en fyrirhyggjan ein. Forsvarsmenn Kröflustjórnar eru einmitt þeir, sem hvað harðasta andstöðu hafa sýnt gagnvart byggingu stíflunnar í Laxá, og uppi eru um það háværar raddir, að formaður stjórnarinnar hafi lagt hart að Hermóði í Árncsi, að sam- þykkja aidrei stíflugerðina og jafnvel lofað því, að þing- eyskir verktakar skyldu ekki verða afskiptir með að fá sinn hlut af fratnkvæmdagerð við Kröfluvirkjun. Stífíugerð í Laxá mundi spara mörg hundruð milljónir króna á ári, ef miðað er við allan þann olíuausíur, sem nú á sér stað með keyrsíu hinna ýmsu dieseísíöðva, og óhætt væri að brjóta stífluna niður, þess vegna, efíir nokkur ár, ef sýnt yrði, að hún ynni veruleg spjöll á náttúru og líf- ríki, því þá yrði hún búin að borga sig margfaldlega. En leitt er til þess að vita, að formaður stjórnar Kröflu- virkjunar skuli láta svo gjörsamiega ciginhagsmuna- og fjölskyldupólitík ráða gjörðum sínum, sem raun ber vitni í Kröflumálinu, og viljum við minna á ummæli þau, er hann viðhafði í svari til ritstjóra Alþýðumannsins í vetur, er ritstjórinn lýsti furðu sinni yfir afstöðu formanns Kröflustjórnar við framkominni tillögu bæjarstjórnar Ak- ureyrar um aukna grunnorku í Laxá, en þar segir formað- urkin orðrétt: „Ég tel ekki að störf mín á liðnum árum í bæjarstjórn, og á öðrum vettvangi hér í bænum, gefi til- efni til þess að væna mig um eitt eða annað, sem orðið geti til þess AÐ SPILLA FYRIR HAGSMUNAMÁLUM BÆJARFÉLAGSINS EÐA NORÐLENDINGA YFIR- LEITT ,HVORKI \ ORKUMÁLUM EÐA ÖÐRU.“ (Let- urbr. AM). Þá höfum við það. En samt vcrður ekki hjá því komist, að minna á það, að hvergi hefur fengist upplýst um önnur tilboö í vélar í Kröfluvirkjun en frá Mitsubishi, og hcldur ekki hvað þau tilboð voru há. Einnig má minna á það, að samið hefur verið við sunnlenskt verktakafyrirtæki um framkvæmdir við ICröfiu, en gengið fram hjá stærsta verktakafyrirtæki á Norðurlandi, sem á annað hundrað akureyringar eru cigendur að. Þetta er algjört brot á þeirri yfirlýstu stefnu landshlutasamtakanna, að koma í veg fyrir fjármagns- flótta úr viðkomandi byggðarlögum til Stór-Reykjavíkur- svæðisins. Svífast menn orðið einskis, ef hugsanlegt er að verða sér úti um kross eða orðu til að hengja í brjóstið? H. H. IþrOttir Fleiri fá tæliifæri Hér kemur viðtal við Þormóð Einarsson, formann Knatt- spyrnudeildar K.A. Meistaraflokkur. KA-liðið lenti i riðli með K. S„ U.M.S.S., Leikni og Efl- ingu. Fyrsti leikurinn verður á Laugavelii við Eflingu 31. maí. Þormóður var hinn bjartsýn asti á gang liðsins. Taldi K.S. einna erfiðasta mótherjann, en KA kæmist í úrslit. Kvað hann bjartsýni sína byggða á því hve vel væri mætt á æfing ar eða um og yfir 30. „Efniviðurinn sem við höf- um er mjög góður og félags- andi sömuleiðis. Við erurn sér- staklega ánægðir með að hafa fengið Einar Helgason til að þjálfa meistaraflokk. Hann er án efa besti þjálfarinn í III. deildinni. Vonum við að sú mikla reynsla og þekking sem hann býr yfir .geri sitt til að vera okkar í deildinni verði stutt. Hann hefur þrjár æfing ar í viku á Sanavellinum. Það er svo ætlunin að æft verði einnig á grasvelii þegar að- stæður ieyfa.