Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 05.05.1976, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 05.05.1976, Blaðsíða 2
) 3 ALI lM PÝÐ! Otgefandi: Alþýfiuflokksfélag Akureyrar. — Ritstjóri og ábm. - Hjörleifur Hallgríms. JMAÐURINN Afgreiðsla og auglýsingar Strandgötu 9, sími 1-13-99. 1. maí Hátíðisdagur verkalýðsins, 1. maí, er hátíðlegur haldinn víðast hvar og á það einnig við hér á landi. Ekki eru nema nokkur ár síðan að hann var gerður að lögboðnum frídegi og er það vel, því einmitt þann dag safnast launþegar allra stétta saman í kröfugöngur og til hátíðahalds hinum ýmsu baráttumálum sínum til stuðnings og framfylgis. Þó eru til undantekningar á þessu og heyrist og sést gjarnan í fjölmiðlum að þessir og hinir hðparnir hafi ekki getað komið sér saman um hefðbundna dagskrá hátíða- haldanna. Þá hefur því verið margoft lýst yfir af Birni Jónssyni, forseta ASl og fleirum forsvarsmönnum verkalýðshreyf- ingarinnar, að nú sé virkileg þörf á, að hún geti orðið sterkt afl, pólitískt séð, því að félagslegur og pólitískur styrkur er grundvallarsldlyrði fyrir því, að verkaiýðshreyf- ingin fái framgengt sínum baráttu- og réttlætismálum, og verði ekki undir í baráttunni um kaup og kjör sér til handa. Ekki veitir af á þessum óðaverðbólgutímum, að staðið sé fast saman og skemmst er að minnast þeirrar svívirðu frá nýlega gerðum kjarasamningum, er íhaldsríkisstjórnin var búin að hirða fyrstu launahækkunina úr vasa laun- þegans, áður en fyrstu launaumslögin komu til útborgun- ar. En svo vikið sé aftur að hinum félagsiega og pólitíska styrk, sem nauðsynlegur er verkalýðshreyfingunni, þá næst hann ekki með þeim baráttuaðferðum og þeirri sundrung, sem verkalýðshreyfinguna einkennir um of, og hvað best kemur í ljós 1. maí ár hvert. Þá læðast fram úr skugga fylgsnum ýmis myrkraöfl, hatdandi á lofti kröfuspjöldum með sóðalegum áletrunum og ruddalegu orðbragði, og framkoman öll slík, að elcki getur talist sigurstranglegt fyrir verkalýðshreyfinguna í baráttumálum hennar. Þetta eru klíkuhópar, sem kalla sig ýmsum nöfnum, svo sem Maóistar-Leninistar, Marxistar, og Kommúnistar, svo eitt- hvað sé nefnt og eru ekki annað en róttækar sellur, til þess eins fallnar, að skapa sundrung og óeiningu á meðal hinna vinnandi stétta. Margt af þessu fólki er hinn mesti rumpu- Iýður, sem vinnur sér varla til hnífs eða skeiðar og eru óæskilegar afætur á þjóðfélaginu. Þessa klíkuhópa verður verkalýðshreyfingin að uppræta og samemast um hinn eina og sanna, lýðræðislega jafnaðarmanna flokk, Alþýðu- flokkinn, sem er eina pólitíska aflið, sem tekist hefur að halda aftur af íhaldsöflunum í aðgerðum þeirra gegn verka Iýðshreyfingunni. Að vinna á heiðarlegum og réttlátum jafnréttisgrund- velli er því það vopn, sem verkalýðshreyfmgunni mun verða happadrýgst og vænlegast til sigurs um ókomin ár, og er tími til kominn, að íslensk verkalýðsbarátta verði háð á þeim grundvelli og þá munu stórir sigrar eiga eftir að vinnast. — H. H. IÞRÓTTIR © Alberlsinótið: KA—Völsungur 5-0 (2-0) Laugardaginn 1. maí léku KA og Völsungur í norðan golu og kulda og fór leikur- inn &am við góðar aðstæður á Þórsvelli. Hóf KA leikinn af miklurn vígamóð og leikur- inn var varla meira en 10 mínútna gamall er staðan var orðin 2:0 fyrir þá. Fyrst kom víti sem Jóhann Jakobsson tók en markvörður Völsungs gerði sér lítið fyrir og varði, en hann hafði hreyft sig og spyrnan var endurtekin og þá skoraði Jóhann af öryggi 1:0. Skömmu seinna á KA góða leiftursókn og er það Hörður Hilmarsson sem sendir fyrir alveg gullfallegan bolta ,og er Jóhann ekki seinn að átta sig á slíku og afgreiðir knöttinn af miklu öryggi við- stöðulaust í netið, enda send- ingin hreint frábær. Eftir markið kom voðalegur kafli — þóf, og lítt skeður og virð- ist ægileg deyfð yfir leikmönn um beggja liða ekki síst KA. Staðan stóð því 2:0 í leikhléi og höfðu Austanmenn sótt sig nokkuð í lokin en Ævar hirti alla bolta er rötuðu að marki KA. í seinni hálfleik heldur þetta þóf áfram lengi vel og virðist sem bæði liðin séu sátt við sitt og KA yrði þar með af dýrmætu aukastigi. En þá á hinn sterki framherji Ár- mann Sverriss. fallegan bolta fyrir mark Völsungs og Sig- björn Gunnarsson á réttum stað og skorar með laglegu skoti 3:0 og aukastigið