Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.06.1976, Síða 2

Alþýðumaðurinn - 09.06.1976, Síða 2
 0 AL iM ÞÝ€> Otgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar. — Ritstjóri og ábm. - Hjtírleifur Hallgríms. UMAÐURINN — Afgreiðsla og auglýsingar Strandgötu 9, sími 1-13-99. Alþingi óvirt Svo sem við spáðum í síðasta blaði, höfðu ríkisstjórnir íslands og Bretlands samið um veiðar breta innan 200 mílna fiskveiðilögsögu okkar áður en það tbl. komst í gegnum prenfun. Samningar þessir voru líkir og blaðið sagði fyrir af lausafréttum og hafa nú birst almenningi. Er þarflaust að rekja þá nákvæmlega hér. Viðbrögð almennings við samningunum eru mjög mis- jöfn: margir fagna þeim og telja þá sigur málstaðar okk- ** ar, en margir líta þveröfugt á: hér hafi verið samið af þarflausu, þegar lokasigur var í sjónmáli, en honum glopr- að niður vegna rangs mats á hlutunum. I þeim hópi er sagður meginhluti gæsluliðs okkar á sjðnum, og því finn- ist til lítils hafa verið barist, eins og endahnúturinn hafi verið hnýttur á, og viðbrögð fjölmargra sjómanna eru Iík. Ekki virðist afstaða manna til samninganna skiptast nema að takmörkuðu leyti eftir því, hvort menn fylgja ríkisstjórnarflokkum eða stjórnarandstöðu að málum: Til eru menn í stjórnarandstöðu, sem telja vel, að samið var, en einnig eru fjölmargir í stjórnarbúðum, sem telja samningana fljótræði: Bretar hafi verið búnir að tapa leiknum og alveg á mörkum að gefast upp, en með samningum hafi þeir unnið sér nýja taflstöðu mcð EBiE í bakhönd, sem kunni að verða okkur örðugur viðfangsaðili, þegar á þann hólm kemur. Alfarið er það víst, að svo sem málum er kornið, skipt- ir afar miklu máli, hvernig á spilum verður haldið næstu mánuði og þeir leikir þaulhugsaðir, sem leika skuli, þeg- ar kemur að 1. des. n. k. Á þessu getur oltið, hvort sam- ið hefir verið til tjóns eða góðs, og enn er það óttinn við lina ríkisstjórn, sem brennur með almenningi. Það þykir ekki spá góðu, að jafnsterk ríkisstjórn að þingfylgi og núverandi ríkisstjórn er, skuli leyfa sér þá yfirtroðslu við þingræði í landinu að kalla ekki þegar saman þingið til að fullgilda samningana, heldur hyggst láta þá gilda ófullgilta af þingi svo mánuðum skiptir. Slíkt er frekleg óvirðing við æðstu stofnun ríkisins og kann að leiða ófyrirsjáanlcg óhappaspor af sér, ef Al- þingi bregst ekki hart við til að verja völd sín og heiður. Margir af færustu lögfræðingum landsins vilja líka staðhæfa, að hér sé ríkisstjórnin að fremja stjórnarskrár- brot, og kann vel svo að fara, að eftirleikurinn þyki óvandaður, ef ekki er hér stemmt á að ósi. Þetta ættu allir alþingismenn vel að athuga, hvar í flokki sem þeir standa. Heiður Alþingis og sóma á að meta meir en flokksböndin. (IX) -----------------------------------------------í f ÞRÓTTIR KA tapaði fyrir Armanni í tilþrifalitlum leik 0:2 Glímufélagið Ármann fór frá Akureyri með 2 dýrmæt en ódýr stig í baráttunni um toppinn, en KA missti hins vegar sennilega af lestinni endanlega enda barátta liðs- manna liðsins miður. Varla var leikurinn nema 35—45 sekúndna gamall er knöttur- inn lá í netinu hjá ráðvilltum Akureyringum og þvílík mis- tök. Jón Hermannsson tekur aukaspyrnu á miðjum vallar- helmingi KA út við vinstri hliðarlínu, boltinn er fremur hár og svífur inn í teiginn og á einhvern óskiljanlegan hátt láta varnarmenn KA-liðsins hann fara og Sveinn Ævar markvörður er einnig seinn og knötturinn siglir inn og eitt ódýrasta mark sem undir ritaðir hafa séð er staðreynd. En þrátt fyrir dæmt mark var það mjög umdeilt og má sjálf sagt mestu kenna um reynslu leysi línuvarðarins, því hann setti flaggið strax niður og þá tók dómari leiksins, Grétar Norðfjörð, ekkert mark á „sveiflu“ línuvarðarins. En ekki verður deilt við dómar- ann og markið var dæmt gilt KA-mönnum til undrunar og gremju. En KA-menn gáfust ekki upp og næstu 15 mínútur er leikurinn algerlega í höndum þeirra og mikil var óheppni þeirra að skora ekki 1—2 mörk á þessum tíma. Gunnar Blöndal átti 2 góð skot og Sig björn eitt auk margra ann- ara. En þegar líða tók á hálf- leikinn jafnaðist leikurinn og á markamínútunni miklu, 43. mín., skora Ármenningar sitt seinna mark og voru varnar- menn