Dagblað

Tölublað

Dagblað - 28.02.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 28.02.1925, Blaðsíða 1
1 " Laugardag 2ti. febrúar 1925. WaaBíaé I. árgangur. 24. tölublað. T-^AÐ er nú von margra, að á I J þessu þingi verði létt af hinum illræmdu og gagns- tausu innflutningshöttum og að kaupsýslumenn og aðrir, er þurfa að fá sér vörur frá útlöndum, þurfi ekki framar að baka sér alt það ómak, umslang og skrif- •finsku sem af því leiðir að út- vega innflutningsleyö. Og mikið má stjórnin verða því fegin líka, ef þeim bagga verður létt af henni, því að vitanlegt er, að störf i Stjómarráðinu hafa auk- ist eigi litið við alla þá skrif- finsku, sem af innflutningshöft- unum hefir leitt. Pá. hafa og heyrst raddir um það, að um leið og innfiutnings- höftin væri afnumin, væri rétt að hækka verðtoll á öllum ó- þarfa varningi að miklum mun og láta mönnum svo í sjálfsvald sett, hvort þeir vilja flytja hann til landsins. En þegar um þetta er talað, þá verður maður að gera sér Ijóst hvað óþarfa varn- ingnr er. Og það mun sitt sýn- ast hverjum. Margt af því, sem talinn var alger óþarfi, eða þekt- ist ekki fyrir nokkrum árum, er nú orðin algeng vara um land alt. Sumir telja þessa eða hina vöruna óþarfa, en aðrir eigi. Eða hvernig var það þegar mest var rætt um kaffið hér á Alþingi fyrir nokkrum árum? Og hvernig var það þegar rætt var um tóbakið um daginn? Það voru ekki allir á eitt sáttir um nytsemi þessara vörutegunda eða ógagnsemi þeirra. Hér skal nú ekki lengra farið út i þessa sálma, en ef þessi stefnan, að setja háa tolla á óþarfa vöru, næði fram að ganga, þá mætti gjarnan gera það að alitamáli, hvort þær vörur, sem vér getum framleitt hér i land- inu sjálfu, verða eigi að teljast óþarfa varningur — að það sé óþarfi fyrir oss að kaupa þær frá útlöndum? Nú er það vitan- legt, að á siðari árum hefir risið hér upp talsverður iðnaður i ýmsum greinum, þótt í smáum stíl sé, og margar af þessum íslenzku iðnaðarvörum standa samskonar erlendum vörum fyllilega á sporði. En að al- menningsdómi mundu þó marg- ar þeirra verða taldar með helztu nauðsynjavörum. Væri það þó nokkur góðgá að hreyfa því, að á innflutning slikra vörutegunda yrði lagður hár verðtollur? Með þvi móti mundi flytjast minna af þeim hingað, og verðtollurinn gæti orðið verndartollur fyrir hinar íslenzku vörur. Sumir munu nú ef til vill segja, að þá sé hætt við því, að íslenzku iðnaðarvörurnar hækkuðu í verði. En slikt má varast. lðnaðarfyrirtækin hér verða að kaupa hráefni frá út- löndum og um veið á þeim vita yfirvöldin. Sézt því fljótt ef gerð er tilraun til þess að hækka vöruverð i skjóli verðtollsins og væri það klaufaskapur ef ekki væri hægt að fínna ráð til þess að reisa skorður við því. ECr-indi send .AJþingi. Verkamannafél. Fram i Seyð- isfirði sendir símskeyti og mót- mælir harðlega ríkislögreglu- frumvarpi stjórnarinnar og öllu sama eðlis. Símskeyti hefir borist frá Sandi undirritað sjómenn og verka- menn, með áskorun til þingsins um að fella öll frumvörp er snerta vopnaða lögreglu. i Stjórnarnefnd Minningarsjóðs Eggerts Ólafssonar sækir um styrk til þess, að gefa út minn- ingarrit á tveggja alda afmæli Eggerts, og að Alþingi styrki sjóðinn t. a. m. með árstillagi eða afmælisgjöf 1. des. 1926. Einar G. Einarsson í Gaið- húsum, sendir skýrslu um skemdir þær, sem urðu á varn- argörðum í Grindavík o. fl. í sjávarflóðinu 21. jan. þ. á. og fe'r fram á 35 þús. kr. fjárveit- ingu á þessu þingi og svipaða upphæð í næstu 2 ár til þess að bæta úr skemdunum. í flóöi pessu eyddist aö mestu Iending og bátauppsátur í Járn- gerðarstaðahverfi, um 20 saltskúrar og geymsluhús skoluöust burtu, um 70—100 metra breiða spildu af tún- um og matjurtagörðum eyðilagði brimið á um 500 metra löngu svæði, slórskcmdi aðra landspildu álíka stóra, og tjón af bátaskemdum, salt-^ missi, sauðatjóni og matvælamissix er talið eigi minna en 20 pús. kr. Benedikt Jónason verkfræð- ingur hefir að tilhlutun Stjórn- arráðsins, athugað skemdirnar þarna syðra og komist að þeirri niðurstöðu, að viðgerðarkostnað- ur verði alls 105 þús. kr. Segir hann að gera verði einhverjar öflugar ráðstafanir, svo framar- lega sem bygðarlag þetta eigi ekki að ieggjast i auðn. Segir Einar Einarsson og, að ýmsir hafi gert ráð fyrir því að ganga af eignum sínum og flytjast í burtu svo fljótt sem unt sé. Pingtíðindi. Langur fundur var í Samein- uðu þingi i gær um þál. um strandferðir. Hafði Jónas Jóns- son orð* fyiir þeim flm. þál. og vildi sýna fram á að talsverður sparnaður mundi verða að ' breytingum þeim á ferðum Esju, sem gert er ráð fyrir, en alt af mundi þó þetta fyrirkomulag hafa aukin útgjöld i fór með sér. Þau mundu þó hverfandi bjá hinum óbeina hagnaði sem af þessu yrði fyrir hin ýmsu héruð.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.