Heimdallur - 12.07.1930, Side 1
HEIMDALLUR
- BLAÐ UNGRA SJALFSTÆÐISB5ANNA
Aígreiðsla í Varðarhúsi (sími 2380) Ritstjóri: Ouðni Jónsson, mag. art.
16. tbl.
Laugardaginn 12. júlí 1930
I. árg.
Til lesanda Heiaidalis.
Með þessu tölublaði tek eg undir ritaður við ritstjórn
blaðsins.
Eins og kunnugt er á blaðið ekki langa tevi að baki.
Það hóf göngu sína skömmu eftir nýár síðast iiðinn vetur.
Á þessum stutta tíma hefir þó ótvírætt komið í Ijós, uð
blaðið var eklci ófyrirsynju stofnað. Það hefir þegar eign-
azt marga vini víðs vegar um land, og kaupandatala þess
er nú orðin hærri ■en ýmissa annarra blaða, sem komið hafa
út árum saman, og er stöðugt að aulcast. Þessar góðu. und-
irtektir, eru útgeföndum ,,Heimdalls“ óblandið gleðiefni
og þykir þetta næsta góðs viti. Hina skjótu útbreiðslu sína
á blaðið auðvitað fyrst og fremst að þakka þeirri stefnú,
sem það styður og berst fyrir í íslenzkum stjórnmálum,
því að nú er svo lcomið, að það verður stöðugt betur þakk-
að og betut metið af landsmönnum að vinna fyrir stefnu
Sjálfstæðisflokksins. Blaðið, hefir því frá öndverðu notið
vinsælcla og samýður vegna þess að það hefir barizt fyrir
góðum málstað. En auk þessarrar aðstöðu virðist mér
óhætt að fullyrða, að „Heimdallur“ hafi verið svo vel úr
garði gerður af hálfu útgefanda og ritstjóra, að hann hafi
vakið fidlkomið traust manna og velvild einnig frá þv.í
sjónarmiði. Við þetta tækifæri vil eg sérstalclega minnast
með þakklæti ritstjórans, Kristjáns Guðlaugssonar, stud.
jur., er hann hverfur nú frá blaðinú til þess að búa sig
undir að Ijúka háskólanámi sínu — þakka honum fyrir
einlægan áhuga og drengilega framgöngu.
Það er einlæg ósk mín, að ,,Heimdallur“ haldi áfram
að fjölga vinum sínum og kaupöndum víðs vegar um land.
Að sjálfsögðu eiga allir ungir sjálfstæðismenn, hvar sem
er á landinu, opið rúm í blaðinu, fyrir - greinar um áhuga-
mál sín, og vill ritstjórinn hvetja menn alvarlega til þess
að liggja ekki á liði sínu, því að nú er þörf á að sameina
kraftana til nýrrar sóknar. Á flestum sviðum þjóðlífsins
er mikið að vinna og ríður því á miklu, að beina huga og
kröftum þjóðarinnar til rétts skilnings á þeim verkefnum
sem bíða hvarvetna úrlausnar. Eg vænti þess að í næstu
blöðum verði ýmis mál, sem ofarlega eru á baugi, tekin til
athugunar í þeim tilgangi að marlca stefnu vora nánara,
en hingað til hefir verið gert í þessu blaði. Að öðru leyti
skal ekki fjölyrt um þetta efni að sinni.
Eg vil aðeins taka það enn skýrara fram að lokum,
hversu nauðsynlegt það er, að góð samvinna' geti tekizt
um blaðið meðal ungra manna víðs vegar um land.
Virðist mér þetta framar öllu áríðandi, ef „HeimcLall-
ur“ á að ná því talcmarki, sem honum er sett, að hjálpa
til að sameina krafta æskunnar í landinu til mikilla verka,
djarflegrar baráttu gegn ógæfu þjóðar vorrar og illu stjóm-
arfari, og um leið til þess að berjast fyrir sigri rétts mál-
staðar, opinberum drengskap og skoðanafrelsi. Til þess að
þetta megi verða, hjálpi oss allir góðir menn.
GUÐNI JÓNSSON.
Stoinþiiag
Sambands nugra sjálfstæðismanna.
Á Alþingishátíðinni, þann 27. júní síðast liðinn, var
Samband ungra Sjálfstæðismanna stofnað á Þingvelli við
Öxará.
Tildrög Sambandsstofnunarinnar eru í stuttu máli þau,
að snemma í vor skipaði „Heimdallur“, félag ungra Sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, nefnd þriggja manna (Torfa
Hjartarson, Pétur Hafstein og Guðpa Jónsson) til þess að
fara á fund miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins og leita stuðn-
ings hennar og atbeina til þess að stofna sjálfstæðisfélög
víðs vegar um land. Árangurinn af þessari nefndarskipun
varð sá, að Torfa Hjartarsyni var falið að skrifa sjálf-
stæðismönnum úti um land, þeim sem kunnir voru at> dugn-
aði og óhætt var að treysta, og hvetja þá til að stofna fé-
lög ungra manna, hver á sínum stað. Lét hann þess jafn
framt getið, að í ráði væri að stofna Samband ungra
Sjálfstæðismanna á Alþingishátíðinni á Þingvelli, ef nægi-
lega mörg félög gæti komizt á laggirnar fyrir þann tíma.
Undirtektirnar, sem þessi bréf fengu, voru alveg fram-
úrskarandi góðar, og aldrei hefir það komið skýrara og
ákveðnara í Ijós, hve mikil og góð ítök sjálfstæðis-stefnan
á í hugum íslenzkra æskumanna. Á skömmum tíma var
hvert félagið stofnað á fætur öðru, og allsstaðar þyrptist
unga fólkið inn í félögin einhuga og brennandi af áhuga. —
Svörin við bréfunum voru venjulega á ]>essa leið: Við höf-
um stofnað hér félag; erum því eindregið fylgjandi, að
Samband ungra Sjálfstæðismanna verði stofnað. Sendum
fulltrúa ,á væntanlegt stofnþing á Þingvelli.
Föstudaginn 27. júní, klukkan rúmlega 8 að morgni,
söfnuðust allir fulltrúarnir saman hjá tjaldi „Heimdalls"
og var þaðan haldið upp í Almannagjá, en þar hafði fundar-
staður verið valinn á fögrum stað, skammt fyrir inpan
öxarárfoss. Veður var hið fegursta, sólskin og blíða. —
Mættir voru alls 45 fulltrúar frá 13 félögum ungra sjálf-
stæðismanna víðs vegar um landið. Félögin, sem sent höfðu
fulltrúana, voru þessi:
Félag ungra sjálfstæðism. í Bolungarvík.
Félag ungra sjálfstæðism. í Borgarnesi.
Félag ungra sjálfstæðism. á Eskifirði. '
Félag ungra sjálfstæðism. á Sauðárkróki.
Félag ungra sjálfstæðism. á Siglufirði.
Félag ungra sjálfstæðism. í Vestmannaeyjum.
Félag ungra sjálfstæðism. í Vestur-Húnavatnssýslu.
„Fylkir“ á ísafirði.
„Heimdallur“ í Reykjavík.
„Óðinn“ á Flateyri.
„Skjöldur" í Stykkishólmi.
„Stefnir" í Hafnarfirði.
„Vörður“ á Akureyri.
Fundarboðandi, Torfi Hjartarson, setti þingið og
stýrði því. Lýsti hann í stuttri ræðu tildrögum og undir-
búningi stofnþingsins og‘ góðum horfum á aukinni út-
breiðslu félagsskapar ungra sjálfstæðismanna í nánustu