KA þá gersamlega sof- andi. Magnús Þorsteinsson fær knöttinn inn í teig KA og fékk síðan góðan tíma til að laga knöttinn fyrir sig og átti síðan ekki í vandræðum með að senda knöttinn í netið og tryggja stöðu Ármanns, 2:0. En fyrr í hálfleiknum hafði Magnús Þorsteinsson gert sig sekan um mjög ljótt brot á nafna sínum Vestmann og var knötturinn þá víðs fjarri þannig að brotið verður enn grófara fyrir vikið. í seinni hálfleik hélt leikur inn áfram jafn eins og seinni hluta fyrri hálfleiks og áttu bæði liðin ágæt færi. En þeg- ar líða tók á hálfleikinn óx sóknarþungi heimamanna jafnt og þétt svo Ármenning- ar urðu sjaldséðir á vallar- helmingi KA langtímum sam- an. Var samleikur KA-manna oft á tíðum stórgóður og léku oft mjög illa á vörn Ármanns en markið lét ætíð bíða eftir sér. Skotin dundu á vörn Ár- manns, en vörnin var þétt með Gunnar fyrirliða Andrés- son sem besta mann og þau skot er rötuðu að marki varði Ögmundur Kristinsson mjög vel. Er líða tók á hálfleikinn tók örvæntingin að grípa KA- menn og Einar Helgason reyndi að glæða sóknina nýju blóði með „gömlu“ kempunni Kára Árnasyni en ekkert dugði. Kári týndist oft á tíð- um í leiknum, en hann kom inn á fyrir Steinþór Þórarins- son, sem var eitthvað miður sín í leiknum. Síðustu 10—15 mínúturnar færðist líf að nýju í Ármenninga og áttu þeir nokkrar ágætar sóknir, sem vörn KA tók að vísu auð- veldlega, en sigurinn var í höfn. Lið KA átti ekki mjög góð- an leik og var það heldur dap- urt að tapa fyrsta heimaleikn um á sumrinu eftir tvo ágæta sigra — unnu Völsung 3:1 ör- ugglega fyrir austan í góðum leik á miðvikudagskvöldið — á undan. Vörnin er föst fyrir þegar á þarf að halda en þess á milli leka inn hrikaleg klaufamörk, sem oftast koma vegna misskilnings milli varn- ar og markvarðar. Leikmenn KA hafa oftsinnis sýnt fram á það að liðið getur leikið góða og skemmtilega knattspyrnu en þess á milli ríkir meðal- mennskan og varla það. Allan brodd vantar í liðið og þess vegna gengur ekki sem skyldi. T. d. eru miðjumenn liðsins, sem eru allir mjög leiknir, allt of linir eða latir við upp- dekkingu og þess vegna geng- ur ekki sem skyldi. í leiknum hefði Einar þjálfari betur gert með að færa Hörð á miðjuna fyrir framan og setja Helga Jónsson á miðjuna aftur með Haraldi Haraldssyni. En eins og flestum er kunnugt hafa fáir leikmenn jafn mikla yfir- ferð og einmitt hann, fljótur, lipur og útsjónarsamur. En allt um það, KA-liðið er allt að því búið að kveðja annað af 2 efstu sætunum í deildinni í ár og er það leiðinlegt, þar sem liðið getur gert betur. Lið Ármanns er á grænni grein eftir þennan sigur og virðist nú stefna í hörkubar- áttu milli þeirra og Vest- mannaeyinga, og sjálfsagt koma Þórsarar til með að vera með þar líka enda þrælsterk- ir. Lið Ármanns er nokkuð vel spilandi þó liðið hafi verið mjög heppið hér og hreinlega unnið á glöpum og reynslu- leysi línuvarðarins. Langbestu menn liðsins í þessum leik voru Gunnar Andrésson og Ögmundur Kristinsson mark- vörður — áttu báðir stórleik. Lítið bar á Jóni Hermannssyni enda var hann ætíð tekinn strax, fékk engan tíma til at- hafna. Ef allir leikmenn mót- herja KA fengju sömu með- ferð myndi lið þeirra senni- lega tróna nú á toppnum. En eins og svo oft hefur verið sagt áður þá vantar enn alla vídd í liðið og leikur liðsins langt frá því að vera heilsteyptur. Eins og áður sagði munu Ármenn- ingar blanda sér alvarlega í toppbaráttuna og halda uppi merki Reykjavíkur í 2. deild að þessu sinni, enda eru marg- ir vel spilandi menn innan vé- banda þess. Bestu menn Ármanns: Ög- mundur Kristinsson og Guxm- ar Andrésson. Bestu menn KA: Hörður Hilmarsson var langbestur KA-manna og sýndi enn ótví- rætt fram á það, að hann á heima í landsliðinu. Haraldur, Magnús Vestmann, Gunnar Blöndal og Guðjón Harðarson áttu allir ágætan dag. Dómari leiksins var Grétar Norðfjörð og var ágætur fyrir utan mis- tökin í sambandi við mörkin. Línuverðir voru Kjartan Tóm asson og Jóhann Karl Sigurðs- son, og vantar hann bersýni- lega mun meiri æfingu. Völlur inn var ágætur og veðrið var nokkuð gott, að vísu fremur svalt og talsverður norðan strekkingur. 2 - ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.