Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 07.07.1976, Side 4

Alþýðumaðurinn - 07.07.1976, Side 4
Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri vill taka íbúð á leigu fyrir ungan lækni nú þegar. Upplýsingar í síma 2-21-00. TORFI GUÐLAUGSSON Skrifstofustúlka óskast á tæknideild Akureyrar- bæjar. Laun samkvæmt kjarasamningi STAK. Upplýsingar um starfið eru gefnar á tæknideild. Umsóknarfrestur er til 23. þ. m. Bæjarverkfræðingur ÍÞRÖTTIR Framhald af bls. 2. fyrir markið, og Hreinn Elliða son sem lék nú sinn fyrsta leik með Völsungi á keppnistíma- bilinu kastaði sér fram og skallaði boltann í mark. ÍBV—Haukar 2-0 Og enn léku Vestmannaey- ingar til sigurs um síðustu helgi og nú í Kaplakrikanum í Hafnarfirði og fórnarlömbin voru Haukarnir. Leikurinn var mjög jafn allan tímann, og liðin skiptust á um að sækja, en ÍBV sigraði með tveimur mörkum gegn engu. Fyrra mark ÍBV kom á 27. mínútu leiksins, og það var Sigurlás Þorleifsson sem skor aði það mark. Áður höfðu bæði liðin átt góð marktæki- færi sem ekki nýttust og strax eftir að Sigurlás hafði skorað áttu Haukar mjög gott tæki- færi sem ekki nýttist. í síðari hálfleik bætti Tóm- as Pálsson öðru marki við. Hann fékk langa sendingu frám völlinn, hljóp af sér vörn ina og vippaði yfir markvörð- inn sem kom út á móti. Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir góð tækifæri á báða bóga, en leikurinn þótti vel leikinn og var skemmtilegur á að horfa. Staðan í 2. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu er nú þessi: ÍBV 8 8 0 0 28:5 16 Þór 8 5 2 1 18:8 12 Ármann 8 4 2 2 16:8 10 Haukar 8 3 2 3 17:15 8 KA 8 3 2 3 17:18 8 ÍBÍ 8 2 2 3 10:13 7 Völsungur 8 2 2 4 8:11 6 Selfoss 8 116 14:27 3 Reynir 8 1 0 7 9:32 2 Markhæstu leikmenn eru þessir: Gunnar Blöndal, KA 9 Örn Óskarsson, ÍBV 8 Tómas Pálsson, ÍBV 7 Jón Lárusson, Þór 7 Sigurlás Þorleifsson, ÍBV 5 Sumarliði Guðbjartss., Self. 5 Loftur Eyjólfsson, Haukum 5 Næstu leikir í 2. deild eru á laugardag, þá leika KA-Hauk ar, Selfoss-Völsungur, ÍBÍ- Ármann og ÍBV-Þór. Herinn Framhald af bls. 5. lendri þjóð gífurleg sérrétt- indi umfram íslendinga sjálfa án nokkurs í aðra hönd? Við höfum aldrei kynnst öðru, ís- lendingar, en að einhver for- réttindi umfram aðra, sem „normalt“ telst, kosti okkur ekki eitthvað. Vill ungi Al- þýðuflokksmaðurinn, sem lét hafa eftir sér í Alþýðublað- inu fyrir skömmu að ef meiri hluti þjóðarinnar yrði fylgj- andi þeirri hugmynd að taka gjald í einhverri mynd af varnarliðinu þá gengi hann 1 lið með hernámsandstæðing- um, verja þetta. Og silfur- peningarnir 30, sem Júdas fékk fyrir að selja herra sinn og meistara koma þessu máli ekki við, og eru ekki annað en stóryrði notuð í þessu sam- bandi. Og öðrum ungum Alþýðu- flokksmanni var mikið niðri fyrir í sama blaði er hann lýsti setningunni, „Þjóð til sölu eins og mella“, eins og margur kynni að hafa sagt, á mjög hógværan og dylgju- legan hátt. Og aftur segi, ég, það hefur enginn talað um að selja landið. Það er ósköp eðli legt að t. d. ýmsum Sjálfstæð- ismönnum þyki ekkert óeðli- legt við að veita Bandaríkja- mönnum sérréttindi langt um fram það sem sæmilegt þætti til þeirra eigin landa. Nei, ungir Alþýðuflokksmenn, tak ið orð ykkar ágæta formanns til fyrirmyndar, ÞAÐ ERU ORÐ AÐ SÖNNU. Bitstjóri. 