Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.02.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 05.02.1925, Blaðsíða 4
4 DAGB LAÐ Munið eítir HYlTÖLINU íl Laugaveg 12. Bezt með mat og í graut. Tóm steinolíuföt kaupir hæsta verði Hf. Hrogn & Lýsi. Simi 262. CigarettBr og Vinilar ódýrast í „Króminni“ Laugaveg 12. EPLIN eru altaf jafn Ijúffeng í verzl. Vísi. Hrlngið í nr. 555. í 25 kg. kössum er langbeztur og ódýrastur í verzl. V aðnes, Klapparstíg 30. Góðar bækur. Beztu vinirnir eru þær mörg- um manni, og eru sumir rit- höfundar eins voldugir í ríki sínn eins og konungar og keis- arar voru fyrrum. | Mér varð í gær, sem oftar, á að líta inn í bókaverslun á heim- leiðinni. Meðal annars sá eg þar stúlku, er stóð fyrir framan bókaskáp- inn og var að velja sér bók í samráði við afgreiðslumann, er hún þekti. »Einhverja góða enska bók«, sagði hún. »Kauptu þá eitthvað eftir Kipling«, sagði hanu, »eða Haggard, eða Sher- lock Holmes«, bætir hann við, og flettir upp einhverri bók, »þeir eru allir góðir og þektir höfundar«. Þetta minti mig á, að Matt- faías sagði eitt sinn um bræð- urna Brandes, að þeir væru »á bragðið jafnólíkir tóbaki og kandís«. Og ættu þeir, eða þær, sem falin er afgreiðsla í bókabúðum, að vera góð leiðarljós í vali bóka. Það er list út af fyrir sig, að selja bækur, og þarf kunnáttu til þess, svo vel fari. Ör ýmsum áttum Ameríkskt kvlkmyndafél. bef- ir að undanförnu verið að leika »Ben Hur«, og var flokkur leik- enda sendur til Ítalíu til þess að leika þar mestan hluta mynd- arinnar. Var búist við að því yrði ekki lokið fyr en eftir sex mánuði. En nú hefir leikflokkn- um verið vísað úr landi og er mælt, að það hafi verið gert af pólitiskum ástæðum. Þótti þetta þeim inun undarlegra, sem rík- iserfinginn hafði rétt áður heim- sótt flokkinn og látið í ljósi ánægju sina yfir dvöl þeirra í Ítalíu og kvaðst vona að hún yrði til þess, að gefa ítalskri kvikmyndalist byr undir báða vængi. Flokkurinn hefir nú farið vestur um haf og sezt að í Culver City í Kaliforníu. í*ó verður enn að leika nokkuð af myndinni í Róm, svo sem þau atriði hennar er gerast í Jerúsalem, því að í Róm hefir verið reist eftirmynd hennar og treystist leikfélagið ekki til þess, að fá því eins vel fyrirkomið vestan hafs. lnnflytjendadeild Bandaríkja- ráðuneytisins, barst einkenni- legur vandi að höndum nýlega. Maður nokkur bjargaðist af skipi í land hjá Cape Charles. Hann skildi ekki orð í ensku og hverra ráða sem leitað var fanst enginn svo fróður maður, að hann skildi eitt orð af því sem hinn ókunni maður sagði. En þar sem hann hafði ekki leyfi til að seljast að þar í landi, var hann halður í gæzlu um mánaðartíma. Þá datt einhverj- um það snjallræði í hug, að senda málróm og tal mannsins með loftskeytum út um alt land í þeirri von að einhver af þeim, er hlustuðu mundu skilja hann. Þetta reyndist og svo. Kom þá upp úr kafinu, að maðurinn var Finni og hét Oxekula. Kunni hann ekki annað mál en finsku. Var hann búinn að fá nóg af veru sinni í Bandarikjunum og vildi ólmur komast sem fyrst heim til ættlands síns aftur. /

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.