Dagblað

Tölublað

Dagblað - 11.03.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 11.03.1925, Blaðsíða 1
Miðvikudag 11. marz 1925. I. árgangur. 33 tölublað. ÞAD er nú æði langt síðan að hreindýr voru flutt hingað til lands frá Nor- Ægi, eða á árnnnni 1771—87. Vprn þan aðallega send bingað sem gjöf frá kaupmanni í Ham- anerfesl og Lapplending npkkr- um. Dýrunum var þá slept lausum og hafa þau síðan verið vilt á heiðum uppi. í hörðum ¦vetrum hafa þau hrunið niður og um eitt skeið var lagt mikið kapp á að veiða þau. Hafa dýrin því gengið mjög til þurð- ar og má segja að þau sé að Htlu gagni nú sem stendur, og hafi orðið íslendingum yfirleitt að litlu gagni. Stafar þetta af því, að dýrunum yar slept laus- um s,vp að þau urðu vilt. En ¦enginn minsti vafl er á því, að hér á landi mætti hafa stórar nytjar taminna hreindýra, eigi síður en i Lapplandi, og annars slaðar, þar sem hreindýrarækt er stunduð. Hreindýrin eru mjög létt á fóðrum og dugleg að bjarga sér á útigangi. Þau eru mjólkurkýr Lappa, og koma þeim í stað hesta þegar þeir þurfa að ferðast. Slíkt gæti yíða komið sér vel hér á íslandi, því að þar sem snjóþungt er, verða hestar altaf dýrir á fóðrunum hjá bændum. Mætti færa fram margar ástæður fyrir því, að íslendingum mundi stór bú- hnykkur að þvi að hafa tamin hreindýr. Kjöt af þeim er ágætt til átu, eigi síður en sauðakjöt. Hefir Vilhjálmur Stefánsson bent á, þetta og gert tillögu um það, að hreindýrategund þeirri, sem hefst við nyrzt í Ameríku, verði geflnn meiri gaumur en verið hefir til þessa, og hefir hann þá að eins fyrir augum kjötmark- aðinn. Telur hann hreindýrakjöt fyrirtaks gott. — Hreindýr eru harðger og ekki jafnmikil áhætta * vanhöldum á þeim eins og á sauðfé. JÞað hefir vist aldrei veiið safnað neinum skýrslum *»m yanhöld sauðfjár hér á Iandi. 88 hitt er p|Ium yitanlegt, að bændastéttin íslenzka líður stór- tjón á ári hverju einmitt vegna vanhalda á sauöfé. t*að væri mjög æskilegt, að framtakssamir bændur gerði til- raunir með hreindýrarækt bér. Þyrfti þá að fá tamin dýr frá Lapplandi. Mætti byrja i smáum stíl, en færa sig heldur upp á skaftið þegar fram í sækir. Verð á hreindýrum muu ekki mjög hátt, svp að kostnaður við það að. fá þau hingað mundi vel kleifur. Að vísu yrði flutnings- kpstnaður töluverður, því að hreindýrin þyrfti að flytja á skipi frá einhverri norðurhöfn Noregs suður til Bergen, pg svo þaðan á Bergensskipunum hing- að. En óliklegt er, að það yrði kostnaðarsamara að flytja hingað lifandi hreindýr, heldur en að senda iifandi sauðfé héðan á markað á meginlandi álfunnar, eins og gert hefir yerið. Hestarækt hefir verið einhver helzta tekjugrein bænda í ýms- um héruðum íslands. En eftir því sem lengur líður verður hún ótryggari, vegna þess að márk- aður erlendis verður æ þrengri. Um skeið fór mest af hestum héðan til Englands. Nú er eftir- spurn orðin lílil þar vegna þess i að nú er farið að nota rafmagn nær eingöngu í kolanámunum þar í landi. Til Danmerkur hefir verið selt töluvert af hestum hin siðari ár, en engin trygging er fyrir því að sá markaður hald- ist. Bændur mega því búast við, að verða að breyta um og gera minna að hrossarækt en áður hefir verið. Hvað á þá að koma í staðinn? Mundi eigi verða heppilegast að það verði hrein- dýr? Aukin nautgriparækt getur tæplega komið til greina. Frem- ur yrði að auka sauðfjárrækt. En búskaparlagið er nú þannig yíða hvar, að bændur geta ekki aukið sauðfjárstofn sinn að neinu marki og veldur þar mcslu um lilill Iicyskapnr. Ilreíndýrin geta gengið úti eigi síður eu hestar og yrði því létt á fóðr- unum ejns og þejr. Ef til vilj ætti hið ppinbera að hafa framkvæmdir í þcssu máli, eða létta undir með bænd- um þeim, sem kynnu að vilja koma upp hreindýrarækt hjá sér. Og ekki ætti það að vera Japgt utan við verkahring Bún- aðarfélags íslands að athuga þetta mál vandlega og afla upp- lýsinga um hreindýrarækt ann- ars staðar. Námuslys í Ruhr. 136 menn farast. Laust fyrir miðjan febrúar- mánuð varð sprenging í kola- námu skamt frá Dortmund. Varð sprengingin djúpt niðri í námunni, eða 900 fetum frá yflrborði, og svo var hún ægi- leg, að sumir verkamennirnir fleygðust 30—60 fet og létust á augabragði. Sumir, sem voru lengra á burtu, höfðu getað skreiðst út í óhrunda námu- ganga og lifað þar nokkra stund. En af 145 mönnum, sem í nám- unni unnu, komusl að eins 9 af. Nokkrir náðust með lífs- marki upp úr námunni, en lét- ust svo skömmu síðar af völd- um eiturgass þess, er þeir höfðu andað að sér. Bjargarlið kom þegar á vettvang, en gat litið gert 'vegna eiturgassins, sem fylti námuna. Tveir menn, sem í bjargarliðinu voru, létust af völdum gassins. Það mátti sjá, að nokkrir námumenn höfðu þó haldið lifi nokkru eflir að sprengingin varð. Á einuin slað lágu t. d. tveir menu saman og hafði ann- ar skrifað með kríl ncðan á skósóla hins: »K1. 11; er enu á íffi«.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.