Dagblað

Tölublað

Dagblað - 15.02.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 15.02.1925, Blaðsíða 4
4 DAGB LAÐ ísland i Iifandi myndum eftir Loft Guðmundsson verður sýnd í kvöid fyrir börn og fullorðna kl. 57s í síðasta sinn. Kl. 7 og 9 verður sýnt: í viðjuni asta og örlaga. Sjónleikur í 10 þáttum. Aðalhlutverk Jeika: Norma Talmadge og Conway Tearle. Leikendur sem allir dást nú mest að. Hir te|ir geta fengið fasta atvinnu. Komi á skrifstofu aW Anglýslngnm í Dag- blaðið má skila í prentsmiðj- una Gutenberg eða á afgreiðslu blaðsins. Sími 744. úr Hafnarlirði ♦ endurtekur samsöng sinn í Bárunni í dag kl. 3 siðd. Aðgöngumiðar seldir í Bárunni. Síðasta æiim. Wembiey sýningin. Svo sem kunnugt er, varð stórkoStlegt tap á hinni aniklu sýningu, er brezka ríkið hafði síðastiiðið sumar í Wembley. En þar sem þetta var fyrsta sýningarárið, var búist við því að betur mundi ganga næst. En nú eru horfur um það^ mjög slæmar og ber margt til þess. Fyrst og fremst hprfir til mik- iíla vandræða með það, að sjá sýningargesturií fyrii- fæði og öðrum veitingum. Firma það, er tók það að sér í fyrra, vill ekki halda áfram með það, enda er það ekki létt verk, sérstaklega vegna þess, að ekkert er á það að ætla hvað sýningargestir verða margir þann og þann daginn. í fyrra voru þeir stund- um 50 þús. en stundum 300 þús. eða fleiri. Einhvér stærsta sýningahöll heimsins, er vélaskálinn í Wem- bley. Sýningarsviðið er þar ^/2 miljón ferfet að stærð. Þrjú stór samsteypufélög stóðu fyrir sýningunni þar í fyrra, en þau munu ekki vilja halda því áfram. Hafa því komið fram uppástung- ur uin það, að nota nú sýning- arhöllina til þess að sýna þar tilbúin hús af ýmsum gerðum og ennfremur helztu samgöngu- tæki á landi. En óvíst hvort úr því getur orðið. Nýlendur Breta og sambands- riki eru mjög umfram um það, að sýhing verði haldin í sumar og ætla þá að færa út kvíarnar frá því sem áður var, sérstak- lega Kanada og Ástralía. Ind- land og Ceylon taka ekki opin- berlega þátt í sýningúnni, en hafa þó slii vissu sýningarsvið. Allir aðrir hlútar Bretaveldis ætla að taká þátt i sýningunni, nema Fiji-eyjar. Úr ýmsum áitum. Sendiherra Bandaríkjanna í Berlín, Mr. A. B. Houghton, hefir verið gerður eftirmaður Kelloggs sem sendiberra i London, en Coolidge forseti fékk því ráðið, að Kellogg var gerður að utan- ríkisráðherrá Bandaríkjanna. Herskipi sökt. Brezka her- skipinu Monarch var sökt fyiir skemstu með rnestu viðhöfn. Var það dregið 150 mílur út frá Plymouth og fylgdu því 5 önnur herskip og 2 beitiskip og söktu því þar á 60 faðmá dýpi, með þrumandi skolhríð. En önnur skip voru látin taka myndir af orustunni. ótráleg saga. Maður nokkur, Macfarlane að nafni, átti heima i Islington. Hann var einhleyp- ur og leigði eitt herbergi í kjall- ara. Var það ekki stærra en 5 álnir á annan veg og tæpar 3 á hinn. f fyrrá mánuði þótti í- búum hússins það undarlegt, að verða hans ekki varir og var lögreglan kvödd til. Hún braut upp hurðina, en þar var þá ekki greiðut gangur inni fyrir. Var herbergið fult upp uhdir loft af alskonar drasli, svo sem flösk- um, tómum mjólkurdósum, tusk- um og fleíru þess háltar. Og innan um alt þetta lá maðurinn aðframkominn af hungri. Lög- reglan lét flytja hann til sjúkra- húss, en hreinsa herbergi hans og urðu það sjö smálestir sem út úr því komu af rusli. Þar i herberginu fanst sparisjóðsbók með 116 sterlingspundum í og aúk þess kohi það upp úr kaf- inu, að maðurinn átti talsverð- ar aðrar eignir.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.