Alþýðublaðið - 18.07.1923, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.07.1923, Blaðsíða 4
&I^£»¥Ð1?SLA&!B Not og ónot. Eignarréttoriun. Jafnaðar- inönnum eru oftlega sendar hnút- ur um það í auðvaldsblöðunum, að þeir virði ekki eignarréttinn mikils. Að vísu eru þeir ekki með öllu hafðir þar íyrir rangri sök, þótt þeir hins vegar geri samt manna minst að brotum á þeim rétti í verki. En þótt eitthvað skorti á virðinguna, þá vill svo til, að >fleiri eru breyzkir en Ingi- mundur<. í >Morgunhlaðinu< 14. þ. m. standa þessi ummæli eftir hreppstjórann í Grafarholti: >. . . þótt það sé einkum efnaða fóíkið og það, sem vænta mætti að ekki stæði lægst að menningu, sem út ríður, lítur ekki út fyrir, að virð- ingin fyrir eignarrétti og kjörum annara fari vaxandi hjá fólki þessu.< Með því að litlar líkur erut.il, að hjá >fólki þessu<' 'gæti áhrifa frá jafn- aðarmönnum, væri holt fyrir >Morgunblaðið< að minnast þess- ara ummæia, er löngun til að rembast yfir virðingu fyrir eignar- réttinum Bækir á það. Rangmæli. >Fremur gagnslaus< seg'r einhver Yal-Geir í >Vörðum< vökulögin. Svona leggur vanþekk- ingin mönnum rangmæli á tungu. Hinir, sem þekkinguna hafa, M- setar og skipstjórar, telja vöku- lögin gagnsömustu lög sjómanna- stéttarinnar. >Tímannm< heflr brugðlð illa við það, að prentvillupúkinn hefir í græskulausri gletni við prests- skap ritstjóra hans gert þændur hans að >bænum< fyrir >Alþýðu- blaðinu<. þykir >Tímaiiftm< það léleg umskifti, og er það ekki óskiljanlegt á þessnm >fjárhags- öiðugleikatímum<. Framsókn og frækni. >Tím- inn< flutti á laugardaginn heljar- mikla grein ti) hvatningar gegn ásælni erlendra bankamanna til fjár og yfhráða í landiiiu. Glitra >söguminningarnar< í greininni eins og mör í bjúga. Telur grein- aihöfupduiirm Framsóknaiflokkinn einan færan um að veita þeirri ásælni viðnáin, og muu hann þar hafa í huga hina frækilegu vörn Framsóknaiflokksins gegn >norska bankanum< á siðaata þingi. UmdagiDiogveginn. Hans Beitz heldur hljómleika f Nýja Bíó í kvöld kl. 7Y21 og leikur hann þar. á Bliithner- slaghörpuna miklu, er sagt var frá hér í blaðinu nýlega að komið hefði með honum til hljómskálans hér. Björgimarsklpið I*ór á að annast landhelgisgæzlu um síid- veiðitímann fyrir norðán með Kakála, óg er Þór nýfarinn í þann leiðangur. Anstur í Þrastarskóg fer ungmennafélagið næsta sunnudag tiL móts við ungmennatélögin austan fjalis, en Þrastarskógur er, sem kunnugt er, eign ung- meanafélaganna. Búást má við fjöimennri för, því að ungmenna- félagið er mannmargt. Að I?Ingvöllum er nú kominn nýr prestur, séra Guðmnndur Ólafsson. Hefir hann fest þar upp augiýsingu um, að menn verði að greiða 2 kr. fyrir hverja skógarhrísíu, sem þar er tekin, 5 kr. um sólarhring eða skemmri tíma iyrir tjaldstæðið og 1 kr. úr því fyrir hverjá nótt. Þykir það nokkuð dýr landleiga, en klerkuvinn mun með þessu hugsa sér að beygja Mammon — ann- ara manna — til hiýðni. Skóg- arrifið ætti þó heídur að vera undiroípið sektum en verzlun. Hitt er ekki nema gott, sem gert er í auglýsingunni, að bönnuð sé vist á staðnum mönn- um, sem rífa upp annan gróður. Jafuaðarmamiafólagfð. Fund- ur f kvöld kl. 8 */2 í húsi U. M. F. Rr Næturlæknir í nótt Gunnl. Einarsson Iugólfsstræti 9. Sími 693- Kartoflur' ku nú ekki vera fáanlegar í borginni. Hins vegar var nýlega auglýst afarmikið úr- val af silkjum, sem sjálfsagt hefir Gúmmfiím, sem sérstaklega er til búið til viðgerðar á gúmmf° stígvélum, tæst í Fálkannm. verið til meira en nóg af hér. Svona er hin trjálsa'verzlun,8kyn. samleg. Frá útlðndum. R'kisstjórnin þýzka og full- tiúar frá verklýðstélögunum \þýzku hafa nýlega átt með sér ráðstefnu til þass að ræða um, hvernig leyst verði úr vandræð- um þeim, sem gengisbreyting- arnar á márkinu hafa í för með sér fyrir verkalýðinn. Var þar bent á það ráð, að kaupgjalds- taxtar skyldi vera breytilegir, og skyldi breytingar fara eítir vísitölu, sem sýndu gengisfnll og verðlækkun og samkomulag yrði um milli ríkisstjórnarinnár og verklýðsfélaganna. — Maður nokkur, Slaegeter að nafni, var dæmdur til dauða fyrir spellvirki og skötinn af Frökkum í Ruhr-héruðunum. Vildu þýzkir þjóðernissinnar gera hann að þjóðarhetju og Iáta kalla eftir honum götur og torg og reisa honum minnismerki, en þá komst upp, að hann hafði verið leigður til njósna um Þjóðverja af Pólverja hálfu í Danzig. Síðar sannaðist, að tveir þjóðernissinnar höfðu tekið fé af Frökkum fyrir að frámselja þeim manninn, og enn, að þeir höfðu fengið fé hjá félagsskap þjóðernissiíma, sem Slaegeter var í þjónustu hans, til að fara til Berlínar og drepa iunanríkisráð- h^rra Prútsa, Severing. Dró þá úr dýrðinni með mknn þenna. Ritstjóri og ábyrgðarmaðar: Hallbjöm Hal'dórssou. Prsstsæiðja HáUgríms Bentdiktssenar, Bergstsðastrætí 19,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.