í höfn! Ekki leið á löngu uns staðan var svo 4:0 er Ármann skor- aði gott mark. Eftir markið taka Völsungar mikinn kipp og fara að sækja mjög og bjðrguðu varnarmenn KA í tví- eða þrígang rétt við mark línu á skömmum tíma. Á þess um tlma gekk knötturinn mjög á milli mótherja og var knattspyrnan oft ekkert sér- stök að sjá. KA átti öllu hættu legri færi en leikmenn Völs- ungs og það hættulegasta átti Ármann Sverrisson, það skap- aði hann líka sjálfur. Braust hann í gegnum varnarvegg að komumanna og spyrnti hörku skoti beint í „skeytin“, sann- kallaður þrumufleygur. Ár- mann var iðinn við kolann og átti síðasa orðið er hann ein- lék upp hálfan völlinn — lék á 3—4 menn — og afgreiddi knöttinn í netið af öryggi 5:0 og stórsigur í höfn. KA var þar með komið með 6 stig úr 2 leikjum! Það leyndi sér ekki að gíf- urlegur styrkur er í Herði Hilmarssyni — hann hefur geysilega lipurð og boltameð- ferðin gífurleg oft á tíðum. Jó hann J. átti góða spretti sér í lagi til að byrja með en hvarf þess á milli, eins var Ármann Sv. góður. En Sveinn Ævar, markvörður KA, var sennilega besti maður liðsins, sýndi mik ið öryggi í markinu. Liðið átti nokkra góða kafla og brá stundum fyrir ágætu spili sér- staklega kringum Hörð sem stjórnaði miðjunni. Annars á liðið það til að detta svo ger- samlega niður svo að varla er heil brú í leik liðsins. En þetta Sunnudaginn 2. maí léku svo í Albertsmótinu lið Þórs og Reynis. Veður var kalt og áhorfendur fremur fáir. Skemmst er frá því að segja að vörn Þórs galopnaðist strax á 8. mín. og það kunni „gamli“ Þórsarinn, Hákon Hin riksson að nota sér og skor- aði með hörkuskoti af 15 metra færi 1:0 fyrir Reyni, nokkuð sem fáir höfðu átt von á. Eftir markið hófst mikill darraðadans og harkan var oft á tíðum fremur mikil og keyrði a. m. k. tvisvar fram úr hófi. Um miðjan hálfleikinn fær Þór víti og var það Aðal- steinn Sigurg. sem afgreiddi knöttinn í netið af öryggi en þá voru Þórsarar að ná undir- tökunum í leiknum. Aðeins um 5 mín. seinna skoraði Ein- ar Björnsson gott mark fyrir lið sitt og kemur Þór yfir í leiknum 2:1. Það sem eftir var hálfleiksins óðu framherjar Þórs í markfærum en Eiríkur markvörður Reynis átti mjög góðan leik og bjargaði oft eins og svo oft í leikjum Reynis, er þarna á ferðinni mjög snjall markvörður og gjaldgengur í nær hvert lið. í seinni hálfleik héldu Þórs- arar áfram pressunni og var oft óskiljanlegt hve ömurlega klaufalegir þeir voru upp við markið, þó sér í lagi Jón Lár- eru sjálfsagt byrjunar örðug- leikar eins og svo oft á vorin sem ætti að lagast þegar menn eru orðnir sprækari. Lið Völsungs átti fremur dapran leik og virðist sem lið- ið verði ekki líklegt til stór- ræða í sumar og verður lík- lega í botni með Reyni í 2. deildinni. Þó er aldrei að vita hvað þessi lið gera, þau hafa svo oft komið á óvart, en enn sem komið er eru liðin í „klassa“ neðan við Akureyrar liðin alla vega er leikið er hér heima. Dómari var Arnar Einars- son og dæmdi nokkuð vel, enda ákveðinn mjög. Línu- verðir voru Hreinn Hrafnsson og Þóroddur Hjaltalín. MÞ/SA. usson, sem fékk ein 4 góð færi á skömmum tíma. En loks opn aðist markið og Sigurður Lár- usson skoraði með föstu sköti af stuttu færi. Eftir markið ver Eiríkur hvert skotið á fætur öðru og hinir sterku leikmenn Reynis hreinsa frá hvað eftir annað. í eitt skiptið bjargaði Eiríkur meistaralega er hann varði hörkuskot frá Sigurði Lárussyni af 3—4 metra færi og það sem meira er hélt knett inum. Seint í hálfleik átti Óskar Gunnarsson stórglæsi- legt skot sem small í stöng Reynismarksins, sannarleg óheppni þar. Fleiri urðu mörk in ekki í þessum leik og náðu Þórsarar sér nú í aukastig, þar sem þeir skoruðu 3 mörk. Eins og áður sagði var leik- urinn oft mjög grófur og; þurftu 2 menn frá Reyni að yfirgefa völl vegna meiðsla og litlu munaði með þann 3ja. Sjaldgæft er að sjá 2 menn liggja í valnum í einu en það skeði í þessum leik og varð þjálfari Þórs að aðstoða annan (Reynismenn). Hvorugt liðið sýndi áberandi tilþrif og er óttalegur „vorbragur“ yfir knattspyrnunni ennþá. Þórsar ar áttu ekkert sérstakan leik en áttu þó að skora mun meira. Liðið er mjög leik- reynt og hafa þeir fengið Framhald á bls. 5. Þór—Reynir 3-1 (2-1) 2 - ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.