Heimdallur - 12.07.1930, Side 2

Heimdallur - 12.07.1930, Side 2
H. EIMDALLUR 2 'framtíð. Benti hann á nauðsyn þess, að öll félö'gin myndaði allsherjar samband með sér, hvert öðru til styrktar og eflingar. Að lokum bar hann fram tillögu þess efnis, að .Samband ungra Sjálfstæðismanna yrði stofnað þá þegar af þeim félögum, er sent höfðu fuiltrúa á stofnþingið. Var tillagan samþykkt með samkvæði allra þingheyjanda. — Lagði fundarboðandi þá fram frumvarp til iaga handa Sambandinu, er hann hafði samið, og lagði það fyrir fuil- trúana. Tókij ýmsir tii máls um lögin og guidu þeim flestir samkvæði. Var frumvarpið samþykkt sem lög sam- bandsins með nokkrum smávægilegum breytingum. En til þess, að menn viti gjör stefnuskrá Sambandsins, skal hér birt 2. og B. gr. laganna, en þær eru á þessa leið: 2. gr. Tilgangur sambandsins er: a. að vinna að því, að ísland taki að fullu öll sín mál í eigin hendur og gæði landsins ti! afnota fyrir lands- menn eina. b. að efla í landinu þjóðlega, víðsýna og frjálslynda framfarastéfnu á grundvelli einstaklingsfrelsis, at- vinnufrelsis og séreignar, meo hagsmuni allra stétta fyrir augum. 3. gr. Tilgangi þessum viil sambandið ná með því að útbreiða stefnu sína meðal ungra manna, efla félög ungra sjálf- stæðismanna og sameina þau til áhrifa á stjórnmái og kosningar. Va r þá gengið til kosningar á stjórn sambandsins, og voru þessir kosnir: Torfi Hjartarson cand. jur. formaður, Sigríður Auðuns, ungfrú, ísafirði (ritari), Kristján Stein- grímsson, stúdent, Akureyri, (2. varaformaður). Árni Matt- hiesen, lyfjafræðingur, Hafnarfirði, (gjaldkeri) og Guðni Jónsson mag. art. Reykjavík, (1. varaformaður). En þessir voru kosnir í varastjórn: Gunnar Thoroddsen, stud. jur., Reykjavík, Jóhann Möller, stud. jur., Reykjavík, Sigurður Jóhannsson, framkv.stj.. Borgarnesi, Guðmundur Bene- diktsson, lögfr., bæjargjaldkeri í Reykjavík og Thor Thors framkvæmdastjóri í Reykjavík. Stofnþingið fór að öllu leyti hið bezta fram- svo sem hæfði merkilegum stað og stund og mikilvægu málefni, er brátt mun bera ríkulega ávexti í íslenzku stjórnmálalífi og eflast til góðra áhrifa. Skildu fui^darmenn glaðir og ánægð- ir eftir að hafa sungið nokkra ættjarðarsöngva og hrópað húrra fyrir Islandi og Sjálfstæðisflokknum. Munu þeir, er þarna voru saman komnir lengi minnast þessarar morgun- stundar uppi í Almannagjá og líklegt er, að.saga lands vors verði einhvern tíma minnug þessa' atburðar, ef þjóðin er ekki með öllu heillum horfin. Mánudagskvöldið 30. júní bauð sambandsstjórnin öll- um fulltrúunum til kaffidrykkju í K.-R.-húsinu í Reykja- vík. Voru þar margar ræður haldnar og aldrei minnist sá, sem þetta ritar, að hafa séð jafn almennan og lifandi áhuga meðal ungra manna sem þar. Hver maður stóð upp á fæt- ur öðrum til þess að láta í ljós ánægju sína yfir stofn- un sambandsins og eggja félaga sína til öflugrar fram- göngu og samtaka baráttu fyrir hugsjónum sjálfstæðis- stefnunnar. Til þess að menn fái nokkra hugmynd um það, hve •öflug og víðtæk hreifing hér er á ferðinni og hve einhuga æskan í landinu er að fylkja sér undir merki sjálfstæðis- stefnunnar, skal þetta tekið fram að lokum: Á stofnþinginu á Þingvelli voru mættir 45 fulltrúar, eins og áður er iágt, en hver fulltrúi fór með umboð 25 félagsmanna. Samband ungra Sjálfstæðismanna hefir ]>ví að baki sér og er stofnað í umboði 1125 ungra manna í landinu. Þegar þar við bætist, að frá sumum félögunum komu ekki allir þeir fulltrúar, sem þeim bar, samkvæmt meðlimatölu þeirra, vegna forfalla, og nokkur ný félög gátu engan sent, svo sem Sjálfstæðis- og framfarafélag Hnappdæla og Sjálfstæðisfélagið í ólafsvík, mun það láta nærri, að félagatala ungra Sjálfstæðismanna sé nú alls um HOO manns. Er þessi árangur harla glæsilegur og talar Pósthússiræti, Reykjavik. Simar 542, 254 og 309 (framkv.stj.) Alíslenzkt fyrirtæki. M Allskonar bruna- og sjó- ||j vátryggingar. Hvergi betri né áreiðanlegri viðskiiti. — Leitið upplýsinga hjá næsta umboðsmanni. — sínu skýra máli, þegar þess er gætt, að verulegur skriður fór ekki að koma á hreifinguna fyrr en sne'mma á þessu ári. Allmörg ný félög eru nú á úppsiglingu á ýmsum stöð- um, verða stofnuð í haust og á vetri komanda. Og áfram verður haldið; þangað ti! félög eru mynduð í hverju byggð- arlagi í landinu, ]>ar sem óspillt æska vill rétta hönd til viðreisnar hinum íslenzka málstað. G. J. A Þingvelli 1930. Hér loga tindar hátt við hamra sal, í hjörtum fólksins er sú saga fundin, hér byggðf þjóð, er þekkti hlýjan dal, við þrótt og vonir er sá þráður bundinn. Með eld í huga og arfgengt ]irek í sinni, og alfrjálst blóð, sem varð ei lokað inni. Það iand var eldum ýmislega runnið, með eyðisanda, jökla og brunageim; stórleit sjón af sterkum viðum unnið steypt í móti jökla og hvera eim; en blómin geymdi brunafreðin alda, svo búalýður mætti lífi halda. Þennan tíma þúsund ár við bindum er þjóðhelg minning skapar þenna völl; ljósálfarnir léku hér á tindum, lýstu þessa steyptu frelsishöll. Hér gerðust lög, er landsmenn skyldu læra, svo lífsins réttinn mætti endurnæra. Hér þuldu svanir þýðlynd ástarljóð, hér þreyttu ernir flug af bröttum tindum, hér stigu meyjar danz við dýran óð, hér dundu slög af fossins silfurlindum, hér átti margur sekt og sannleik inni, er sagt var fram af lögréttunni þinni. Þú, víði geimur, veittir okkur grið, þær viðjar bundust þínum helgu kröftum, þú veittir okkur lífsbjörg, frelsi og frið, þú færðir okkur lausn úr þrældóms höftum, þú færðir okkur frið að loknum degi og frelsis ljós, er sloknað hefir eigi. Við megum ekki misnota þá gjöf, sem mannvits löndin hafa fært í haginn. Við megum til að muna þeirra gröf, er mynduðu og steyptu frelsisbraginn. Við höfum þökk að gjalda þessum sléttum og þessum fornu landsins brenndu klettum. DANÍEL HJÁLMSSON.

x

Heimdallur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimdallur
https://timarit.is/publication/604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.