Dagblað

Tölublað

Dagblað - 26.02.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 26.02.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Síldveiðarnar. öryggi í stað áhættu. Sildveiöarnar eru orðnar svo stór þáttur í atvinnulífi þjóðar- innar, að full ástæða er til að reyna að gera það sem unt er til öryggis ,og umbóta þeim at- vinnuvegi. Og það þvi fremur, sem hann hefir verið einskonar hornreka og bitbein ýmsra manna, sem annaðhvort af fá- fræði eða ímynduðum hags- munaástæðum hafa litið hann illu auga og talið honum fátt til gildis. Alment hafa síldveiðarnar vef- ið álitnar sem einskonar áhættu- spil, þar sem »spilamennirnir« gætu grætt hundruð þúsunda eða tapað álika miklu á nokkr- um vikum, alt eftir þvi, hverj- um hepnin fylgdi. Þetta álit er ekki að öllu leyti rangt, eins og sakir standa nú, því að það er einmitt á- hættan við síldveiðarnar, sem getur haft svo afskaplega alvar- legar afleiðingar. Að þvi leyti er þessi atvinnuvegur frábrugð- inn öðrum, að það er meira lagt í hættu en við aðra atvinnu- vegi, gróðavonin meiri, en af- leiðingarnar líka víðtækari, ef illa fer. Þessi áhættusama sókn í stórgróðann er í sjálfu sér eðlileg, en hún er jafnframt hættuleg og óholl heilbrigðu þjóðlifí. Og það ríður einmitt á að finna úrræði, sem skapa ör- yggi i stað áhættu, og þau úr- ræði eru til. Tvent er það, sem einkum , veldur áhættunni við sildveið- arnar: verðfall á saltaðri sild, þegar mikið veiðist, og veiði- leysisár, sem alt af geta komið öðru hvoru. Að fyrra atriðinu skal fyrst vikið, en þó aðeins í höfuðat- riðum í þetta sinn. Hingað til hefir mestöll síld, sem veiðst hefir, verið söltuð og send út til sölu á hinn til- tölulega þrönga markað í Nor- egi og Svíþjóð. Þegar framboðið, vegna mikillar veiði, verður meira en hinn takmarkaði mark- aður þolir, þá fellur auðvitað verðið, og það verðfall getur orðið svo mikið, að meira tap verði á útgerðinni en í mestu fiskileysissumrum. Á þessu hafa 744 er sími Dagblaðsins. íslenzkir útgerðarmenn fengið að kenna oftar en einu sinni. Það, sem líka getur valdið tapi út- gerðarmanna, þegar mikið veið- ist, eru erfiðleikarnir á að koma aflanum undan skemdum. Þeg- ar mjög mikið fiskast, verð- ur oft tilfinnanlegur skortur á tunnum og salti, því útgerðar- menn birgja sig ekki upp nema til meðalársveiði. En vegna ó- vissunnar um veiðina er mikil áhætta að safna að sér salti og tunnum, og verða svo e. t. v. að liggja með meiri hluta þeirra til næsta árs, ef veiði bregst. Þegar veiðist um vonir fram, gera útgerðarmenn sér oft stór- tjón, af því að þeir neyðast til að kaupa tunnur og salt, ef fá- anlegt er, og þá oftast með afar- verði og miklum erfiðleikum. En það er dýrt, að láta mikla veiði eyðileggjast vegna vðntunar á tunnum og salti, og því eðlilegt, að útgerðarmenn tefli á tæpasta vaðið til að afla sér þessa. y - (Framh.). Sonnr jitriibrantitkóiigsina. Benny Glover segja þegar hann kæmi ekki. Og gerði ekki nein boð. Alt í einu kom honum nokkuð í hug. — Loftskeytinl Mikill glópur er ég, að ég skyldi ekki muna eftir þeim fyr. Jú, það stóð heima. Santa Cruz hafði loft- skeytatæki. Anthony rauk að klefa loftskeyta- manns. — Eg þarf að send skeyti undir eins, Loftskeytamaðurinn hristi höfuðið. — Því er nú ver og miður — — — — Pað er ákaflega áriðandi. Eg skal borga það hvað sem það kostar. — Við erum að koma fyrir nýjum útbúnaði. Gamla sendivélin var orðin ónýt —t — Getið þér þá alls eigi sent neitt skeyti? — Nei, það verður ekki hægt fyr en í næstu ferð. Kirk féll allur ketill i eld. Hann gekk fram á skipið og reyndi að hugsa sér einhverja skýr- ingu á þyf, hvernig á því stæði að hann var hér niður kominn. Gat það verið að það væri Higgins að kenna? Eða hafði hann sjálfur i ölæði ákveðið að skreppa til Miðameriku? Eða átti þessi Jefferson Locke nokkurn þátt í þvf. Og hvernig stóð á því að hann var með far- miða hans? Nei, hann gat engan botn fundið í öllu þessu. Hann varð aðeins að bfða rólegur þangað til skipið kæmi í höfn og hann gæti sent skeyti heim. IV. Ng kynni. það var blásið í lúður og’ Kirk þóttist vita, að það væri merki um það að morgun- veröur væri fram reiddur. Hann var svangur og flýtti sér því niður í matsal. Þegar hann kom þangað, lét þjónninn hann skilja það ótvírætt, að þeir sem væru farþegar í klefa A. mætti eiga vfst að þeim væri sýnd sérstök kurteisi. Kirk var vísað til sætis við borð skip- stjóra. Tók hann nú vel til matar sfns, og er hann var mettur, leið honum mikið betur en áður og var ekki jafn óánægður með hlutskifti sitt. Tók hann nú að athuga samferðafólk sitt. — Hvernig kunnið þér við yður hér á skip- inu, herra Locke? mælti sá er sat honum til hægri handar. — Eg heiti Anthony. — Fyrirgefið þérl Eg sá að á farþegalistan- * um----------- — Það er bara vitleysa. — Eg heiti Stein. Má ég gerast svo djarfur, að sþyrja yður hvert þér sétlið að ferðast?

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.