Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 09.06.1976, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 09.06.1976, Blaðsíða 4
Frá tölfræðingi Áfengisverslunar innar norsku „Alveg er ljóst að aukin áfeng isneysla leiðir til vaxandi tjóns af völdum áfengis“, seg ir tölfræðingur Áfengisversl- unarinnar í Osló. „Þar sem aukning áfengisneyslunnar vár 3.4% árið 1975 og aukn- ingin 1974 nam 11.2% má ljóst vera að vá er fyrir dyr- um. Augljóst er að aukin áfengisneysla veldur auknu tjóni og þeim fjölgar sem áfengi nær tökum á. Nákvæm ar rannsóknir, sem ná yfir ára bil, leiða í ljós mjög náið sam band milli hærri launa og auk innar áfengisneyslu. Augljóst er að tekjuaukning er ein mik ilvægasta orsök aukinnar áfengisneyslu. Hvaða aðgerðir eru áhrifaríkastar til að hafa hemil á þessari öfugþróun? Áfengisverð hefur ekki fylgt þróuninni í verðlags- og launamálum. Því miður var verð áfengis ekkert hækkað við launahækkunina miklu 1974. Með þeirri launaþróun, sem verið hefur síðari ár, hefð um við þurft að endurskoða verðlagningu áfengis á hverju ári. Aðstaðan til að ná í áfengi skiptir einnig miklu máli í þessum efnum. Og við skulum gera okkur ljóst að þessi þátt- ur er ekki aðeins áður fjölda veitinga- og sölustaða heldur einnig því hvenær veitinga- og sölutíminn er. Fjölgun út- sölustaða hefur neikvæð áhrif á neysluna, það er að segja ýtir undir aukna áfengis- neyslu“. Áfengisvarnaráð. Tveir stjórnarþingmenn forstjórar framkvæmdastofnunar Stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins samþykkti á fundi ný- lega að ráða alþingismennina Tómas Árnason og Sverri Her mannsson forstjóra fyrir stofn uninni samkvæmt lögum, sem síðasta Alþingi samþykkti. Voru þeir ráðnir með 5 at- kvæðum sjálfstæðis- og fram- sóknarmanna, en. aðeins einn stjórnarmaður, Benedikt Grön dal, greiddi atkvæði á móti. Fulltrúi Alþýðubandalagsins sat hjá. Þá var samþykkt, að hinir nýju forstjórar, sem báðir hafa verið framkvæmdaráðsmenn stofnunarinnar, skuli áfram hafa bankastjóralaun, sérstök laun fyrir fundasetu og hlunn indi svo sem bifreiðastyrk. Eru bankastjóralaun kr. 228.415 á mánuði, en fyrir fundasetu fá þeir kr. 12.045 á mánuði, samtals 240.460 krón- ur auk hlunninda. Þar sem hin ir nýráðnu forstjórar eru al- þingismenn á fullum launum (um 135.000 kr. á mánuði), hljóta þeir aðenis 60% for- stjóralaunanna, sem eru 144.277 kr. Ekki lágu fyrir upplýsingar um hlunnindin, sem fylgja. Fulltrúar Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalags ins tóku ekki þátt í afgreiðslu málsins. Fréttatilkynning Laugaskóla var slitið í 51. sinn mánudaginn 24. maí. í vetur stunduðu 124 nemendur nám í skólanum í 5 bekkjar- deildum. 5. bekkur var starfræktur í fyrsta sinn með 11 nemendum og luku þeir allir prófi. Hæstu einkunn úr 5. bekk hlaut Helgi Laxdal, Nesi, Grýtu- bakkahreppi. Næsta vetur er áformað að 5. bekkur starfi í a. m. k. 3 deildum, bóknáms- deild, viðskiptadeild og iðn- Bílasala Bergþórs auglýsir Vantar bíla á skrá, bæði fólksbíla og vörubíla. BÍLASALA BERGÞÖRS Helgamagrastræti 10 sími 1 96 65. Opið alla daga nema sunnudaga kl. 9—7. deild. Einnig verður nemend- um gefinn kostur á námi í Grunnskóla Í.S.Í. Við skólaslit ávarpaði skóla stjóri viðstadda og lýsti skóla- starfinu. Tíu og tuttugu ára gagnfræðingar færðu skólan- um myndarlegar peningagjaf- ir til kaupa á skíðalyftu. Síðan var gestum boðið til sam- drykkju. Fastráðnir kennarar voru níu auk skólastjórans, Sigurð- ar Kristjánssonar. STRIGASKÓR GÚMMÍSKÓR GÚMMÍSTÍGVÆL FÖTBOLTASKÓR VINNUKLOSSAR VINNUFATNAÐUR AMAKO HERRA OG SPORTVÖRUDEILD Sími 2 17 30 íbúðin hf. auglýsir Utihurðalamir Innihurðalamir Skápalamir Gluggalamir Strangar lamir Bílskúrshurðar járn FRÁ ASSA Bréfalúgur Hurðabankarar Hurðar skrár Skraut handföng Húsnúmer Segulsmellur hvítar og brúnar Assa flex Skápadrög, króm og plast Hurðakeðjur Hurðastopp Skúffulæsingar Loftristar Svalahurðar læsingar Skúffubrautír Gólflistar 2—4” 2 litir Fernisolía Þinnir Olíumálning Plastmálning MálningarrúIIur Málningarpenslar Ofnapenslar Þakburstar Sköft, tré og plast Verksmiðjusápa Flísalím Gólfdúkalím Trélím Glugga kíttí ÁI kítti Gardínustengur Gardínubrautir Hringir og hjól Borðar og nælur WC haldir Handklæðarör Sápuskálar Hilluberar Fyrir hestamenn: Stálnaglar Hóffjaðrir Leðursápa Mél Gúmíblöðkur Silgjur Kósatengur Hófolía Hóffeiti Dínuskrúfur Ibúðin hf. Tryggvabraut 22 sími 2 24 74 4 — ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.