Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 08.12.1976, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 08.12.1976, Blaðsíða 3
Hinar heimsfrægu LL AD RO-sty ttu r voru að koma frá Spáni Glæsilegt úrval — Lækkað verð Blómabúðin Laufás auglýsir Kertaúrvalið aldrei meira en nú Ilmkerti í miklu úrvali Leiðisljós og margt fleira Verið velkomin Blómabúðin Laufás Frá Póststofunni Akureyri Póststofan verður opin laugardaginn 11. des. til kl. 16 (kl. 4). Föstudaginn 17. des. til kl. 22 (kl. 10) og er það síðasti skiladagur fyrir jólapóst út á land. Laugardaginn 18. des. til kl. 18 (kl. 6) og mánu- daginn 20. des. til kl. 22 (kl. 10)) og er það síðasti skiladagur fyrir jólapóst í bæinn. Póstmeistari Til jólanna! Konfekt í úrvali Súkkulaði og súkkulaðikúlur Útlent sælgæti í baukum Jólapappír, kort og bönd Ávextir, nýir og niðursoðnir ESSO- IMESTIM Nauta- kjöt í heilum og hálfum skrokkum Tilbúið í frystikistuna Kaupfélag Svalbarðseypar símar: 2-13-38 og 2-12-04 Þrjár Ijóðabækur frá Almenna bókafélaginu Almenna bókáfélagið hefur sent frá sér þrjár ijóðabækur. Elfarnið eftir Þórunni Elfu, og tvær fyrstu bækur kornungra höfunda, Kopar Magneu Matt híasdóttur og I skugga manns- ins eftir Sveinbjörn Baldvins- son. Elfarniður er að vísu fyrsta ijóðabók Þórunnar Elfu, en mun vera tuttugasta og önnur bókin sem hún sendir frá sér, hinar bækurnar eru eins og kunnugt er skáldsögur og tvö smábarnasagnasöfn. Auk þess hefur hún samið leikrit fyrir útvarp og ritað fjölda greina, sem birst hafa víðsvegar. Ljóðin í Elfarnið eru frá nokuð löngum tíma og í margs konar formi, rímuð og órímuð og mjög persónuleg. Þórunn Elfa skiptir bók sinni í fimm kafla, sem hún nefnir: Vor, Ungt líf, Konan, Heitur hyr, Marquis de Sade, I skugga skálmaldar og Milli vonar og ótta. Alls eru 32 ljóð í bókinni, sem er 76 bls. að stærð, prent uð í prentverki Akraness. Kopar eftir Magneu Matthí asdóttur. Höfundurinn hefur verið við sálfræðinám í Kaup- manahöfn, en er nú kennari í Grundarfirði. Magnea hefur áður birt eftir sig nokkur ljóð, m. a. í Nýjum Gretti, Samvinn unni og Lesbók Morgunblaðs- ins. Hún skiptir bókinni í tvo hluta, Ný líf og gömul, alls 29 ljóð og ljóðaflokkinn Til mann anna minna. Bókin er kilja, 62 bls. að stærð, prentuð í Alþýðuprent smiðjunni. Samkeppni um ævisagnaskrif Sagnfræðistofnun Háskóla ís- lands, stofnun Árna Magnús- sonar og Þjóðminjasafn Is- lands hafa nýlega hleypt af sto'kkunum samkeppni um minningaskrif sem opin er öll um íslendingum 67 ára og eldri og hefur verið höfð sam vinna við Tryggingastofnun ríkisins um dreifingu á upp- lýsingablöðungi til allra hlut- aðeigandi. Tilgangurinn með samkeppni þessari er að afla vitneskju um liðna tíð sem aldrei kemur aftur og er fyrir myndin að nokkru sótt til Noregs. Reynt verður, ef fé verður fyxir hendi að veita verðlaun fyrir bestu minning- arnar og verða þær gefnar út og e. t. v. athyglisverðir kafl- ar úr öðrum, en allar þær minningar sem berast kunna verða varðveittar til notkun- ar fyrir fræðimenn og aðra. Ef fólk óskar verður farið með einstaka kafla úr minninga- skrifum þess sem trúnaðarmál um tiltekið árabil og skal þess sérstaklega getið og eins ef ekki er óskað eftir því að minn ingaskrifin birtist undir réttu nafni í væntanlegri útgáfu. Ekki þarf fólk að hafa áhyggj- ur af stafsetningu né stíl, né af því að það hafi frá „engu að segja“, því öll vitneskja' getur verið mikilvæg hversu lítilf jörleg sem hún sýnist. Minningaskrifin skal senda til Þjóðminjasafns íslands, Rvík, og hefur skilafrestur verið ákveðinn til 1. nóv. 1977. í skugga mansins eftir Svein björn Baldvinsson. Höfundur inn er aðeins 19 ára að aldri. Reykvíkingur, nemandi í síð- asta bekk menntaskóla. Hann hefur birt áður ljóð í Lesbók Morgunblaðsins og skólablöð- um. Ljóðin í bókinni eru alls 33 að tölu. Bókin er kilja, 64 bls. að stærð, prentuð í Al- þýðuprentsmiðjunni. Alþýðuflokksfólk! Munið skemmtifund Alþýðuflokksfélaganna að Hótel Varðborg sunnudaginn 12. des. kl. 8.30 e. h. Alþýðuflokksfélögin IMýtt í eldhúsið Erum að taka upp margsskonar vörur úr tré og leir til að hengja upp í eldhúsið svo sem kryddhillur með kryddi, könnubretti með 4 og 6 könnum. Bretti með tinskeiðum, diskum, málum o. m. fl. Tilvalin jólagjöf. Komið og sjáið meðan úrvalið er mest. Staða leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1977. Nánari upplýsingar veitir formaður félagsins, Jón Kristinsson, sími 96-23639. Starfið veitist frá 1. september 1977. Leikfélag Akureyrar ASÍ-þing Framhald af bls. 1. öryggismál mikið og gott starf. — Er eitthvað sem þú vilt seja að lokum? — Það kom fram í viðtali við Björn Jónsson forseta ASÍ nýlega, að þetta þing sem nú er nýafstaðið sé það starfs- samasta sem hann hefði setið í þau þrjátíu ár, sem hann hefði verið á Alþýðusambands þingum. Ekki get ég um það dæmt af eigin raun, en þessi skoðun kom fram í máli margra þingfulltrúa og mér finnst þetta þing hafa afkast- að miklu þrátt fyrir það að talsverður tími færi auðvitað í pólitískt þjark, eins og svo oft vill við brenna. Jólatré og greinar LANDGRÆÐSLUSJÖÐS verða til sölu í Hafnar- stræti 105 frá og með 10. desember kl. 1 — 6 e. h. Skógræktarfélag Eyfirðinga Kaupum rjúpur Kaupfélag Svalbarðseyrar símar 2-13-38 og 2-12-04 ALÞÝÐUMAÐURINN — 3

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.