Dagblað

Tölublað

Dagblað - 14.02.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 14.02.1925, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐ Beztar Málningarvörur selur Málarinn. S^írni 1498 Pingtíðindi. If'KOL'li bezta tegund, 60 kr. tonnið, 10 kr. skippundið heimflutt. H. P. DUUS. Neðri delld. t*ar var fyrst til umræðu frv. stjórnarinuar um 1200 kr. náms- styrk handa alt að 4 stúdent- um á ári, til þess að nema þau fræði erlendis, sem eigi er veitt fræðsla í hér við Háskólann. Bjarni frá Vogi mótmælti því, að tala námsmanna væri á- kveðin með lögum. Það væri vitanlegt, að við erlenda há- skóla væri miklu fleiri íslenzkir námsmenn og mundu verða miklu fleiri. Rikinu hæri tvöföld skylda til þess að styrkja þessa námsmenn. Sú fyrst, að með Sambandslögunum hefði Garð- styrkurinn verið afnuminn og hin síðari væri sú, að í landinu sjálfu væri ekki kend ýms fræði seín nauðsynlygt er að einhverjir kunni þó. Og í kostnaðinn mætti ekki horfa. Hver á rikis- sjóðinn? Er það ekki íslenzka þjóðin? Og eru það ekki synir þeirrar þjóðar, sem hér er talað um að styrkja til þess að þeir geti siðar unnið þjóð sinni gagn með lærdómi sínum? Að öðru leyti kvaðst hann vera frv. hlyntur. Forsætisráðherra kvað það ekki alveg rétt skilið, að ekki ætti nema 4 að njóta styrks. Þeir yrðu 16 alls, eða 4 nýir á hverju ári. Nú sem stæði væru 18 íslenzkir stúdentar i erlend- um háskólum. Þar af læsu 8 verkfræði og 4 hagfræði, og kvað hann efasamt hvort lsland væri nokkuru bættara þótt nemend- um í þeim fræðigreinum fjölg- aði. Málinu visað til 2. umræðu og mentamálanefndar. Fá var tekið fyrir frv. um laun barnakennara og skipun þeirra. Ásgeir Ásgeirsson mælti á móti frv„ einkum um lögá- kveðinn kenslustundafjölda, 36 stundir á viku. Kvað hann það rangt, er stæði í greinargerð frv., að fordæmið væri fengið frá öðrum Norðurlandaþjóðum. í Danmörk væri kenslustund ekki nema 45 mínútur og i hin- um löndunum 40 minútur, þannig að fimm stunda kensla þar væri ekki nema 4 stunda kensla hér. Hann kvað það hefði verið sanngjart, að um leið og starf kennara væri auk- ið, þá hefði um leið verið aukin laun þeirra. En því væri ekki að heilsa. Kennarar væru hér svo illa launaðir, að þeir yrði að stunda aukavinnu til þess að geta dregið fram lifið. í Noregi væri kennarakaup 5000 —8000 krónur á ári og auk þess húsaleiguslyrkur og sum- staðar frítt húsnæði, sem á reykvíkskan mælikvarða mætti reikna til 2000 króna á ári. Annað atriði taldi hann og ó- fært 1 frv., að færa yfir á bæja- og sveitasjóði kostnað við ald- ursuppbót kennara. Væri það augljóst á nefndaráliti því er frv; fylgir, að með þessu móti skyldi kennurum fækkað, en hefði nefndin gert sér far um að at- huga hvort hægt væri að fækka kennurum, þá mundi hún hafa komist sjálf að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hægt. Kvað hann það lúalega aðferð, þá er spara ælti laun opinberra starfs- manna, að ráðast á garðinn þar sem hann væri lægstur. En úr þvi ætti að spara á þennan hátt, þá hefði mátt byrja á einhverj- um öðrum, t. d. læknum. 11 tap geta fengið fasta alvinnu. Komi á skrifstofu Jaqlisii Fljótir núT að fá ykkur frakka úr hinum vönduðu frakkaefnum mínum og íöt úr bláu góðu Cheviotannm. Frakki frá 180,00. Föt frá 160,00. GUÐM. B. VIKAR, klæðskeri, Laugaveg 5. 88V~ Anglýslngam f Dag- blaðið má skila í prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðslu blaðsins. Sími 744. Forsætisráðherra svaraði og kvaðst gjarna geta fallist á það, að lækka mætti laun lækna, en hækka gjald fyrir læknisverk. Annað heyrðisf ekki af ræðu hans fram í herbergi blaða- manna, fyrir þruski í deiidinni. Málinu vfsað til 2. umr. og mentamálanefndar.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.