Dagblað

Tölublað

Dagblað - 27.02.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 27.02.1925, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐ St. Pálskirkjan komin að hruni. Það heíir staðið til um nokk- urt skeið, að gera við St. Páls kirkjuna í London. Hafa marg- ir sérfræðingar á því sviði verið kvaddir til ráðagerða, en niður- staða sú sem þeir hafa komist að, er alls eigi glæsileg. Kirkjan er komin að hruni. Máttarstoðirnar bera 50 tonna þunga á hvert ferfet, en væri eigi ætlandi meir en 17 tonna þungi. Pað er bein lífshætta að vera í kirkunni. Hún er bygð úr lélegu efni og stendur á sandi. Grunnurinn nær aðeins 41/2 fet niður fyrir kjallara, en undir er 26 feta kviksyndi, gamall fram- burður úr Tems. Pað er búist við því, að eigi að gera sæmilega við kirkjuna, muni það ekki gert á skemri tíma en 12 árum og kosla 2 miljónir sterlingspunda. Sá hét Mr. Wren, sem sá um smíði kirkjunnar i fyrstu. Pað er nú talið, að hann hafi haft litla þekkingu á húsasmíð, og jafnvel eigi gert sér ljóst í upp- hafi hvernig kirkjan ætti að vera, heldur hafi hann smám saman áttað sig á því, er verkinu mið- aði áfram. Reyndi hann þá að bæta úr þeim göllum sem á voru vegna undirstöðu og lélegs efnis, og tókst það svo sæmilega, að kirkjan hefir staðið fram á þennan dag. Apamenni. Staðíesting <t Dnrwins- kenningu. Prófessor Dart við háskól- ann í Johannesburg í Suður- Afríku, hefir nýlega fundið hauskúpu, sem hann telur vera 500,000 ára gamla, og muni vera »keðjuhlekkurinn«, sem vantað hefir fram að þessu, tii þess að fullar sönnur yrðu færðar á þá kenningu Darwins, að mann- kynið væri komið af öpum og upprunaheimkynni mannsins hefði verið í Afriku. Pessi haus- kúpa, eða öllu heldur haus- kúpusteingjöifingur, fanst hjá Taungs, milli Mafeking og Kim- beriey. Segir Dart, að það sé auðséð, að hauskúpan sé hvorki af apa né manni, heidur apa- menni, er sé svona mitt á milli hinna æðri tegunda apa (svo sem Gorilla, Chimpanse og Orangu- tang) og manns. Kynkvísl þessi hafi verið hafin upp yfir apa, þannig, að hún hafi verið nokk- urri skynsemi gædd og jafnvel kunnað að tala, og ekki gengið á fjórum, eins og apar gera. Borgin. Sjáyarföll. Árdegisflæður: kl. 8,15. Síðdegisflæður kl. 8,38. Tíðnrfar. Frostlítið, eða fróstlaust var víðast um Iand í gær og hæg- viðri hér syðra. Búist er við all- hvassri norðaustan átt með snjó- komu á Austurlandi og Norðurlandi. Caudidn var sýnd í fyrsta skifti hér i leikhúsinu í gærkvöldi. Leik- félagið bauð pangað pingmönnum og bæjarstjórn. Peningrnr: Bankar: Sterl. pd............. 27,30 Danskar kr........... 102,25 Norskar kr............ 87,37 Sænskar kr........... 154,70 Dollar kr.............. 5,74 Nemendnr Mentnskóians leika í kvöld i Iðnó gamanleik eftir Moliére; heitir hann »Harpagon«. Ágóði af sýningunni rennur i Bræðrasjóð skólans; verður eigi leikið oftar en í petta eina sinn. Gösta Berlings sngn, hin fræga kvikmynd Mauritz Stiller, sem gerð er eftir samnefndri og eigi siður frægri sögu eftir sænsku skáldkon- una Selma Lagerlöf, kom hingað með Gullfossi og verður sýnd hér bráðlega. Pessa er hér getið vegna pess, að petta er talin langbezta kvikmynd Stillers og jafnvel bezta kvikmynd Svía. Hefir verið ritað meira um hana erlendis, en flestar aðrar myndir, og hvervetna borið á hana lof mikið. Og hvar sem hún hefir verið sýnd, hefir aðsókn verið ákaflega mikil, t. d. mun hún hafa verið sýnd i 3 mánuði f Paladsleik- húsinu i Kaupmannahöfn. Þilskipin er nú farið að búa út á veiðar, og munu pau fyrstu leggja út nuna um helgina. Mun’u pau 2ióZdr. HbacjBlað. J: mZk f Arni Óla. Ritstjórn: | G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðsla Lækjartorg 2. skrifstofa J Simi 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 siðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. cXið þögla viíni. Kvikmynd í 6 þáttum. Aðalhlutverk leikur W. M. Faversham. Saga sú, er mynd þessi er leikin eftir, gerist í gull- námuþorpinu »Ton Nug- get« og er af manni, sem þangað kom, sem enginn þekkir deili á, en sem mikið veltur á að vita hver er. verða aðeins 4, sem i petta sinn verða gerð hér út á handfæraveið- ar. 3 frá H. P. Duus: Keflavík, Björgvin og Seagull, og svo Hákon, eign Geirs Sigurðssonar o. fl. Togarurnir. Otur, Egill, Skalla- grimur og Ása fóru á veiðar í gær. Njörður fór út í morgun. Ííýr stefnnvottnr. í stað Porvald- ar sál. Björnssonar, fyrv. yfirlög- reglupjóns, hefir Snorri kaupmaður Jóhannesson, Grettisgötu 46, sími 503, verið skipaður stefnuvottur í Reykjavík frá 1. marz næstk., og geta menn pví snúið sér til lians í peim efnum. Skjölum, er stefnuvottarnir eiga að birta, verður og veitt viðtaka í endurskoðunarskrifstofu peirra N. Manchers og Björns E. Árnasonar í Pórshamri, og vitja stefnuvottarnir peirra pangað. Fertngsafmœli á frú Guðrún Guð- mundsdóttir, Vesturgötu 12, í dag Næturlæknir i nótt Ólafur Por- steinsson, Skólabrú. Simi 181. Látin er hér í bænum frú Guð- rún Bjarnason, kona Hans P- Bjarnason kaupm. Hún var dóttir Sveins Jóns Einarssonar á Meistara- völlum.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.