Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.07.1976, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 07.07.1976, Blaðsíða 2
0 AL LM ÞÝO Otgefandi: AlþýOuflokksfélag Akureyrar. — Ritstjóri og ábm. - Hjörleifur Hallgríms. UMAÐURINN IVIeð eða móti íslandsmótið 2. deild straumi Ekld fer það á mtlli mála, að fyrrverandi og núverandi ríkisstjórn, Ólafsstjórn og Geirsstjórn, hafa gersamlega misst taumhald á fármálum ríkisins og þar með efnahags- málum þjóðarinnar. Að sjálfsögðu hafa þær báðar vissar afsakanir fyrir mistökum sínum, enda liggja orsakir til flestra mistaka, en í hnotskurn sagt gerði sú fyrri sig seka um aðgæsluleysi, en núverandi ríldsstjórn hrjáir úrræða- og getuleysi' í efnahagsmálum. Vegna 5 ára vanstjórnar á fjármálum okkar, svo að almenningi finnst hann ganga á efnahagslegu kviksyndi, er geysilegur geigur og ótti í fólki: Hvað er framundan? Er lífsþægindaskortur á næstu grösum? Er veislan á Sólheimum senn úti? Verðum við að breyta um lífshætti? Er sjálfstæði oldtar í hættu? Ofan á þetta bætist óttinn af þverrandi fiskgegnd á miðin og gleggri meðvitund um það, hve svipull sjávar- gróði er til að reisa efnahagslíf heillar þjóðar á. Islenska þjóðin hefir um sinn staðið í miklum svipt- ingum um yfirráð miða sinna, og ekki skulum við ganga þess dulin, að þeim sviptingum er ekki fulllokið. Þarf enn að halda fullri vöku. Sá, er þetta ritar, er þeirrar skoðunar, að sambúð við aðrar þjóðir skuli reisa á samkomulagi og samningum, en þá má aldrei stjórnast af minnimáttarkennd, en slíkt vill brenna við hjá okkur, og í öðru lagi hættir okkur við, líldega af reynsluleysi, að vera eldd nógu „klárir og kvitt- ir“ í samningum, þeir vilja orka tvímælis. Snemma liðins vetrar gerðum við fiskveiðisamning við vestur-þjóðverja, sem var m. a. réttlætanlegur á þeim grundvelli, að við þurftum að geta einbeitt okkur í átök- unum við breta. Sá vinningur var „forklúðraður“ á síð- ustu stundu, ekki vegna þess, að samningarnir voru ekki „klárir og kvittir“, þeir orka um sumt tvímælis, sérstak- lega um gildi tollfríðindanna og hver sé forsenda þeirra. Hér þarf þjóðin því að hafa fast aðhald að forráðamönn- um sínum, þegár undir 1. des. n. k. dregur. En deilan við breta og viðblasandi efnahagsvandi hefir velt upp nýjum umhugsunarefnum með þjóðinni: Varnarliðið og þar með bandaríkjamenn reyndust okkur einskis nýtir, að mörgum finnst, í átökunum við breta. Jafnvel vilhallir þeim. Til hvers er þá þetta varnarlið hér? spurðu menn í vaxandi mæli, og gleymdu því í hita dags- ins, sem öllum átti raunar að vera ljóst, að varnarliðið er hér sem hugsaður hlekkur í varnarkerfi vestur-evrópu- þjóða og bandaríkja- og kanadamanna gegn útþenslu- stefnu Sovétríkjanna. Við tilraunir framkvæmdastjóra Nato til að bera sáttaboð á milli íslendinga og breta í fiskveiðideilu okkar lét hann hafa eftir sér, hve Keflavík- urstöðin væri mikilsverð í dollurum talið Natokerfinu, og sumir íslendingar fóru að reikna: Leggjum við ekki alltof mikið af mörkum til varnarkerfis vestrænna ríkja miðað við aðrar þjóðir í því kerfi? Var hér ekki lausn að finna á efnahagskreppu islendinga, að taka gjald í einhverjum mæli fyrir aðstöðuna, t. d. í verklegum fram- kvæmdum, svo sem vegalögnum, flugvallagerð o. s. frv.? Aron Guðbrandsson, greindur og gegn reiknimeistari í viðskiptum, sem hafði árum saman talað fyrir daufum eyrum um greiðslu bandaríkjamanna í „fríðu“ fyrir Kefla- víkuraðstöðuna, varð allt í einu spámaður í augum fjölda manns: Auðvitað átt að gera þetta. Nú fengjum við vega- lausir vegi, flugvallalausir flugvelli, sjúkrahúslausir Þá er fyrri umferð lokið í knattspyrnunni, 2. deild, en erfitt að spá um úrslit þar sem allt getur skeð í knattSpyrnu eins og alkunna er, nema hvað ÍBV stendur óneitanlega best að vígi, er með fullt hús stiga eftir umferðina og siglir hrað- byri að meistaratitli í deild- inni. Fjórir leikir fóru fram um síðustu helgi og urðu úr- slit svo sem ekkert það sem ekki var hægt að búast við, nema þá helst að Völsungar sigruðu ísfirðinga fyrir vestan með þremur mörkum gegn einu., Að öðru leyti urðu úr- slit, sem hér segir: Þór—Selfoss 4-2 (1-2) Þórsarar sóttu Selfyssinga heim og komu þaðan með bæði stigin eftir að Selfoss hafði haft yfir í hálfleik 2-1. Selfyssingar náðu tveggja marka forskoti í fyrri hálf- leik, fyrst skoraði Tryggvi Gunnarsson, eftir fyrirgjöf Sumarliða Guðbjartssonar — og Sumarliði bætti síðan öðru marki við með þrumuskalla eftir hornspyrnu. En á síðustu mínútu hálf- leiksins skoraði Magnús Jónat ansson fyrsta mark Þórs eftir aukaspyrnu, þannig að staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Selfoss. Strax í upphafi síðari hálf- leiks jafnaði Jón Lárusson fyr ir Þór, hann fékk þá stungu- bolta frá Magnúsi Jónatans- syni, lék áfram og skoraði óverjandi í bláhornið. sjúkrahús, og — það sem enginn sagði, en ýmsir hugsuðu ugglaust: veislunni á Sólhetmum mætti halda áfram. Efna- hagsvandinn væri sjálfleystur. Nú er það fjarri þeim, sem þetta ritar, að brigsla Aron Guðbrandssyni og þeim, sem Iíka skoðun hafa, um óþjóð- hollustu framar hinum, sem andstæða skoðun hafa, en þetta mál er bara ekki reikningsdæmi, heldur sálfræði- legt uppgjör fyrir þjóðina: 1. Hún má aldrei missa sjónar á því, að vamarliðið skuli fara. 2. Hún má aldrei missa sjónar á því, að engin þjóð er full- komlega sjálfstæð nema hún ráði ein yfir Iandi' sínu og ein yfir fjárhag sínum og atvinnumálum. 3. Hún má aldrei missa sjónar á því, að bindist fjárhag- ur hennar erlendum aðilum svo mjög, að það verði ríkur þáttur í lífskjörum hennar, þá er stutt í „sjálf- stæðisdrepið“. 4. Hún má aldrei gleyma því, að það tók hana aldir að vinna upp mistök „Gamla sáttmála“ við norslca, þótt margbrotinn væri af viðsemjanda. Gæti ekki „nýr sáttmáli“ hugsaður sem björgun úr nauð eins og sá „gamli“ var, orðið illrjúfanlegir hlekkir? 5. Hún má aldrei gleyma því, að einstaklingar hennar sein og stjórnendur hennar eru engm ofurmenni — fæstir — heldur venjulegt fólk, sem getur skemmst eða skýrst við þann eldinn, sem um það verður látinn leika. Aðgát skal höfð á nærveru sálar, og aðgát skal höfð á þeirri aðstöðu, sem þjóðarsálinni er teflt í. f viturlegri grein, sem Magnús Torfi Ólafsson ritar um þessi mál 1. júlí sl. í Nýja dagblaðið, leggur hann áherslu á, að höfuðnauðsyn sé, að íslenska þjóðin Ieysi efnahags- vanda sinn með uppbyggingu atvinnuvega sinna. Annað sé ekki sæmandi sem fullvalda, sjálfstæðri þjóð. Að bæta fjárhag sinn með herstöðvargjaldi, sé engin frambúðar- lausn. Við tökum af alhug undir þessa skoðun. Þessi mál eru í brennidepli í dag. Við biðjum alla að hugleiða þessi sjónarmið af mikilli kostgæfni. Þau hafa úrslita- gildi um framtíð þjóðarinnar: Efnahagslega sjálfstæð þjóð með trausta atvinnuvegi getur hugleitt stundargjald fyrir stundardvöl erlends herliðs, en þjðð í efnahagsnauð, sem Iítur á slíkt gjald sem úrræði, gleypir banabita. (IX) Eftir markið hertu Þórsarar enn sóknina, og hafði hún þó verið stíf fram að þessu. Þeir bættu tveim mörkum við, fyrst Magnús Jónatansson og síðan Sigurður Lárusson. Úrslitin urðu því 4-2 fyrir Þór, sanngjörn úrslit. Ármann—Reynir 5-0 Það syrtir í álinn fyrir Reyni og raunar Selfossi líka,. og koma þessi lið sennilega til með að berjast um botnsætið í 2. deild og þaf með fall í 3ju deildina. Leikur Reynis og Ármanns sem leikinn var á Árskógs- strönd þótti með afbrigðum leiðinlegur og lélegur leikur frá upphafi til enda, og fátt hægt að skrifa um hann ann- að en mörk Ármanns urðu 5 talsins. Ingi C. Stefánsson var á skotskónum að þessu sinni og skoraði tvö mörk, Arnlaugur Helgason eitt og Þráinn Ás- mundsson eitt. Fimmta mark- ið var sjálfsmark. LeikUr Reyn is þessa dagana er langt' frá því að vera sannfærandi. Völsungar—ÍBÍ 3-1 Eftir mikið áfall og mikla óánægju hjá Völsungum, og það svo að dómarinn í leik Völsunga og Reynis um dag- inn þurfti að fá vernd, fóru þeir vestur á ísafjörð um síð- ustu helgi og hirtu bæði stigin af heimamönnum, það sem öðrum liðum hefur ekki geng- ið allt of vel að gera. Jóhannes Sigurjónsson skor aði fyrsta mark Völsunga strax á 3. mínútu. Hann skaut utan af kanti háum bolta upp í loftið, og með hjálp vindsins barst boltinn fyrir markið og yfir markvörð ísfirðinga, sem misreiknaði sig eitthvað. Tveim mínútum síðar bætti Hermann Jónasson öðru marki við með hörkuskoti frá vítateigslínu í þverslá og inn. Eftir markið sóttu ísfirðing ar mun meira, en þeim tókst þó ekki að skora í hálfleikn- um. En rétt fyrir miðjan síðari hálfleik skoraði Gunhar Guð- mundsson mark ísfirðinga eftir góða samvinnu við Gunn ar Pétursson. En á 30. mínútu hálfleiksins bættu Völsungar þriðja mark inu við. Boltinn var gefinn Framhald á bls. 3. 2 — ALÞÝÐUMAÐURINN

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.