4 — ALÞÝÐUMAÐURINN Samtök stofnuð til að sporna við áfengis- kaupum unglinga Lögaldur til áfengiskaupa var lækkaður í Kanada og rúm- lega helmingi fylkja í Banda- ríkjunum á árabilinu 1970— 1973. Vegna hörmulegra afleið- inga þessarar lækkunar hafa fjölmenn samtök verið stofn- uð til þess að vinna að því að lögaldur til áfengiskaupa verði hækkaður á ný. Þessi nýja hreyfing er afar sterk í Ontariófylki í Kanada, svo og í Iowa, Minnesota, Massa- chusetts, Maryland og Virg- iníu í Bandaríkjimum. Aukin drykkja nemenda veldur alvarlegum vandamál- um í skólum. Átján ára ungl- ingar kaupa áfengi handa fé- lögum.sínum sem yngri eru. Flúor- drykkjar- vatns í fjölda borga víða um lönd hefir flúor verið blandað í neysluvatn í því skyni að draga úr tannskemmdum. Um þessar aðgerðir hafa lengi staðið harðvítugar deilur, því að flúor er sterkt eiturefni, sem margir telja að geri meira tjón en gagn, og hægt er að fara aðrar og hættulaus ar leiðir til að verjast tann- skemmdum. Þótt kynlegt kunni að virðast eru það ekki heilbrigðisstjórnir landa eða borga, sem taka sér úrskurðar vald í þessum efnum, heldur borgarstjórnir eða íbúar. í þýska tímaritinu Reform- Rundschau er frá því skýrt, að lögð hafi verið niður flúor- blöndun í 180 bæjum í Banda ríkjunum. Banaslysum, þar sem táning- ar koma við sögu, hefir fjölg- að gífurlega og afbrotum ungl inga einnig. í Iowa og Minnesota hafa þegar verið lögð fram laga- frumvörp um hækkun lögald- urs til áfengiskaupa að nýju. Og borgarstjórinn í höfuðborg inni, Washington, hefir beitt neitunarvaldi til að hindra gildistöku reglugerðar sem lækka myndi lögaldur til áfengiskaupa í 18 ár. Er talið að til slíkrar lækk- unar komi ekki þar í borg því að neitunarvald borgarstjóra er það þungt á metunum. Þar fá menn leyfi til áfengiskaupa 21 árs. Áfengísvarnaráð. Alltaf eitthvað nýtt Sumar-mussur í stórum númerum Bómullar pils og jakkar Gallakjólar í mörg- um gerðum Terelín buxur á dömur og herra margir litir Nýjar þunnar flauelsbuxur, nýtt snið Þunnir rúllukragabolir á dömur og herra 10 litir Kleopatra Strandgötu 23 Sími 2-14-Off Laus staða Staða fulltrúa við Verðlagsskrifstofuna á Akur- eyri er laus til umsóknar. Upplýsingar um starfið veitir skrifstofustjóri verðlagsstjóra í Reykjavík í síma (91)27422. Reykjavík 5. júlí 1976. VERÐLAGSSTJÓRINN Eigna- miðstöðin auglýsir til sölu 2ja herbergja íbúðir við Tjarnarlund Ásveg Eiðsvallagötu Spítalaveg 3ja herbergja íbúðir við Skarðshlíð Gránufélagsgötu Lönguhlíð, raðhús Víðilund Skipagötu Norðurgötu 4ra herbergja íbúðir við Hafnarstræti Oddeyrargötu Eyrarveg Tjarnarlund, mjög falleg endaíbúð Einbýlishús við Skarðshlíð Löngumýri 5 herbergja íbúðir við Aðalstræti Oddeyrargötu Hrafnagilsstræti Ásveg 6 herbergja íbúðir við Grænugötu Þórunnarstræti Hafnarstræti Helgamagrastræti Á Húsavík 4ra herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýlishúsi. Upphitaður bílskúr. Hitaveita. Nýjar íbúðir bætast á söluskrá daglega. Höfum kaupendur að einbýlishúsum og rað- húsum fullfrágengnum eða í smíðum. Eigna- miðstöðin Geislagötu 5, 3. hæð, Búnaðarbankahúsinu Opið milli kl. 17 — 19 alla virka daga nema laugardaga en þá er opið kl. 14-16 Símar 1-96-06 og 1-97-45

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.