Dagblað

Tölublað

Dagblað - 27.02.1925, Blaðsíða 4

Dagblað - 27.02.1925, Blaðsíða 4
4 D A G B L A Ð 12,50 kostar pokinn af völdum dönsk- um kartöflum hjá mér. Ilannes Jónsson, Laugaveg 28. Liðhlaupi felst i kvenfötum í I O ár. Maður er nefndur Paul Grappe. Hann var liðsforingi í her Frakka. í orustu hjá Somme í nóvember 1914, særðist hann á hendi, en læknar héldu að hann hefði sært sig viljandi og kom hann fyrir herrétt. Að visu var hann sýkn- aður og sendur til annarar her- deildar, en grunurinn hélzt þó og þótti Grappe ráðlegast að strjúka. Komst hann til París. Þar átti hann konu og heimili og fór þangað. Klæddist hann nú í kvenföt og faldist þar í tvö ár. Á þeim tíma lét hann hár sitt vaxa pg upprætti skegg sitt með rafmagni, en kona hans kendi honum »allar kven- legar dygðir«. Að þeim tíma liðnum þorði hann fyrst að sýna sig og nefndist ungfrú Suzanne, frænka frú Grappe, Tók hann sér þá saumaskap á hendur og hefir stundað þá atvinnu síðan. Oft hitti hann móður sina, en hún þekti hann ekki, og hélt að hann væri dáinn. Og opin- berlega var hann talinn meðal »horfinna manna«. En þegar náðunarlög voru samþykt í þinginu fyrir skemstu kástaði hann kvenbúningnum og gaf sig fram. .í fyrstu ætluðu yfirvöldin ekki að trúa honum, en hann gat fært sönnur á sitt mál. — Grappe er sagður lítill maður og »pervisinn«. Meðan hann var ungfrú Suzanne, leizt karlmönn- um mjög vel á hann og tvisvar var hann opinberlega trúlofaður, en upp úr því slitnaði þó í bæði skiftin. Hann kvað eiga ótelj- áhdi ástar og biðilsbréf til »ung- frú Suzanne«. cJCúsmœður. TILKYNNING. . Biðjið ætíð um hið J heimsfræga k morgun flytjum við verslun vora og skrifstofu i Pósthús- stræti 9 (útbygging við Nathan & Olsens hús). Á. Binarsson & Punk.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.