Heimdallur - 12.07.1930, Side 3

Heimdallur - 12.07.1930, Side 3
$ HEIMDALLUR 3 Þúsund ára hátíðin. íslendingar hafa hal,dið hátíðlega þúsund ára minningu hins endurheimta Alþings og hins glataða lýðveldis. Hátíðin fór vel fram. — Mikill mannfjöldi var saman kominn á Þingvöllum hátíðardagana. Veðrið var mjög .sæmilegt. Qg framkoma mannfjöldans var yfirleitt hin prýðilegasta. Eg sé ekki ástæðu til að birta hér dagskrá hátíðar- innar, enda gerist þess engin þörf. En tvennt var það í dagskránni. sem lengi mun lifa í minni manna: Ávörp hinna erlendu gesta og hátíðarljóðin. — Fulltrúar þeirra þinga, sem boðið hafði verið að senda menn á hátíðina, fluttu ávörp sín að Lögbergi. Ræður þeirra voru að ýmsu leyti merkilegar. Margir þeirra ræddu um frelsið, nauð- syn þess og gagnsemi fyrir þjóðirnar. Má líklegt telja, að stjórnarliðar hafi kveinkað sér unda,n ræðunum, því að þær beindust mjög gegn þeirri þrælastefnu, sem þeir hafa barizt fyrir á síðari árum. Meðan flutningur þessara ávarpa stóð yfir, vildi það óhapp til, að danski fáninn var ekki við höndina, er draga skyldi hann að hún. Forseti sameinaðs þings afsakaði það mjög, og máttu Danir því sjá, að það var óhapp en ekki ásetningsverk. Hátíðarljóðin eru yndislega fögur. Og lagið við þau er samboðið þeim. Hafi þeir þökk fyrir, Davíð og Páll. Útlend blöð, sem birt hafa greinar um hátíðina, fara flest lofsamlegum orðum um hana. Undantekning er þó frá þessu. Greinar þær, er birtst hafa í dönskum blöðum, eru margar ýktar, ósannar og lítt velviljaðar í garð þjóðar vorrar. — Telja sumir, að óhappið með danska fánann, hafi haft hin verstu áhrif á Dani, og því séu greinar dönsku blaðanna í þeim anda, sem áður er um getið. En þetta er vafalaust ekki rétt. Færeyski fáninn var dreginn að húni, þegar fulltrúi Lögþingsins í Færeyjum flutti ávarp sitt. Varð Dönum mik- ið um það, svo sem vænta mátti. Þeir geta ekki unað því, að nokkur maður eða þjóð, viðurkenni að Færeyingar séu þjóð. Yfirdrotnunarsýki þeirra veldur því, að þeir hlaupa jafnan upp á nef sér, ef slík viðurkenning kemur fram í ■orði eða á borði. Aron. ———— Dómsmálaráðherra dæmdur fyrir meiðyrði. Eins og kunnugt er, skrif- að Jónas dómsmálaráðherra mjög níðangurslegar greinar i „Tímann“ síðast liðinn vet- ur, og nefndust þær „Bylt- ingabrölt læknaklíkunnar í Reykjavík". Auk þess sem þar var margt um fölsun sögulegra staðreynda, beind- ust greinar þessar jafnframt að einstökum læknum, og var farið um þá harla ó- fögrum orðum. Tveir læknar, þeir Matthías Einarsson í Reykjavík og Bjarni Snæ- björnsson í Hafnarfirði höfð- uðu hvor um sig mál á hendur ráðherranum fyrir meiðvrði um sig. — Dómur lö •-•'annsins í Reykjavík er rvlora fallinnri í báðum þess rm meiðyrðamálum. / má'i Matthíasar Einarssonar var dómsmrh. dæmdur í 60 kr. sekt til ríkissjóðs, en til vara í þriggja daga einfalt fang- elsi og í málskostnað til stefn anda 60 kr. — í máli Bjarna Snæbjörnssonar var dóms- málaráðherrann uæmdur í 120 kr. sekt til ríkissjóðs eða í 6 daga einfalt fangelsi og 75 kr. í málskostnað til sefn- anda. í báðum tilfellunum voru ummæli ráðherrans dæmd dauð og ómerk. Sennilega eru það eins dæmi. að dómsmálaráðh. sé dæmdur í sektir og fang- elsi fyrir meiðyrði. Flestar siðmenntaðar j)jóðir myndu ekki ])ola slíkan mann stund- inni lengur í ráðherra sæti, sem ekki kynni betra taum- hald á tungu sinni en