Dagblað

Tölublað

Dagblað - 12.02.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 12.02.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ birgðum, er fyrir yrði, þá tollur- inu væri afnuminn. — Nú vill stjórnin, eins og áður hefir verið frá skýrt hér i blaðinu, fá lög þessi framlengd til 1. apríl 1926, til þess að missa ekki tekjurnar. Að öðru leyti þykir henni óheppilegt, ef farið væri að gera einhverjar breytingar á lögun- nm nú, og segir réttilega, að það sé »ótækt að gera slikar breytingar löngum tíma áður en þær eiga að ganga i gildi; þær þurfa helzt að koma með sem minstum fyrirvara, eins og breyt- ingar á aðflutningstollum yfir höfuða. Vill hún þvf, að ákvörð- nn verði tekin á Alþingi 1926, nm það hvernig fara skuli með lögin — — — Önnur lög voru líka samþykt á þinginu 1924; heimiluðu þau rikisstjórn að innheimta ýmsa tolla og giöld með 25% gengis- viðauka. Pessi heimild var mið- uð við það, að sterlingspund væri skráð hér í Reykjavík á 25 krónur eða meira. Þetta hefir nú gengið vel fram að þessu, því að gengi erlendrar myntar hefir verið hátt, en nú er þó orðin sú breyting á, að íslenzk króna hækkar stöðugt og má búast við þvf, að sterlingspund verði skráð lægra en 25 krónur. Þess vegna vill stjórnin nú fá þá breytingu á lögunum, að þessi 25% bækkun á tollum og gjöldum megi haldast, án tillits til þess hvað erlend mynt er skráð. Geta þá þessi 25% varla lengur talist »gengisviðauki«. En »nauðsyn brýtur lög«; rikis- sjóður má ekki fremur missa þessar tekjur en aðrar. Þjóðleikhúsið nýja. Þér hafið, herra ritstjóri, sent mér 7. tölublað »Dagblaðsins« með þeim tilmælum, að ég svar- áöi upp á fyrirspurnina um það hvar nýja þjóðleikhúsið eigi að standa. í lögunum um Pjóðleikhúsið (lög nr. 40, 1923) stendur síð- ast 6. gr. »Rikið leggur til ó- keypis lóð á Arnarhólstúni«. Pað eru lög en engin gömul samþykt. Rikið á enga aðra lóð í Reykjavik, en Arnarhólstúnið, og þetta var sett í lögin því tvisvar áður hefir átt að reisa opinberar byggingar þar. Einu sinni var lóðin neðst fyrir norð- an Hverfisgötu ætluð undir Há- skólabygginguna, þar næst var til samningur við Landsbank- ann að hann fengi hornið milli Hverfisgötu og Kalkofnsstígs, en þegar tilkom vildi hann heldur reisa hús sitt á gamla staðnum. þegar þjóðleikhúsnefndin var skipuð, leitaði hún til stjórnar- innar um útmælingu undir hið væntanlega hús. Stjórnin sneri sér til bæjarstjórnarinnar. Hún sendi tvo menn úr byggingar- nefndinni og aðrir tveir komu úr skipulagsnefndinni; þessir menn fjölluðu um málið. Skriflegt svar fengum við ekki, en ég hef heyrt, að niðurstaðan hafi verið sú, að leikhús mætti þar ekki byggja, aftur á móti væri stað- urinn hentugur undir Ráðhús bæjarins. Nú hafði víst verið ákveðið að fylla út i tjörnina í vikið á milli Iðnaðarmannahússins og Bárunnar. Par átti Raðhúsið að standa, en nú munu bæjarins ráðsmenn i þessu efni. vilja setja leikhúsið þar. Nefndar- menn hafa hvorki samþykt né neitað þessum flutningi. Við höfum ekkert skrifað svar feng- ið og svo er dagur til stefnu. Að sinni get ég engu ákveðnu svarað upp á þessa fyrirspurn. í sömu fyrirspurn er bent á að ég hafi sagt að leikhúsið mundi kosta 800000 kr. Til skýringar skal ég taka fram, að þar er átt við þá krónu, sem við nú búum við. Hún er nú 65 aur. af gullverði krónunnar. Hún er að stíga, og verði krón- an komin í gullverð þegar bygl er, og til þess eru líkur, og verð á öðrum vörum og vinnu komin í jafnvægi við gullverðiö, þá má draga 35% frá þessum 800,000 kr., það eru 280,000 kr. og þá ætti byggingin ekki að kosta meira en 520,000 kr. » Indriði Einarsson. H)agBla&. ,S, í Arni Óla. Ritstjórn: { G- Kr. Guðmundsson. Afgrdðslat LæUjartorg2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr 1.50 pr. cm. Blaöverð: 10 aura eint. Borgin. SjáTarföll. Síðdegisflæður kl. 7,48. Ardegisflæður kl. 7,30. Nytt frnmvnrp. Bjarni Jónsson frá Vogi flytur frv. um löggilta end- urskoðendur. Petta sama frv. bar hann fram á pingi 1914, og gekk það þá í gegnum Nd. Nú virðist flm. þörfln á slikum lögum enn brýnni en þá var, svo að hann ber það fram að nýju. Slys. Fyrir nokkrum dögum vildi það slys tii, að mann tók út af mb. Geir goða frá Akranesi, og drukn- aði hann. Hann hét Bjarni Hall- steinsson og var af Akranesi. Höfnin. Ari kom hingað í gær af veiðum. Hafði hann mist loftskeyta- stangir sínar. Karlsefni kom í gær frá Eng- landi. Merkúr kom í gær frá útlöndum, og fer aftur í kvöld. Tíðnrfar. Snjókoma var á Seyðis- firði í gær, en annars staðar bjart veður. Loltvog var hríðfallandi á Norðúr- og Austurlandi. Frost var likt um land alt, 6—8 stig; hvassast í Reykjavík og Stykkishólmi (8). Alls staðar norðan- og norðaustan- átt. — Veðurathuganastöðin spair að sams konar veður haldist og verði hríð á Norðurlandi. Látin er hér í bænum frú Björg Jónsdóttir, ekkja Markúss Bjarna- sonar sjómannaskólastjóra. Hún dvaldi nú síðast hjá. syni sínum Sigurjóni, stjórnarraösritara. Merk kona og vel látín. Hnnstrigningar verða leiknar í kvöld. Kcflnv'k. mótorkútter H. P. Duus, á nú að fara að búa út á fiskveiðar. Germanin hélt aðalfund sinn i fyrradag. í stjórn voru kosnir: Luö- vig Guðmundsson stud. theol, Wer- ner Haubold stud. mag. og Ernst Hinlz. Meðstjórnendur; Alexander Jóhannesson dr. phil. og Einar Jóns- son mag. art.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.