Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.07.1976, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 07.07.1976, Blaðsíða 6
 s Dágóður aukaskildingur hjá ríkinu eða hvað? Fyrir nokkrum dögum sögðu sum dagblöðin frá dágóðum aukatekjum, sem tiltölulega fámennur hópur í þjóðfélag- inu getur náð sér í með lítilli fyrirhöfn. Var þarna átt við til dæmis sýslumenn og bæjar fógeta, sem fá innheimtulaun af gjöldum, sem embætti þeirra innheimta fyrir ríkis- sjóð. Auk þess fá þessir sömu aðilar umboðslaun fyrir inn- heimtu og útborganir bóta fyr ir Tryggingastofnun ríkisins. Þar fyrir utan eru þessir aðil- ar náttúrlega á fullum mánað- arlaunum. Við vorum að velta því fyrir okkur hvers vegna ríkissjóður greiddi ekki alveg eins verslunum og fyrirtækj- um fyrir innheimtu söluskatts og atvinnurekendum yfirleitt fyrir að halda eftir af kaupi manna sinna, opinberum gjöld um. Einnig kæmi til greina að verðlauna þá atvinnurekend- ur sem best stæðu í skilum irieð þau gjöld, sem þeir inn- heimtu nákvæmlega eins og til stendur að gera við fyrr- greinda embættismenn. Ekki er öll vitleysan eins, og þarna miun hinn margpredikaði ríkis sparnaður vera á ferðinni. ALÞYÐUmAÐURINN 46.á rgangur - Akureyri, miðvikudaginn 7. júlí 1976 - 25. tbl. s 99 EIIMS OG í GAMLA DAGA“ Tveir af bátum þeim, sem að tilhlutan Sjávarútvegsráðu- neytisins verða við loðnuleit ’We N Bókval í nýtt húsnæði Eftir 10 ára veru sína í Hafn- arstræti 94 (Hamborg), hefur nú Bókyal sf. flutt í eigið hús- næði að Kaupvangsstræti 4, en Tískuverslunin Regína var þar áður til húsa. Aðstaða verslunarinnar á nýja staðnum hefur öll mjög batnað til hagsbóta og ánægju fyrir viðskiptavini og starfs- fólk. Þá hefur versluninni verið skipt í tvennt ef svo má segja þ. e. bókaverslun ann- ars vegar en ritföng hins veg- ar, sem gefur aukið næði fyr- ir þá sem eru að velja bækur og er þar um nokkurs konar sjálfsafgreiðslu fyrirkomulag að ræða. Um hönnun innréttinga sá Davíð Haraldsson en Gunn- laugur Jóhannsson sá um smíði tréverks. Framkvæmdastjóri Bókvals sf. er Aðalsteinn Jósepsson og er hann jafnframt umboðs- maður fyrir Skrifstofuvélar hf., Reykjavík, og einnig hef- úr hann frá fyrstu hendi séð um öll umboðsstörf íýrir Ferðaskrifstofuna Útsýn. og veiðar fyrir Norðurlandi í sumar eru nú komnir á mið- in og eru búnir að fá fyrstu loðnuna á þessu sumri. Bát- arnir ei;u Sigurður RE og Guð mundur RE, en þeir fengu að- faranótt mánudagsins á milli 500 og 600 tonn hver af loðnu, sem þeir veiddu um 120 sjó- mílur norður af landinu og var búist við að þeir færu ann að hvort til Siglufjarðar eða Bolungarvíkur með aflann. Loðna þessi er sögð mjög góð, og voru torfurnar alveg upp undir yfirborði, en þunnar, svo afli var ekki mikill í kasti. Auk bátanna tveggja er rann- sóknarskipið Bjarni Sæmunds son á miðunum. Fleiri bátar munu væntanlegir á þessi mið innan skamms og er búist við að þarna geti myndast dálítill „síldarfloti“ ef þarna fer að veiðast loðna í einhverju magni. Hver veit nema þá fari að berast aflafréttir af miðunum f jrrir Norðurlandi og drekkhlaðin skip sigli með afl ann til norðlenskra hafna og allt verði „eins og í gamla daga“. s 4 IJA togarar að veiðum síðastliðinn júnimánuð ur lestaði svo 61 tonn af salt- foss tók 41 tonn af saltfiski fiski þann 8. júní og Skeiðs- 24. júní. Ættingja- fundurí Sjálfstæðis- húsinu á Ak. AðaJsteinn Jósefsson og starfsfólk hans í nýjum húsakynnum Bókvals sf. Norðurmynd. Aðeins fjórir af sex togurum Útgerðarfélags Akureyringa voru að veiðum í júnímánuði, en sem kunnugt er liggur Harðbakur gamii ennþá bund inn við bryggju og er sjálf- sagt ekki orðið auðvelt að manna.hann þarsem sjomenn eru orðnir ýmsu betra vanir en gömlum síðutogurum. Þá er Sólbakur enn í viðgerð og ekki séð fyrir endann á henni ennþá, þar sem spilið er bilað og taka á upp vélina auk ann- ars viðhalds. Afli þeirra fjögurra togara, sem veiðar stunduðu í mán- uðinum er því þessi: 2/6 Svalbakur 156 tonn 8/6 Sléttbakur 136 tonn 10/6 Harðbakur 182 tonn 14/6 Kaldbakur 166 tonn 18/6 Svalbakur 211 tonn 22'/6 Sléttbakur 105 tonn 24/6 Harðbakur 146 tonn 29/6 Kaldbakur 131 tonn Þá hafa útskipanir á fiski verið töluverðar í mánuðinum þannig að 18 tonn af skreið frá fyrra ári fóru um borð í skip, og Selfoss lestaði 28. júní rúm lega 11 þúsund kassa af freð- fiski á Ameríkumarkað. Máv- Vegma komu frú Violet Einars son bæjarstjóra á Gimh, hef- ir verið ákveðið að ættingjar hennar hér á landi komii sam- an til fundar við hana í Sjálf- stæðishúsinu (litla salnum) kL 3, n.k. laugardag, 10. júlí. Violet er dótturdóttir hjón- anna Hólmfríðar Jónatansdótt ur og Gottskálks Sigfússonar, sem fluttust til Gimli árið 18761 Hólmfríður var dóttir Jónat ans Eiríkssonar og Guðrúnar Stefánsdóttur, sem bjuggu m. a. á Bergsstöðum í Aðal- dælahreppi. Börn þeirra voru alls 12 og eiga þau fjölda af- komenda bæði hér á landi og í Vesturheimi. Gottskálk var sonur Elínar Brandsdóttur og Sigfúsar bónda á Syðra-Kálfskinni Gottskálkssonar á Selá (Selár ætt). Börn þeirra voru a. m. k. 4 og þau eiga marga afkem- endur. Bjarni Einarsson. I

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.