Dagblað

Tölublað

Dagblað - 27.02.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 27.02.1925, Blaðsíða 1
Föstudag 27. febrúar 1925. I. árgangur. 23 tölublað. MEÐAL hinna mentuðu þjóða, þar sem viðskiftalíf er fjör- ugt, ber ákaflega mikið á auglýsingum. í blöðum og tíma- Htum taka þær oft eins mikið og meira rúm heldur en venju- legt lesmál. Á strætum og gatna- tiiótum mæta auglýsingar aug- anu hvarvetna. Meðfram þjóð- ^egum og yfirleitt alls staðar þar sem ætla má að menn sé á ferli, eru auglýsingar. Á eld- spýtnastokkum, bókaköntum, ^indlum og vindlingum, og alls- staðar þar sem hægt er að koma því við, eru auglýsingar. í þær er eytt árlega'meira í heiminum en tölum verði talið. — Hver er nu ástæðan til þessa? Er það heimska manna sem ræðurþessu, eða hilt, að mönnum þyki gam- *n að sjá nafn sitt og vörur sínar á prenti? Nei. Menn mundu ekki fleygja frá sér stórfé árlega fyrir slikt. Hitt er réttara, að menn auglýsa vegna þess, að þeir græða á þvf. Auglýsingar auka eftirspurn margfaldlega, og jafnvel eyðslu kaupenda. En vandi er það, að auglýsa svo ^el, að það beri tilætlaðan á- rangur; ber þar margs að gæta, fyrst og fremst mismunandi eftir- spurnar á ýmsum tímum að kunnri vöru, eftirspurnarleysi að nýjum vörum, hagsmuna selj- anda og kaupanda o. s. frv. Engin þjóð í heimi mun aug- tysa jafn mikið og Bandaríkja- öienn. Sér það og á, því\ að ^erslun þeirra og viðskifti marg- faldast með ári hverju. Og þar er það lika orðin sérstök list að anglýsa þannig, að fólk veiti því eftirtekt og avo er að vísu víð- ar> þótt menu sé misjafnlega *angt komnir í þeirri grein. Hér á landi eru menn eigi Svo langt á veg komnir enn, að þeir knnni að meta gildi aug- lýsinga til fulls, þótt mikil breyt- lQg hafi orðið á þessu nú á sið- ustu árum, Og það má sjá það «ama hér-og annars staðar, að iPeir sem auglýsa ekki, dragast aftur úr hinum sem aug- lýsa. — Það var einu sinni enskur maður að safna auglýsingum. Kom hann til kaupmanns, sem sagðist ekki hafa nein efni á að auglýsa; nú þyrfti hann að spara alt. Þér getið lika sparað með þvf að hætta að borða, svaraöi hinn. Þetta var gott svar. Kaup- maður eða iðnrekandi sem ætl- ar sér að spara, með því að auglýsa ekki, gæti eins sparað á þvf að hætta að borða. Hvort tveggja mundi koma honum á kaldan klaka. Pingtíðindi. I Ed. var 1 mál á dagskrá (um breyt. á póstlögum). Var því vísað til 3. umr. í Nd. var samþykt frv. stj. um sektir og afgr. til Ed. Þá var tekið fyrir frv. um í Varalögreglu og stóðu þær umræður í rúmar þriár stundir. Forsætisráðherra hóf máls. Kvað hánn ekki tilgang stjórn- arinnar að gera mikið úr skyld- unni, heldur að koma á betra skipulagi en áður hefði verið. Mætti taka aðeins fáa menn til að inna af hendi þessa skyldu. Ráðuneytið hefði hugsað sér, að hér í Reykjavik yrði teknir 100 menn, eöa færri, og æfðir eins og lögregluþjónar og kent það sem þeir þyrfti að vita til þess að geta staðið i stöðu siiuii. Sú kénsla og æfing mundi liklega taká svona 3 mánuði. Kostnað- ur mundi liklega i byrjun verða um 32—40 þús kr. Þaö væri að vísu nokkur hængur á því, að leggja skyldnna á sVð faa, en kvaðst tfeysta þvf, að hsegt mundi að fá röskva menn i liðið. í Sigluörði mundi ef til vill Uka þutfa slíka lögreglu. Tók þá Tryggvi til máls og taiaði langt mál, og siðan Jón Baldvinsson. Þá flnltu þeir stutt- ar ræður Jón Kjartansson og Bernhard Stefánsson. Þá talaði forsætisráðherra öðru sinni langt mál, til andsvara þeim Jóni Bald. og Tiyggva. Yrði alt of langt mál að rekja þær um- ræður. Kendi þar margra grasa. Meðai annars var minst á Sturl- ungaöld og »að hart væri í heimi og hórdómur mikilk, »herliðið« mundi kosta 2 miljónir kr. ef ekki meira; þá var og minst á deilur atvinnurekenda og verkalýðs bér, rússneska drenginn og aðförina að ólafi, framkomu lögreglu, lögreglu- stjóra og lögreglustjórafulltrúa i þeim málum o. s. frv. Að lok- um var 1. umr. frestað kl. 4s/4 og hin málin tekin út af dagskrá. Ed. hafði skotið á hjá sér tveimur aukafundum og af- greitt með afbrigðum til Nd. frv. um nauðasamninga, vegna þess að málið var komið í ein- daga. Var það mál nú tekið fyrir í Nd. og afgreitt með af- brigðum á þrem fundum sem lög jrá Alþingi. Þessir 3 fundir stóðu yfir í 7 minútur. í dag verður fyrst fundur í Sameinuðu þingi og rædd þál. um strand- ferðir. í Nd. eru 8 mál á dag- skrá, varalögregla seinust. Götnslys verða æ tíðari í stór- borgum með hverju ári sem Jíður, þrátt fyrir allar varúðar- ráðstafanir, sem gerðar eru til þess- að koma í veg fyrir þau. Aðaltega eru það bifreiðar og bifhjól, sem slysunum valda. Þannig herma opinberar skýrsl- ur frá London, að árið 1918 hafi orðið þar 14,242 slík slys, en árið seht leið 55,519. Eru þetta talandi lölur.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.