Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 15.04.1975, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 15.04.1975, Blaðsíða 5
ORÐí BELG Eins og kunnugt er, var á þingi Alþýðuflokksins á öndverðum vetri kosin milliþinganefnd, til að endurskoða stefnuskrá flokksins. Enda þótt setja megi þá ákvörðun þingsins í sam- band við fylgistap flokksins á undanförnum árum, er um- ræða um stefnuna alltaf jafn- nauðsynleg. En þar sem.flokks starfið hefur verið í lágmarki, hefur lítið verið rætt um mark mið og leiðir. Þá hefur út- breiðslustarfið gengið illa, vegna fjárskorts. Af þessum sökum hefur mörgu flokks- fólki ekki verið ljós pólitísk staða flokksins, og það jafnt, sem aðrir fengið meira að vita um verk forystunnar frá and- stæðingunum, en úr flokks- röðum. í þessu liggur vafa- laust framar öðru, að fylgi Al- þýðuf lokksins er smátt, nú um stundir. Það væri þess vegna ánægjulegt, ef endurskoðun stefnuskrárinnar gæti vakið umræður í flokknum. Sem inn legg í slíka umræðu, er þessi grein skrifuð. Það er í sjálfu sér spurning, hvort fylgistap Alþýðuflokks- ins megi ekki skýra með því, að hann sé búinn að gegna hlutverki sínu í íslenskum stjórnmálum. Því er til að svara, að markmiðinu með stofnun flokksins hefur enn ekki verið náð, og svo lengi, sem einhverjir trúa, að hægt sé að ná því, hefur hann sitt hlutverk. Kjörorð Alþýðuflokksins er og hlýtur að verða: Frelsi, jafn rétti, bræðralag. í þessum orðum felst markmið flokks- ins. Það þjóðskipulag, sem flokkurinn vill koma á, skal byggt á því, sem þau segja hvert fyrir sig og sameigin- lega. Þ. e. a. s. samfara frelsinu verður að vera jafnrétti og bræðralag o. s. frv. Til að ná þessu marki, vill flokkurinn fara lýðræðisleið- ina. Hann vill vinna máli sínu fylgi innan hins þingræðislega skipulags. Sem leiðarhnoða hefur hann stefnuskrána. Hún hlýtur að bera þess merki, hverjir' mynda flokkinn, og til hvaða fylgis hann vill höfða. Og hún hlýtur að byggjast á framsýni, en ekki vera loft- kastalasmíð. Hér verður ekki fjallað um stefnu Alþýðuflokksins til neinnar hlítar, en aðeins bent á nokkur atriði. Kannski eru orðin efnahagur, menning og sjálfstæði eðlilegar yfirskriftir þess, sem skiptir mestu máli, því að án heilbrigðs efnahags- lífs og öflugrar menningar- starfsemi er ekkert sjálfstæði hugsanlegt. Efnahagsmál eru að sjálf- sögðu grundvöllur stefnu Al- þýðuflokksins eins og annarra jafnaðarmannaflokka. Aðalatr iðið er, að ríki og sveitarfélög eigi undirstöðuatvinnufyrir- tækin og nóg atvinna sé. Þá þurfa allir að fá sanngjörn laun fyrir hóflega vinnu. Und- ir þennan lið heyra og al- mannatryggingar og húsnæðis mál, atvinnulýðræði, skatta- mál og eignarráð á landi, sem allt hefur verið þingmál Al- þýðuflokksins. Undir efnahagsmál fellur líki nýting innlendra orku- gjafa og skipulag í sjávarút- vegi og landbúnaði. Á öllum þessum sviðum bíða geysiverk efni. í sambandi við verka- skiptingu milli ríkis og sveitar félaga hefur Alþýðuflokkur- inn verið alltof viljugur til að auka miðstjórnarvaldið í Reykjavík. Vissulega getur sterkt miðstjórnarvald haft góð áhrif á uppbyggingu og til skipulags. En að safna völdum á fárra hendur er ó- lýðræðislegt og eykur bilið milli almennings og þeirra, sem með völdin fara. Efling miðstjórnarvaldsins hefur líka beinlínis ýtt undir byggðar- röskunina, en betri þjónusta, en verið hefur utan Reykja- víkursvæðisins hlýtur að styrkja búsetu þar. Þá er misrétti kynjanna fyrst og fremst efnahagslegt, þar sem störf kvenna eru áber andi lítilsvirt. En í þessu til- viki er einnig við rótgróinn hugsunarhátt að eiga. í( menningarmálum hlýtur skólafræðslan að vera efst á blaði. í fyrsta lagi þarf að jafna þann mun, sem er á að- stöðu til náms, milli héraða. Þá þarf að fjölga námsbraut- um og auðvelda nemendum leið milli skóla. Eins þarf að styrkja og hvetja til fræðslu fullorðinna. En með styttingu vinnuvik- unnar er mjög aðkallandi, að hlúð sé að hvers konar menn- ingarlegri starfsemi. Það er enn brýnna en áður, að fólki gefist kostur á, ekki aðeins að njóta listar, heldur taka þátt í listflutningi. Rímnakveðskap urinn hafði það fram yfir kvikmyndir og sjónvarp