Dagblað

Tölublað

Dagblað - 05.03.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 05.03.1925, Blaðsíða 1
MAÐUR er nefndur Sigurður og var Nórðlendingur. Hann var allra manna ratvísast- ur og sagði, að ekki væri hægt »ð villast í hríðum, þvi að alls staðar væri bæir. Þetta þótti nokkuð djúpt tekið í árinni í þeirri sveit — en enn þann dag i dag má sjá marga slíka Sig- urða, menn, sem halda, að ekki sé hægt að villast vegna þess að alls staðar sé bæir. — Það er ekki langt siðan, að tíðustu slysin hér á Islandi voru þau, að menn urðu úti — stundum einn og einn og stund- um hópum saman. Á síðari ár- um hefir þó slysum þessum fækkað vonum framar, bæði vegna þess, að samgöngur hafa verið mikið bættar og svo fara menn varlegar nú en áður. En öll þau sorglegu slys, er fyrir komu um daginn í sunnudags- ■veðrinu mikla, ætti að færa mönnum heim sanninn um það, að fleiri ráðstafanir þarf að gera heldur en gerðar hafa verið, til þess, að fyrirbyggja það, að menn verði úti unnvörpum hér í landi. Er fyllilega nægur sá skattur, er hafið heimtar árlega af hinni íslenzku þjóð, þótt ekki bætist þar við, að hin ómilda náttúra heimti af oss annan eins skatt á landi. Það munu hafa verið fyrstu ráðin, er íslendingar fundu til þess, að sporna við manntjóni af hriðum og vetrarhörkum, að hlaða vörður á þjóðvegum og reisa sæluhús á fjallvegum. þetta hefir hvort tveggja borið góðan ávöxt og bjargað lífi fjölda manna. Síðan landsiminn kom hefir þó orðið enn meiri breyt- ing á þessu til batnaðar, vegna þess að simastaurar og símar eru víða hvar hinn bezti leiðar- vísir fyrir ferðamenn og aðra þó, sem þurfa að vera úti í íll- viðrum á vetrardegi. Par sem símar liggja um heiðar, er glöggv- um mönnum yfirleitt auðratað, en þar sem langt er milli bygða er þetta eigi nóg, því að vel geta menn örmagnast á miðri leið, þótt ekki sé þeir viitir veg- ar. En þegar svo er ástatt, eiga sæluhúsin að koma að gagni (og verða oft að gagni). En þó gæti þau orðið að enn meira liði, ef simi vœri seitur þar inn. Er hart til þess að hugsa, að menn geti legið bjargarlausir og veikir dögum saman í heiðakof- um, og koma engum boðum frá sér, en fyrir utan kofann er sím- inn, sem gæti bjargað þeim, e/ menn hefði haft rænu á því að leggja stuttan þráð inn í kofann og hafa þar heyrnartól. Kostn- aður við að koma sliku sam- bandi inn í sæluhúsin, er mjög l lítill, og fyr ætti að leggja áherslu á það að fá sima í kofa þessa, heldur en að sjá þeim fyrir eldsneyti, því að hafi ferðamenn ekki eldspýtur, er þeim ekkert gagn að eldsneyt- inu, en þótt þeir lfomi tómhent- ir geta þeir altaf notað símann — og hann getur fremur en margt annað orðið þeim til bjargar. Og þótt ekki bjargaði hann nema aðeins einu einasta mannslifi, er kostnaðurinn við hann margfalt greiddur. Þing-tíðindi. Bann gegn oætnrvinnn. Jón Baldvinsson ber fram frv. um það að banna næturvinnu við að ferma og afterma skip og báta í Reykjavík og Hafnarfirði á tímabilinu 1. okt. til 1. maí. Lögreglustjóri á þó að geía veitt undanþágu, er sérstaklega stend- ur á. Brot gegn ákvæðum frv. eiga að varða 500—5000 kr. sektum, er renni í rikissjóð. í greinargerð segir svo: Um það má sjálfsagt deila, hvort ekki yrði tap við það, að banna að vinna að afgreiðslu togara, jafnskjótt og þeir koma til hafn- ar, ef það væri að nóttu til eða kvöldi. En á hitt ber eigi síðar að líta, hve afar óeðlilegt og óholt það er að vinna á nótt- unni sérstaklega að haustinu og vetrinum til í öllum veðrum. það er slit á því, sem hverjum manni er dýrmætast, en það er heilsan og þrekiðcc. Ekki er það ætlunin að frv. þetta, þótt að lögum verði, nái til róðrarbáta. Gerðardómar í kanpgjalds- þrætam. Bjarni Jónsson frá Vogi ber að nýju fram frv. um þetta efni. Greinargerðin, er frv. fylgir er stutt og laggóð: »Af því að verkbönn og verkföll eru svo skaðleg þjóðinni og kostn- aðarsöm, þykir hlýða að skipa þeim málum með lögumcc. Frv. fer fram á það, að vinnu- salar og vinnuþegar í hverri grein skuli hafa 5 manna nefnd til þess að semja um vinnuverð, þá er eigi næst samkomulag meðal einstaklinga. Náist ekki samkomulag að heldur, skal leita meðalgöngu hins opinbera, og skal þá skipa sérstakan dóm, er í eiga sæti 1 maður frá hvor- um, vinnuveitendum og vinnu- þiggjendum, en atviimumálaráð- herra nefnir oddamann í dóminn. Vilji aðiljar ekki hlíta úrskurði þess dómstóls, skal skipaður nýr dómur með 2 mönnum tilnefndum af hvorum málsaðilja, en dómsmálaráð- herra tilnefnir þá oddamann. Vilji nú aðiljar eigi enn hlíta dómsúrskurði, skal nýr gerðar- dómur fjalla um málið og er hann þá svo skipaður, að hæsti- réttur tilnefnir oddamann, en aðiljar hafa 3 fulltrúa hvor. Meðan á samningum stendur eða dómum, skal unnið fyrir sama kaup og fyrir var er deil- an hófst. Selaskot 6 Breiðafirðl. Há- kon Kristófersson ber fram frv. um það að hækka sektir fyrir

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.