ís- lenzki dómsmálaráðherrannn gerir. — Hér getur ráðh. ekki heldur flúið í það skálka skjól, að halda því fram, að dómarinn hafi beitt hlut- drægni í hans garð, því að lögmaðurinn í Reykjavík er fylgispakur flokksmaður ráð- herrans og á honum stöðu sína að launa. Sýnir það bezt, hve málstaður ráðherr- ans var óverjandi, að jafn- vel vinir hans og skoðana- bræður megna ekki að finna honum þær málsbætur, er bjargað gæti ráðherranum frá þeirri opinberu hneisu að vera dæmdur í sektir eða fangelsi fyrir róg og níð um merka samborgara sína. Voru á verði!! Einn af félagsmönnum Fél. ungra Jafnaðarmanna í R- vík, sagði Heimdellingi, sem sat stofnfund ungra Sjálf- stæðismanna það í fréttum, að ekkert hefði orðið úr stofn un sambandsins. Heimdell- ingurinn spurði hann, hvort hann hefði ekki lesið skýrsl- una um fundinn í Morgun- blaðinu, en hann svaraði: „Við höfðum mann rétt hjá tjaldinu ykkar allan morguninn, en hann sá eng- an mann koma“. Til að reyna að sannfæra jænnan vantrúaða sósíalista um staðreyndina, og hitt, hve illa hann hefir valið mann til þessarar virðulegu ,Nasa‘- starfsemi, er rétt að vísa hon um til „skoðana“-bróður síns Gizurar Bergsteinssonar em- bættismanns, sem fagnaði hinum fríða fulltrúahóp á Almannagjárbarmi, er hópur inn var á leið frá Heimdalls- tjaldinu til fundarstaðarins í Almannagjá. Mátti Gizur þar glöggt kenna Torfa Hjartarson og fleiri skóla- bræður. — Mun Gizuri ef- laust ljúft að fá eitt tækifæri enn til að bera sannleikan- um vitni. Alþýðumaður. Gaddavír. Þegar sagan verður rituð, verða nokkrar blaðsíður helg aðar því herrans ári 1930. Undur og stórmerki skeðu þá. — Dómsmrh. íslands var þá lýstur brjálaður af einum bezta sálfræðingi Norður- landa. Kristján konungur X. skopaðist að j)essum sama ráðherra með jieim ummæl- um að hann væri að leika Mussolini. Atvinnumálaráð- herrann, sem lýstur var hálf- dauður vesalingur af konu ofangreinds ráðherra flutti kvígukjöt í tonnatali inn í landið frá Danmörku, til j)ess að gæða gestum Alj)ingishá- tíðarinnar með. Hefir hann sjálfsagt álitið, að kjötið af íslenzku kvígunum væri ekki nógu „fínt“ handa þeim. — Þetta er því undursamlegra þegar þess er gætt, að það var bændaforinginn sjálfur, sem jætta gerði, það var bændaforinginn Trygg\ú Þór hallsson sem snuðaði „bænda lyddurnar“ íslenzku um kjöt- verzlunina og flutti hana í hendur danskra bænda. Það verður áreiðanlega talinn stór viðburður í sögu ís- lenzku þjðarinnar, þ'egar flutt var kjöt inn í landið frá Dönum. Næsta skrefið verð- ur sennilega að flytia hingað saltfisk frá Bretum. og er voimndi, að sami ráðherrann sjái fyrir farmi ])aðan, svo fljótt, að hann verði hingað kominn um j)að leyti, sem danska kvígukjötið þrýtur. Ennfremur verður j)að að teljast merkur eða að minnsta kosti sögulegur við- burður er dómsmálaráðherra landsins var dæmdur í fjár- sektir eða fangelsisvist fyrir meiðyrði og atvinnuróg um læknastétt landsins. Læt eg hér staðar numið að sinni, en fleiri munu atburðir í stjórnartíð núverandi stjórn ar sögulegir jjykja, umr j)að bil er sagan verður skráð. Leiðrétting. í greininni um Borgarnesr förina í síðasta tbl., j)ar sen taldir eru upp ræðumenn f fundi ungra sjálfstæðism. Borgarnesi hefir misprent- azt: Pétur Jónsson verzlun- arstjóri, á að vera: Pálm' Jónsson verzlunarmaður.

x

Heimdallur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.