Dagblað

Tölublað

Dagblað - 22.02.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 22.02.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ vestari farveginn og gegn um flóðgáttina. Nú var tekið til að grafa fyrir undirstöðu stíflunnar og reyndist það enn meira verk heldur en í vestari kvíslinni, því að hér var aurleðjan 130 feta djúp. Samt hafa verkfræðing- arnir sigrað alla örðugleika og er búist við þvi að verkinu verði lokið í júlímánuði í sumar. Vinna þar margar þúsundir manna og er unnið nótt sem nýtan dag. Segja menn að það væri bara barnaleikur að reisa pýramida hjá þessu. En þetta er ekki alt verkið. Áveituskurði þarf um E1 Gazira þvert og endilangt. Aðalskurður- inn er 66 milna langur og 9— 30 metrar á breidd. — Vegna þessa er það skilj- anlegt, að Englendingar þykjast eiga allmikilla hagsmuna að gæta í Sudan, enda notuðu þeir, eins og kunnugt er, hið fyrsta tækifæri er gafst til þess að losa Sudan undan yfirráðum Egypta- lands, og gerðu það að brezkri nýlendu. Búast má og við þvi, að bóm- ullarverð lækki að mun, þá er þetta mikla fyrirtæki fer að bera ávöxt, ef það reynist þá eins happadrjúgt og menn gera sér vonir um. „Aug-u lierskipa“. Þrátt fyrir alt allsherjarfriðar- hjal, keppast þjóðirnar um það, engu síður nú en áður, að íinna upp eitthvað nýtt, er að gagni mætti verða í hernaði. Meðal þess má telja aukna samvinnu milli flugvéla og herskipa. Hið nýjasta á því sviði er það, að tekist hefir að taka myndir úr lofti, framkalla þær í flugvélinni sjálfri og láta þær falla ofan á þilfar herskips fáum mínútum síðar. Fyrir skemstu tók ame- riksk flugvél mynd af herskipa- læginu hjá San Pedro og skil- aði myndinni fáum minútum síðar um borð í orustuskipið California, og á sömu stundu vissi flotaforinginn upp á hár, hvar og hvernig hvert einasta skip lá. Er það auðsætt, hverja þýðingu þetta getur haft í hern- aði. Flugvélar geta tekið mynd- ir aí flota óvinanna, áður en skipin sjást, og af þeim mynd- um má ráða, hvernig hvert skip er vopnað. Má glögt greina það á myndum, þótt þær sé teknar úr 20 þús. feta hæð. Enn frem- ur sézt þá, hvernig hverju skipi er lagt fram. Getur þá ílotafor- ingi, áður en til orustu kemur, haft fyrir framan sig »kort« af flota óvinanna og vitað upp á hár hvernig bezt muni að hefja orustu, eða hvort orustu skuli heQa vegna liðsmunar. Borgin. SjáTarfölI. Síödegisháflæöur kl. 3,45. Háflæöur í nótt kl. 4,10. Messnr á ínorg’nn. Dómkirkjan: kl. 11, sérn Bjarni Jónsson. Landakotskirkja: Hámessa kl. 9 f. h. og kl. 6 e. h. guðsþjónusta meö prédikun. Kaþólska kapellan á Jó- fríðarstöðum í Hafnarfirði: Messa kl. 10 f. h. og kl. 5 e. h. guðsþjón- usta með prédikun. Fríkirkjan: kl. 5, séra Haraldur Níelsson og kl. 2, Árni Sigurðsson. Sjómannastofan: kl. 6 guðsþjón- usta. K. F. U. M. Almenn samkomakl. 8V2. Stud. theol. Jakob Jónsson tnlar. Allir velkomnir. Til fróðleiks og skemtnnar í dag: Kl. 2,30 Próf. Sig. Nordal: Fyrirlestur um ritdóma. KI. 3—4*/2 Hljómleikar áSkjaldbreið. Kl. 5 Barnasýning í Nýja Bio: »Þegar stórborgin sefur«. Kl. 7»/2 Nýja Bio: Sama mynd. KI. 772 Gamla Bío: »Meðal skálka og skelma«. Kl. 8 Leikhúsið: Þjófurinn leikinn í siðasta sinn. Kl. 9 Sýningar i Nýja Bio og Gamla Bio. KTÍkmyndaliúsin. Nýja Bio sýnir mynd er nefnist »Þegar stórborgin sefur«. í henni leikur hinn ágæti leikari Johnny Walker, sem lék í myndinni »Móðirin«. — Gamla Bio sýnir mynd er nefnist »Á meðal skálka og skelma«. Hanstrlgningnr verða sýndar enn á morgun. Er það í 16. sinn. Bollndagur, eða öðru nafni leng- ingardagur, er á morgun. Sjúkrasamlag ReykjaTÍknr hefir aðalfund i kvöld i G.-T.-húsinu. Verða þar lagðir fram reikningar 5Ta HbagBlað. ,tSk I Arni Óla. ítstj rn. | G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn tii viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Þegar stórhorgin sefur eða Þegar skyldan kallar. Mjög fallegur sjóuleikur í 6 þáttum. Aðalhlutverk leika: Ralph Lewis og Claire Mc. Dowell. Samlagsins og kosnir 4 menn í stjórn þess. Tíðarfar. Frost hér í gærmorgun 3 stig, en viðast á landinu frost- laust. í Kaupmannahöfn 2 stiga frost. Spáð er austan og norðaustan átt, með snjókomu á Norðuriandi og Austurlandi. Fomleifafnndnr. Rússneskur prófessor, Koslov að nafni, hefir um nokkur ár unnið að forn- leifarannsóknum austur í Asiu, þar sem nú er nefnt Gobi eyði- mörk í Mongolíu. Þarna fann hann rústir löngu týndrar höf- uðborgar í ríki, sem liðið er undir lok fyrir ævalöngu. Riki þetta hét Tanguth, og höfuð- borgin Harohoto. í rústum þess- arar borgar fann Koslov bóka- safn, þar sem voru 2500 bækur, ritaðar á 7 tungumálum, og súmar á máli, er engir fræði- menn skilja nú. Petta er í fæstum orðum fréttin, eins og hún kemur frá Rússlandi, en fræðimenn eru alls eigi vantrúa á, að þetta geti verið rétt. Pannig segir Sir Frederick Kenyon, aðalbóka- t vörður í British Museum, að áður hafí fundist merkileg forn- rit bæði i Turkestan og Tibet. — Auk bókasafnsins fann Ko- slov i rústum borgarinnar mörg þúsund ára gamlar múmíur af kinverskum höfðingjum.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.