Dagblað

Tölublað

Dagblað - 26.02.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 26.02.1925, Blaðsíða 1
Fimtudag 26. febrúar 1925. I. árgangur. 22. tölublað. INN á þingið hafa nú drifið mörg frv. til breytinga á vega- lögum, og öll ganga þau í sömu átt, sem sé að koma sýslu- vegum í þjóðvegatölu. Koma þessi frv. úr öllum landsfjórð- ungum og fylgir þeim ávalt, annaðhvorl i greinargerð eða framsögu, að »engin sýsla hafi •orðið eins útundan«, þá er vega- lögin voru sett, eins og sú sýsla^ sem á hlut að máli í hvert 'skiíti. Kemúr hér fxam ómenguð hreppapólitik, þar sem hver þingmaður reynir að skara eld að köku sins kjördæmis. Og svo koma á eftir hin alkunnu hrossakaup, að þihgmenn heita hver öðrum aðstoð sinni til þess að koma frv. þessum fram. Því að annars gæti það orðið erfitt, að -fá þingið til að fallast þegj- andi á hreppapólitíkina. — Vegagerð ríkisins hefir nú verið slegið svo að segja alger- lega ú frest, eins og öðrum framkvæmdum, vegna þess, að fé er eigi til þeirra. Er óvíst að vita, hve lengi slíkt þarf að ganga. Það mun jafnvel hafa orðiö að skera viðhald við negl- ur sér. En hitt geta allir séð, að eftir því sem þjóðvegum fjölgar, því meiri verður viðhaldskostn- aður og erfiðara að sjá um að vegir ónýtist eigi fyrir van- hirðu. Pyrir nokkrum árum barðist Hermann heil. Jónasson fyrir því, að lögieidd yrði hér þegn- skylduvinna. Ef það hetði verið gert, væri engin vandkvæði & þvi að viðhalda göinlnm vegum t landinu og leggj.a nýja vegi. A móti því frv. var það fært,, að það gerði alla fullvinnandi Islendinga að þrælum. Ntt er Þó aftur komið fram1 frv. frá 'íkisstjórn sjálfri, er fer í sömu att. nema hvað nú eru allir þcgn- akyldamenn »cmbællismenn«. Sé íéttilega á litið, þá er þó röis- 'öunurinn enn meiri. Þegnskyldu- ^innan miðaði til alþjóðarþrifa A öllum sviðum, og hefði sjálf- sagt orðið áð miklu gagni, enda þótt einhverjir hefði kurrað í fyrstu undan henni. Ping-tíðindi. í gær var skotið á fundi í Sameinuðu þingi, út af tillögu til þingsályktunar um strand- ferðir. Flutningsmenn eru Jónas, Þorleifur, Ingvar, Hákon, Hall- dór Stef. og Árni Jónsson. Er ályktunin um það, að skora á rikisstjórn að hún í samráði við forstjóra Eimskipafélags fslands og samgöngumálanefndir Alþingis taki til athugunar hvort ekki sé hægt að fjölga hraðferðum Esju, að hafa hæfilegt skip til strand- ferða milli Hornafjarðar óg Skála á Langanesi, að láta »Suðurland« fara einu sinni á mánuði strand- ferð um Breiðafjörð og að leigja 300 smál. skip lil ílutningsferða með ströndum fram síðustu 4 máuuði ársins. Samþykt var að hafa eina umræðu um þessa þál. í Ed. var aðeins eitt mál á dagskrá (um að géra eignarnám í landspildu á Grund í Ytri- Reistarárlandi). Fór það um- ræðulítið tíl 3. umræðu. í Nd. vorU 6 mál á dágskrá. Frv. sljórnarinnar um að veita lán úr Bjargráðasjóði var samþ. og sent Ed. Annað mál, um lokunartima sölubúða, var tekið út áf dagskrá. Kom þá til 3. úmr'. ffv. um styrkveiting handa íslenzkum stúdentum við erlenda háskóla. Höfðu komið fram 2 bréyt.tiil., önnur fr& Magbúsi Tórfasynr og hin frá Magnúsi Jónssyni, en þær voru báðar drepnar. Bjarni Jónsson frá Vogi hélt enn sköru- lega ræðu i málinu og kvað það alls eigi samandi, áð takmarka með lögum tölu þessará stú- denta, því að þá er Sambands- lögin heíði verið samþykl, hefði því verið lofað hátiðlega, að sá styrkur, er íslendingar höfðu áður við háskólann i Khöfn, skyldi ekki niður falla. Þetta loforð væri helgara en nokkur lög. En hann kvaðst skilja þá hagnýtu sálarfræði þingmanna, að vilja ekki standa við skuld- bindingar sinar, en þykj'ast þó halda þær með þessu frv. Eftir nokkUrt þjark milli hans og forsætisráðherra var frumv. samþ. og afgreitt til Ed., áð vlð- hófðu nafnakalli, 20 : 7. Kom þá enn til umræðu to- bakssölumálið, og þótt það hei'ði verið rætt áður við 1. umr. á 2 Íöngum þingfundum, var mönnum enn mikil málsþörf, og gengu flestir af sér dauðum og géngu svo aftur hver uin annan þveran. Lá við hálfgerð- um skætingi með köllum og orð eins dg »getsakir« notað óspart. Var vant á milli að sjá hvernig fara mundi, því að þui. skiftust í 2 harðvituga ilokka, og beiltu menn aííri mælsku sinni nú eins og áður um þetta mál. Að lokum vár samþ. að vísa málinu til 2. umr. (og fjárhags- nefndar) að viðhöfðu nafna- kalli og sögðu já: Ben. Sveins- son, Ág. Flyg., Bjarni frá Vogi, Björn Lin., Hákon, J. Möller, J. Á. JÓttsson, Jón Kjail., Jón Sig., Jón í»orl., Magn. Guðm., Magö. Jónss., P. Ott, Sigurjón og Pór- arinn. Nei sogðu: Ásgeir, Bernhard, Halldór Stef., íngólfur, Jón Bald.. Jörundur, Klemenz, Magtt. Torfa- sott, Pétur Þ.-, Sveinn, Tryggvi og Þórleifur. Árni Jónsson var ekki á fundi. Þá var 6. málinu, um vara- lögréglu, frestað, en það vcrður fyrst á dagskrá i dag. Má þá vænta eigi minni sennu en um tóbakseiukasöluna varö.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.