nú- tímans, að margir fengu tæki- færi til, bæði að semja og flytja rímur, og samband kvæðamannsins og hlustend- anna var lifandi. Hér verður því haldið fram, að íslendingum sé nauðsyn- iegra að koma lagi á efnahags líf í landinu og auka innlenda menningarstarfsemi, en berj- ast við meinta erlenda and- stæðinga. Auðvitað má ekki gera lítið úr, að með bættum samgöngum og stórkostlegri milliríkjaverslun hefur ein- angrun landsins verið rofin. En án efnahagslegs og menn- ingarlegs sjálfstæðis 1 geta landsmenn aldrei komið fram af reisn í samskiptum við aðrar þjóðir. Það verður þó sjálfsagt að tryggja öryggi landsins, ef til ófriðar kæmi. En tími hernaðarbandalag- anna virðist liðinn, og aðstæð- ur í Evrópu eru nú allt aðrar en 1949, þegar íslendingar gerð ust aðilar að Nato. Endurskoð- un utanríkisstefnunnar hlýt- ur að vera á næsta leiti. Og þá getur Alþýðuflokkurinn gegnt miklu hlutverki, því að eðlilegast er, að leita styrktar hjá hinum Norðurlöndunum, en þar eru jafnaðarmenn öfl- ugastir. Það er augijóst mál, að Al- þýðuflokkurinn á við þann vanda að striða, að hann skortir fylgi til að gera þær umbætur, sem hann vill koma fram. En vandinn verður að- eins leystur af flokksmönnum sjálfum, ekki andstæðingun- um. Alþýðuflokksmenn gera ekkert betra í tilefni 60 ára afmælis flokksins á næsta ári, en leysa þennan vanda; ganga inn í framtíðina samtaka og starfsglaðir. - Úlfar Bragason. þessi: A-flokkur. 1. Júlíus Bogason 6 v. 2. Halldór Jónsson 5% v. 3. Jón Björgvinsson 4% v. 4. —5. Haraldur Ólafsson 4 v. 4.—5. Kristinn Jónsson 4 v. f B-flokki varð efstur Ólaf- ur Steinarsson með 5V2 vinn- ing. Eftir 5 umferðir í UMSE- mótinu er röð efstu manna þannig: 2. Atli Benediktsson 3^2 v. 3. —4. Hreinn Hrafnsson 3 v. 3.—4. Guðm. Búason 3 v. Þá er fyrir nokkru lokið hraðskákmóti um Einisbikar- inn svonefnda, og voru kepp- endur 24 talsin.s Helstu úrslit urðu sem hér segir: 1. Gunnl. Guðmundss. 20 v. 2. Hólmgr. Heiðrekss. 18% v. 3. —4. Júlíus Bogason 17 v. 3.—4. Hjörleifur Halldórsson 17 v. Slysavarðstofa F.S.A. verður framvegis lokuð yfir nóttina og um helgar Frá og með miðvikudeginum 9. apríl 1975 verður Slysavarðstofa F.S.A. lokuð frá kl. 16.00 síðdegis virka daga til kl. 08.00 að morgni næsta dags. Einnig verður hún lokuð frá hádegi á laugardög- um til ld. 08.00 á mánudagsmorgni. Með smáslys, sem að höndum kunna að bera á þessum tímum, er fólki því bent á að leita til læknavaktarinnar í bænum um greiningu og meðferð. Eftir tilvísun heimilislæknis eða vaktlæknis verður tekið á móti slysum hvenær sem er vikunnar svo sem jafnan hefur verið. Að sjálfsögðu er einnig tekið á móti fólki með alvarleg veikindi eða eftir meiriháttar slys á deildir sjúkrahússins án milligöngu heimilis- læknis eða vaktlæknis, ef nauðsyn krefur, hvenær sem er sólarhringsins eins og áður hefur verið. Sjá að öðru leyti fréttatilkynningu á öðrum stað í blaðinu. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. f búðir til sölu Mjög skemmtilegar 3ja herbergja, 70 fm, íbúðir til söiu í tvískiptu raðhúsi. Hentugar fólki á öllum aldri. Afhentar að ósk kaupanda á 4 byggingarstigum. Fokheldar, — tilbúnar undir tréverk, — tilbún- ar undir málningu, — fullfrágengnar. Akurfell Strandgötu 9. — Sími 2-23-25. Júlíus Bogason, skákmeistari Annars urðu helstu úrslit 1. Ármann Búason 4% v. Skákþingi Akureyrar er ný- lega lokið. Þátttaka var nokk- uð góð, miðað við að skákmót á vegum UMSE var þá byrj- að. Keppendur voru 16 talsins í tveimur styrkleikaflokkum, 8 í hvorum flokki. í A-flokki sigraði hinn gamalkunni meist ari, Júlíus Bogason, og mun þetta vera í 18. sinn, sem hann hreppir titilinn Akureyr armeistari í skák. Þessi úrslit eru mjög athyglisverð vegna þess, að Júlíus er kominn af léttasta skeiði, og að honum sóttust þarna yngri menn og þaulæfðir meistarar eins og t. d. Halldór Jónsson og Jón Björgvinsson. Alþýðumaður- inn óskar Júlíusi innilega til hamingju með þetta prýðis- góða afrek, og megi hann sem lengst fást við skák, sjálfum sér og öðrum til ánægju og yndisauka, og til eflingar skák lífinu í bænum. ALÞÝÐUMAÐURINN - 5

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.