Heimdallur - 12.07.1930, Side 4

Heimdallur - 12.07.1930, Side 4
* ( 4 HEIMÐALLUR Pétur Hafsteín lögi'ræóing- ur, form. Heimdalls, dvelur nú í Englandi að frekara lög- fræðinámi. Var honum veitt- ur styrkur úr sáttmálasjóði í því skyni. Hann var meða! farþega á „Stella Polaris“ til þess að vera viðstaddur Al- þingishátíðina og (fór utan strax að hátíðinni lokinni. Tveir aðrir lögfræðingar < hlutu styrk úr sama sjóði til náms erlendis; þeir Torfi Hjartarson og Gunnlaugur Briem. P. Hafstein les sér- staklega atvinnulöggjöf. Verkfall hefir verið hafið í hinni frægu Krossaness-verk- smiðju fyrir norðan. Virðast verkamannaforingjarnir þar í sínum rétti, að því leyti, að þeir vilja sýnilega krefjast svo hárra launa til handa þessum innfluttu norsurum, sem þar vinna, að Holdö sjái sér hag í því að nota heldur innlendan vinnukraft. Það er ekki nema sjálfsagt, að minna þessa norsku síldarspekú- lanta á það, að ísland á að vera fyrir íslendinga en ekki fyrir Norðmenn. V. {%»*.; i i . . , Vdtryggincjcifélagið „NYE DHNS KE“ Brunatryggingar (hús, innbú, vörur o. fl.). Hvergi betri og áreiðanlegri viðskifti,. Aðalumboðsmaður á íslandi: Sigfús Sighvatsson Amtmannsstíg 2. Þakiárn, allar lengdir. Þakpappi, 5 þyatir. Þaksanmnr. FyrirligQjanði. J. Þoriáksson & Norðmann. Bau&astræti 11 — Símar 103, 1903 & 2303. BAtnngnr. Um 30 tunnur af bútung, seljast ódýrt næstu daga. Upplýsingar í síma 246. AllmikiUar ónákvæmni, og jafnvel ranghermis, hefir gætt í skeytum sumra dönsku BLL KveMúlfur. blaðamannanna, sem hér voru á Alþingishátíðinni. — Það er meira en gremjulegt, það er stór vítavert, að blöð- in í Danmörku skuli flytja allra blaða vitlausastar fregn ir frá hátíð sambandsþjóðar- kvæmilegt að líta svo á, að .. innar. Verður okkur óhjá- blaðamennskan danska sé á einstaklega lágu stigi, og sé í höndum sérstaklega óábyggi- legra manna. Sú breyting verður á rit- nefnd „Heimdalls“, að Guð- mundur Benediktsson lögfr. tekur sæti sem ‘ formaður hennar í stað Guðna Jóns- sonar, sem tekur við ritstjórn blaðsins, og Pálmi Jónsson verzlunarm. og Magnús Thorlacius lögfr. köma í stað þeirra Torfa Hjartarsonar og Jóhanns Möllers, sem eru báðir farnir úr bænum. Mörg eru konungs eyru. Þegar konungur sté á land í Reykjavík á dögunum, voru þar ýmsir höfðingjar saman komnir til þess að heilsa kon- ungí og bjóða hann velkom- inn. Meðal þeirra var Jón- as ráðherra frá Hriflu. Um Gialdagi blaðsins var 1. júií. leið og konungur heilsaði honum, sagði hann við ráð- herrann: „Nú, það eruð þér, sem eruð eins konar Mussolini!