Dagblað

Tölublað

Dagblað - 15.02.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 15.02.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ heimilisfang og varnarþing hér, stjórnendur skulu eiga hluti í því og eiga hér heimilisfang og ríkisfang. Seðlaútgáfa. Landsbanki ís- lands hefir einkarétt í 50 ár til að gefa út bankaseðla eða ann- an gjaldmiðil, sem komið geti í stað mótaðra peninga og getur gengið manna á milli í stað bankaseðla, með þeirri einni tak- mörkun, er leiðir af lögum um seðJaútgáfu íslandsbanka. (Leyf- istími íslb. nær til 31. des. 1933). í greinargerð segir: Ymsir annmarkar eru þó á þessu, sem beinlínis leiða af þyí, að Landsbankinn hefir ekki verið aðalseðlabanki landsins hingað til, og að starfsemi hans þar af leiðandi hefir beinzt nokkuð mikið inn á aðrar braut- ir en þær, sem eðlilegar eru fyrir seðlabanka. þar á meðal rekur hann meiri sparisjóðs- starfsemi en æskileg er fyrir seðlabanka. BotflYörpuEgarnir ókomii. Um 20 skip hefja leit í dag. i ____ Svo sem frá hefir verið skýrt hér í blaðinu, var varðskipið Fylla sent héðan til þess að svipast eftir þeim Leifi heppna og Robertson. Kom frá henni skeyti í gær siðdegis. Uafði hún þá leitað á stóru svæði alt frá Látrabjargi og langt vestur og suður að Garðskaga, en einkis orðið vísari. Útgerðarmenn tóku sig sam- an um það í gær, að senda út öll þau botnvörpuskip, sem hér eru, og sjófær geta talist, til þess að leita, og lögðu þau á stað í morgun snemma. Pað voru þessi skip: Þórólfur, Arin- björn hersir, Austri, Otur, Karls- efni, Njörður, Apríl, Glaður og Dane. Auk þess var skipum þeim, sem nú eru fyrir sunnan land, send loftskeyti um það að koma og vera með í leitinni. Munu þau vera 8 alls, og mæt- ast skipin vestur í hafi og skifta sér þar. Borgin. Sjávarföll. Ardegisflæður kl. 9,35. Siðdegisflæður kl. 10,2. Gnðsþjónnstnr f dag. Dómkirkjan, kl. 11 f. h. (Bjarni Jónsson). Fríkirkjan, kl. 2 e. h. (Árni Sig- urðsson). Landakotskirkja kl. 9 hámessa, kl. 6 guðsþjónusta með prédikun. Sjómannastofan, kl. lx/a síra Friðrik Friðriksson. Fnndi var skotið á i Ed. kl. 4 í gærdag til þess að útbýta þar stjórnarfrv. sem ekki voru tilbúin fyr en nú. Sonur Tarzans. Pessi spennandi skáldsaga heflr verið tekin á kvik- mynd með afarmiklum kostnaði og fyrirhöfn. Er myndin löng, vist í rúmlega 30 þáttum. Hún er nú kom- in hingað og verður bráðum sýnd. Þrestir endurtaka samsöng sinn í dag, en eigi oftar. Dane, einn af ensku botnvörpung- unum, kom til Hafnarfjarðar i gær. Var skipið með öllu óskemt undan veðrinu, en hafði heldur lítinn afla. St. Breidcrs, enskur botnvörp- ungur, dró Earl Haig hingað, því að skipið var hjálparlaust vegna stýrisbilunar. Tíðarfar. Ekkert samband var enn við ísafjörð, en þar sem veður- skeyti náðu i gær var 4—6 stiga frost, norðanátt allhvöss víða og bjart, nema snjókoma á Austurlandi. Spáð er hægara veðri eg minni snjókomu. Dauflegt var á þingi í gær, enda ekki nema eitt mál á dagskrá í Nd. (Útsvar sjómanna) og var þvi orða- iaust vísað til 2. umr. og allsherjar- nefndar. Frv. Bjarna frá Vogi um Mentaskólann hefir mentamálanefnd fengið til meðferðar. Sextugsafmæli átti B. H. Bjarna- son kaupmaður í gær og i tilefni af því gaf hann Sjúkrasamlagi Reykjavikur 2200 krónur í banka- vaxtabréfum Landsbankans. Dorgarafnndnr verður lialdinn í kvöld i G.T.húsinu og gengst um- dæmisstúkan fyrir því. Rætt verður um áfengislöggjöflna. Peningar: Bankar: Sterl. pd............... 27,30 Danskar kr............. 101,79 Norskar kr.............. 87,34 Sænskar kr............. 154,16 Dollar kr.............. 5,73 n?£: HDagBlað. ,JjSk I Arni Óla. Ritstjórn: j G< Kr> Guðmundsson. Afgreiðslal Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Augiýsingaverð: Kr 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Dagskrá neðri deildar á morgun: 1. Lögð fram 5 stjórnarfrv. 2. Innlend skiftimynt, 2. umr. 3. Um verslun með smjörlíki og líkar iðnaðarvörur og til- búning þeirra, 2. umr. 4. Löggiltir endurskoðendur, 2. umr. 5. Einkasala á áfengi, 1. umr. 6. Breyting á vegalögum, 1. umr. 7. Önnur breyting á vegalögum, 1. umr. [Bmbæt tispróf í Háskólanum. Prír menn luku embættis- prófi í Háskólanum í gær, tveir í guðfræðideild og einn í laga- deild. Guðfræðingarnir héldu prófræður sínar í gær. Voru það þeir Gunnar Árnason frá Skútu- stöðum (I. einkunn) og Óli Ket- ilsson (I. einkunn). I lagadeild lauk prófi Garðar I*orsteinsson með 1. eink. 124*/» stig. Stór flngbátnr. Englendingar hafa nýlega smíðað stærsta flug- bát heimsins. Á hann að vera með flotanum og getur hann verið á flugi dögum saman. 1 honum eru fjórar stórar Rolls Royce vélar með nær 3000 hest- öflum og knýja þær flugbátinn áfram með 100 enskra mílna hraða á klukkustund. Hann get- ur borið mörg tonn. Skipverjar eru sex og eru útbúin sérstök svefnherbergi fyrir þá.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.