Dagblað

Tölublað

Dagblað - 19.02.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 19.02.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 snðlæg átt. Loftvog stöðug. Búist við suðvestlægri átt, með eljagangi á Vesturlandi. Sambandslaust var ▼iö ísafjörð enn í gærmorgun svo að veðurskeyti kom ekki þaðan. Signrgeir Signrðsson prestur á ísafirði kom hingað fyrir fám dög- um með fisklökuskipinu »Utsire«. Hann fer heim aftur með Lagarfossi. ,,Verslnnaratvinnn“. Frumvarpi því, er stjórnin nú ber fram í þing- inu um verslunaratvinnu, er mis- jafnlega tekið. Eru verslunarmenn og kaupmenn mjög óánægðir með það. Verslunarmannafélag Reykja- víkur hefir fund í kvöld til þess að ræða máliö. Bæjarstjórnarfnndnr verður háð- ur i kvöld. Strand. Bragi, póstbáturinn, sem heldur uppi ferðum um ísafjarðar- djúp, strandaði seint í víkunni sem leið við Eyrarhlið. Menn björguð- ust allir og er búist við að bátur- inn muni nást út aftur. Lögrreglnn hefir nýlega handsam- að þrjá unglinga um fermingu. Eru þeir valdir að nokkrum innbrots- þjófnuðum hér og hvar um bæinn og hafa stolið talsverðu af pening- um. Fénu hafa þeir aöallega eytt í áfengi og tóbak. Leikfélagið er nú hætt við »Veizl- una á Solhaugum« en sýnir »þjóf- inn« annað kvöld og ef til vill oftar. Borg sekkurisæ. Ægrilegur atburður í Vestur-Afríku. Seint í fyrramánuði sökk i sæ borgin Port Alexander, öðru nafni Pinda, sem stóð á eyju fram undan portúgölsku ný- lendunni Angola á vesturströnd Afríku. Er talið að valda muni flóðbylgja, eða jarðskjálfti — og þó líklega hvort tveggja í senn. Borg þessi var í ínesta uppgangi og var nokkurskonar miðstöð allrar verslunar á strönd meginlandsins þar um kring. Á síðari árum bafði fluzt þangað fjöldi manna frá Porlugal, en annars voru íbúarnir Svertingjar. Fyrstu fregnir, sem komu af þessum atburði, voru frá skip- um, sem komu á vettvang skömmu síðar. Var þá ekki annað að sjá af borginni og eyj- i unni en rekald mikið á sjónum og búkar dauðra manna tugum saman. Höfðu allir borgarbúar farist, nema nokkrir sjómenn, er róið höfðu til fiskjar um morguninn. Fundust þeir í bát- unum á reki, nær dauða en flfi af skelfingu og gátu vart gert neina grein fyrir því hvernig þetta hafði atvikast. Hið eina sem þeir gátu frá skýrt var það, að risið .hefði ógurleg flóðbylgja er gleypti eyna með öliu saman og var þar líkt og sjóðandi hver á eftir, er hringiða og straum- sog léku þar yfir er borgin hafði áður verið. — þessum atburði — þótt ekki sé hann jafn stórfeldur — er jafnað við það, þá er borgin St. Pierre á Vesturheimseyjum Frakka, sökk í sæ með 33 þús. íbúum snemma á þessari öld. Hafstein heitir hinn nýi botn- vörpungur Vestfirðinga. Kom hann hingað í morgun frá út- löndum. Hann á heimilisfang í Önundarfirði. Kárl Sölmnndarson var að koma frá Englandi þegar leitin hófst og slóst í hópinn. Kom hann hingað í morgun. Snorri goði kom frá Englandi í nótt. Soi'llr j fl I II 1)11111 llilíllliusi ll 8. leika á gamalt hljóðfæri og einhver söng undir. Og síðan — nei, hamingjan góða, mikið ósköp hefurðu verið drukkinni Jæja, við skulum byrja aftur á byrjuninni. En það var þýðingarlaust. Hann gat ekki munað neitt eftir það að hann sat við hljóð- færið. Og svo fór hann að brjóta heilann um það í hvaða gistihúsi hann mundi vera niður kominn. — Það er sjálfsagt einhver næturstaður f austurbænum, mælti hann við sjálfan sig. Og ódýr, eftir stærðinni á þessu herbergi að dæma. Pá tók hann eftir því, að annað rúm var þar inni. Póttist hann vita, að annar hvor þeirra Ringold eða Higgins mundi haía sofið þar, en farið tímanlega á fætur, og ekki viljað vekja haon. Það hlaut að vera svo — en ósköp hlaut að vera framorðið. Og hann átti að aka í nýju bifreiðinni sinni til New Haven og snæða þar miðdegisverð. Hann ætlaði að rjúka á fætur en hneig útaf aftur stynjandi. Greip hann báðum höndum um höfuð sér, því að honum fanst það ætia að springa. Hann haíði aldrei verið svona veikur á æfi sinni. Höfuð hans var eins og lamið hömrum, honum var óglatt og rúmið fanst honum danza og hoppa undir sér. Mcð mestu þjáningum reis hann upp við alnboga og ætlaði að ná í síma, en hann var enginn til. Pá studdi hann á rafhnapp, og hneig svo útaf aftur, bölvandi forlögunum fyrir það að leiða sig í þennan stað. Hann lokaði augunum og reyndi að verjast uppköstum. Svo heyrði hann að hurðinni var hrundið upp og einhver spurði: — Voruð þér að hringja? — Já, það er klukktími siðan. Er ekki nema þessi eina bjalla héi? — Nei, því miður. — Eg er veikur, óltalega veikur. Eg er alveg í dauðanum. — Ekki trúi ég því. Hinir eru veikir lika. — Pað er ágætt. Eg hélt að þeir væri farnir. Honum þótti vænt um það að Higgins og Reinold skyldi líða lítið betur. — Hvernig liður Hig . . . Eg á við þennan beinabera. — Eigið þér við manninn sem er f klefa 32? — Hvernið í ósköpunum ætti ég að vita hvar hann er niður kominn. Annars er þetta enginn iýsing á Hig . . . þér munduð jafnvel geta séð að hann er ekki gentle . . . Ó, guð minn góður! — Á ég ekki að sækja eitthvað handa yður herra minn, t. d. dálítið af kampavini til þess að laga magann? — Nei, nei! Náið undir eins í bifreið. Eg þarf að komast inn í borgina.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.