“ Þessi ummæli konungs urðu þegar fleyg og hafa birtst í dönskum blöðum. — Svo sem við var að búast, varð veslings ráðherranum orðfall, enda mun hann eigi hafa búizt við þessum kveðj- um hjá konungi. Þetta atvik sýnir, hvernig litið er á að- gerðir þessa ráðherra af þeim mönnum erlendum, sem fylgjast með íslenzkum stjórnháttum. Svarta hjörðin hans Jónasar. Eins og menn muna, var „Heimdallur“ ásamt fyrir- lestri P. Kolka sendur inn á hvert sveitaheimili á landinu, um 10.000 eintökum var út- býtt þannig. Af þessum 10 þús. manns, hafa fjörutíu endursent, eða fjórir af þús- undi hverju. Þetta er lítil hjörð, en hún er trygg. AtJcvæöatalning á laná- kjörsatkvæðum fer fram fimtudaginn 17. þ. m. og hefst kl. 9 f. hád. Kosningin var ágætlega sótt af kjósend- um| um 24000 manns greiddu • 'kvæði. — Það er því ekki undarlegt þótt menn sé for- vitnir að vita hversu þessi atkvæði skiftast niður á flokk aría, enda hefir þess talsvert gæJt, að menn eru óþolinmóð- ir að bíða, og verður vafa- laust margt um manninn við atkvæðatalninguna. — Ýmsa spádóma hefir Heimdallur séð um tölur er upp muni koma við talninguna, og verð ur gaman að vita, hversu þeir sj)á(lómar standast. Knattspyrnumót íslands var háð hér 1 Reykjavílc, og hófst fyrir Alþingishátíð. — Því lauk þannig nú í síðustu viku, að Valur sigraði og hlaut nafnið: „Besta knatt- spyrnufélag Islands“. Mátti lítt á milli sjá með Val og K.- R., en K.-R. hefir eins og Kvikmyndahúsin. NÝJA BÍÓ sýnir nú um helgina mynd, sem heitir At- lantshafs-flugmaðurinn. — Mynd þessi er amerísk og bráð skemmtileg. Aðalefni myndarinnar er það, að ungur bílstjóri, sem er orðinn leiður á bílstjóra- starfinu, en langar til að verða flugmaður, ræðst í að búa til flugvél handa sér, úr slaghörpu, guitar og nokkr- um grammófónum. Nú vant- ar piltinn peninga líka. — Kemst hann þá í kynni við dóttur raksápukonungs, sem Sloan heitir. Karlinn vill ekk ert hafa með þetta að gera, en það atvikast nú samt þann ig, að hann þarf endilega að komast tafarlaust til New Ýork, lendir óvart uppi í flug vél bílstjórans ásamt kéllu sinni og dóttur, og fer síðan allt af stað. En þegar til kem ur, kann pilturinn ekki að stýra flugunni, svo það verð- ur að ráðast hvar hún lendir, sem ekki verður fyrri en ben- sínið er búið, enþaðvarnægi legt til 60 klukkustunda flugs. Þegar það var þrotið, settist flugan, óg var þá komin alla leið til Rússlands. Hafði bíl- stjórinn þar með unnið 25 þúsund dollara verðlaun fyr- ir að setja met í langflugi. Aðalhlutverkin leika: Gle- nu Tryon og Patsy Ruth Millér. kunnugt er undanfarin ár ver ið lársveigíi krýndur sigur- vegari á flestum mótum hér. Valur hefir hinsvegar aldrei unnið mót fyr, og ]>ví hér um framför að ræða hjá Vals- mönnum, sem er gleðilegur og verðlaunaverður árangur af ötulli starfsemi þess félags. Flugfélagið hefir nú hafið flugferðir samkv. áætlun, og hagar þeim þannig: Á mánudegi hverjum vepð- ur flogið til Norður- og Aust- urlands, með viðkomu í Stykk ishólmi, Sauðárkróki, Siglu- firði, Akureyri, Þórshöfn, Seyðisfirði og Norðfirði. Á hverjum föstudegi verður flogið til Isafjarðar, með við- komu í Stykkishólmi og öðr- um Vestfjörðum eftir hent- ugleikum. Á hverjum laugar- degi er flogið til Vestmanna- evja. Ef veður hamlar verðmr flogið næsta færan dag. lsafoldarprent»mi0ja hJT. r

x

Heimdallur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.