“ Aðspurður um aðstöðu fyr- ir knattspyrnuæfingar á hinu fyrirhugaða KA-svæði í Lunds hverfi, sagði Þormóður að æti unin væri að hefja fram- kvæmdir þar í vor og ljúka þeim á einu ári. Hann kvað litlar breytingar á liðinu. Gunnar Blöndai er genginn i K.S. Hins vegar mun Sigbjörn Gunnarsson verða hér í sumar og keppa með K.A. Þá koma nokkrir ny ir inn í liðið. Um æfingaleiki sagði Þor- móður enn ekkert ákveðið, enda takmarkað gagn af þeim fyrr en þá aðstæður væru orðnar betri. Hefðu Húsvík- ingar sýnt áhuga á að fá æf- ingaleik. Skiflingin. „Það skapaði afskaplega slæmt ástand hve ákvörðun- in um skiftinguna var tekin seint,“ sagði Þormóður og hann hélt áfram: „Eitt dæmi um það er að búið var að til- kynna ÍBA-liðið í íslandsmót- ið og annað að okkur tókst ekki að koma 2. flokk okkar í íslandsmótið. Málin lágu ein- faldlega ekki fyrir fyrr en of seint. Þetta kom eins og þruma úr heiðskírum himni. Persónulega er ég fylgjandi skiftingunni og var reyndar þeirrar skoðunar að hún hefði átt að koma er ÍBA-liðið féll 1971. Liðið hefur ekki náð neinum árangri undanfarin ár. Það hefur verið einskonar Jó- Jó milli deilda. í dag ná liðin að byggjast upp sjálfstæð. Svo er það ann- að, að nú fá helmingi fleiri að spreyta sig og það glæðir áhug ann. Það er skoðun mín aðfyrst þessi skifting er á annað borð komin á þá eigi hún að vera afgerandi. Liðið sem heild nær þá fyrr og betur saman heldur en ef því yrði splundrað í leiki fyrir ÍBA. Þá færi betur á að fara að ráðum Hafnfirð- inga og senda liðin til skiftis undir merki ÍBA t. d. í bæja- keppnir. Vissulega koma upp vandamál vegna skiftingarinn ar og þá aðallega fjárhagslegs eðlis, að vísu er III. deildin mun ódýrari heldur en II. deildin. Yngri flokkarnir. Eins og að framan getur mun 2. flokkur ekki taka þátt í íslandsmótinu. Taldi Þor- móður það miður, því í ár væri hann mjög góður. Væri það því ætlun stjórnar Knatt- spyrnudeildar að hann fengi næg verkefni. 2. flokkur mun taka þátt í Bikárkeppni KSÍ og leika þeir á móti ÍBK í Keflavík. „Undanfarið höfum við mik ið kvartað yfir því hversu keppni í Norðurlandsriðli yngri flokkanna hefur verið illa skipulögð,“ sagði Þormóð- ur. „Mótanefnd hefur nú sinnt þessum kröfum okkar og þurf um við því ekki að senda flokk ana sinn í hvora áttina. Æingar hjá 2. fiokki eru hafnar og sér Einar Helgason um þjálfun hjá þeim svo og 6. flókk. Vonumst við til að geta byrjað æfingar yngri flokkanna fyrir 1. maí.“ Þess má svo að lokum geta að með Þormóði í stjórn Knatt spyrnudeildar eru: Guðmund- ur Björnsson, Siguróli M. Sig- urðsson, Eiður Eiðsson og Ör- lygur ívarsson. Ég þakka Móða (mikið er það nú kunnuglegra) fyrir við talið. Jeg. LEYIMIMÓT Hér fara á eftir frásagnir af fjórum leikjum er háðir voru í íþróttaskemmunni nú um síð ustu helgi. Svo virðist sem mikil leynd hafi hvílt yfir þess um leikjum þó um hafi verið að ræða keppni um íslands- Framhald á bls. 3 2 - ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.