Alþýðumaðurinn - 09.06.1976, Blaðsíða 1
ALÞYÐUMAÐURINN
KK>Os
Gróðrarstöðin afhent
Akureyrarbæ til eignar
46. árgangur - Akureyri, miðvikudaginn 9. júní 1976 - 21. tbl.
Síðastliðinn miðvikudag var
Gróðrarstöðin á Akureyri
formlega afhent Akureyrar-
bæ. Þá um morguninn kl. 11
afhenti landbúnaðarráðherra,
Halldór E. Sigurðsson, bæjar-
stjóranum á Akureyri, Bjarna
Einarssyni, afsalið að viðstödd
um bæjarfulltrúum og nokkr-
um gestum auk fréttamanna.
Að þeirri athöfn lokinni var
Gróðrarstöðin skoðuð undir
leiðsögn Hallgríms Indriða-
sonar skógfræðings og Stein-
Listahátíð á Akureyri - Vorvaka 76
Á annan í hvítasunnu var
opnuð í íþróttaskemmunni
svokölluð Vorvaka ’76 á veg-
um Menningarsjóðs Akureyr-
ar. Valur Arnþórsson, forseti
bæjarstjórnar, setti Vorvök-
una og er hún sú fyrsta sínn-
ar tegundar, sem haldin er
hér á Akureyri.
í setningarræðu sinni sagði
Valur meðal annars, að full-
kominn vilji væri fyrir hendi
hjá þeirri bæjarstjórn er nú
situr, að hafa þetta árlegan
viðburð í menningarlífi Akur
eyrarbæjar. Þá væri íþrótta-
skemman hentugt húsnæði til
þessara nota og ekkert á móti
því að nýta hana þann tíma,
sem íþróttastarfsemi lægi þar
niðri, að mestu leyti yfir sum
arið. Auk listahátíðar, með til
dæmis myndlist, tónlist, leik-
list og fleiru þá kæmi til
greina að halda í „Skemm-
unni“ kaupstefnur. Við opnun
Vorvökunnar lék Strengja-
sveit Tónlistarskóla Akureyr-
ar og síðan hófst myndlistar-
sýning, sem samanstendur af
málverkum 4 akureyrskra
málara, þeirra Aðalsteins
Vestmanns, Gísla Guðmanns,
Óla G. Jóhannssonar og Arn-
ar Inga. Þá eru einnig á sýn-
ingunni listaverk í eigu Akur
eyrarbæjar og íslensk grafík.
Vorvaka ”76 stendur til 19.
júní og verður myndlistarsýn
ingin opin á hverju kvöldi frá
kl. 6 og á laugardögum, sunnu
dögum og 17. júní frá kl. 2 að
deginum. Þar fyrir utan verð
ur um fjölbreytta dagskrá að
ræða svo sem tónlistarkvöld
með 60—70 tónlistarmönnum
frá Akureyri, ljóðakvöld verð
ur og Karlakórinn Geysir
syngur. Þá eru ótalin atriði,
sem verið hafa á Listahátíð-
inni í Reykjavík og verða
kynnt í dreifibréfum, sem
dreift verður um Bæinn.
dórs Steindórssonar frá Hlöð-
um. Að því loknu var þeginn
hádegisverður í boði Bæjar-
stjórnar Akureyrar.
Á sínum tíma gaf Akureyr-
arbær land undir Gróðrarstöð
ina og fylgdi því það skilyrði,
að Bærinn mætti kaupa það
aftur á sanngjörnu verði.
Landbúnaðarráðherra gat
þess í sinni ræðu að þetta
sanngjarna verð yrði það skil
yrði að hirða trjágarðinn og
Gróðrarstöðina í framtíðinni.
Ákveðið er að Garðyrkju-
deild Akureyrar hafi fram-
vegis aðsetur í Gróðrarstöð-
inni.
""
Fjölmennur fundur á Húsavik —
S
Nýlega hélt Alþýðuflokksfé-
lag Húsavíkur aðalfund sinn,
sem var bæði fjölmennur og
fjörugur. Ný stjórn var kjör-
in fyrir næsta starfsár en
hana skipa nú, formaður Guð
mundur Hákonarson, varafor-
maður Brynjar Sigtryggsson,
gjaldkeri Gunnar B. Salómons
son, ritari Gunnar P. Jóhann-
esson og meðstjórnendur þau
Bjarni Sigurjónsson og Inga
K. Gunnarsdóttir.
Eins og fyrr segir var þetta
fjölmennur fundur, þar sem
rædd voru bæjarmálin, en þar
hafði framsögu Arnljótur Sig-
urjónsson, og stjórnmálavið-
horfið, en þar var framsögu-
maður Björn Friðfinnsson.
Margir tóku til máls og urðu
umræður fjörugar.
Þá var samþykkt á fundin-
um að sameina öll Alþýðu-
flokksfélögin á Húsavík og tal
ið að það væri vænlegra til
árangurs og betra starfs.
“X
Bridgemót IMorðurlands
Um síðastliðna helgi var
Bridgemót Norðurlands hald-
ið hér á Akureyri. 11 sveitir
tóku þátt í mótinu, en þær
voru frá Akureyri, Húsavík,
Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík
og Blönduósi. Sigurvegari
varð sveit Björns Þórðarsonar
frá Siglufirði og hlaut hún 43
stig. Önnur varð sveit Stefáns
Jónsson, Dalvík, með 29 stig,
þriðja sveit Guðmundar Há-
konarsonar, Húsavík, með 27
stig og fjórða, Sveit Jóns Árna
sonar einnig frá Húsavík með
21 stig. Mótið hófst í Iðnskól-
anum á föstudagskvöldið en á
laugardag og sunnudag var
spilað á Hótel KEA. Mótsstjóri
var Albret Sigurðsson, Akur-
eyri.
Að öllu forfallalausu verður
Norðurlandsmótið í bridge
haldið á Húsavík næsta ár.
SPURT
S
4
4
y
t
t
t
t
t
t
t
Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, tekur við afsalinu úr hendi Iandbúnaðarráðherra, Halldórs E.
Sigurðssonar.
1
f.
f.
t
I
|
1
x
i
1
Hestamaður hér í bæ kom
að máli við blaðið og
sagði eftirfarandi sögu:
Það skeði á kappreiðun-
um sl. laugardag, að grár
hestur, sem þar keppti
var heldur grátt leikinn
af dómnefndinni. í undan
rásum var hesturinn
hestslengd á undan þeim
næsta, sem var í fjórða
sæti, en dæmdur sjálfur
í því fjórða. í úrslitum
skeði það svo að sami
hestur varð sjónarmun
fyrstur í mark, en var
dæmdur í annað sæti.
Hefur í svona tilfellum
dómnefndin ekkert sönn-
unargagn í höndunm, svo
sem kvikmynd eða annað
{
4
t
t
I
til að styðjast við? .«!
:-:-:-x-:*x-x-x-x-x-x-x-:-x-x-x-x-x-:-x*x-x-x-:-:*x-:-:«
Ertu að byggja? Alltaf eitthvað nýtt. FASTEIGNASALA - LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA
Þarftu að bæta? Viltu breyta? Amerískar blússur og bolir.
ÍBCÐIN KLEOPATRA Steindór Gunnarsson, IögfræOingur.
TRYGGVABRAUT 22. - SÍMI: 2-24-74. Strandgötu 23. — Sími: 2-14-09. Ráöhústorgi 1. — Sími: 2-22-60.