Dagblað

Tölublað

Dagblað - 17.03.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 17.03.1925, Blaðsíða 1
Þriðjudag 17. marz 1925. ÍÞagGfað I. árgangur. 38 tölublað. /pÓBAKSVERSLUN rikisins hefir verið eitt af aðalum- ræðuefnum manua á meðal, síðan fram kom frv. i þinginu um það, að afnema hana. Þella er lika eitt af hinum merkari inálum og í rauninni stefnumál. Þeir menn, sem fylgja frjálsri verslun, voru algerlega á móti þvi, að ríkiseinkasala á tóbaki kæmist á, og hafa altaf haft horn í siðu hennar. En þótt sumir sé andvígir öllum höftum á versl- unarsviðinu, segja þeir það sé mikið álitamál, hvort tími muni til kominn að afnema þessa ríkiseinkasölu. Reynslan, sem með henni hefir fengist, sé stutt, en bendi þó í þá átt, að ríkis- sjóður muni fá meiri tekjur á i þenna hátt heldur en með tolli eingöngu. Og verði ríkiseinka- salan afnumin nú, sé hætt við, að hún muni skjóta upp höfð- inu aftur áður en langt um lið- ur, einmitt vegna þess, að reynslan sé ekki fullnægjandi. Þeir, sem eru fylgjandi frjálsri verslun, hljóti því að hugsa sig um tvisvar, áður en þeir rjúki til þess að fella einkasöl- una niður nú. Því að enn hafi ekki fengist fullnægjandi sann- anir fyrir því, að slík höft sem þessi sé til ills eins. Dagblaðið skal að þessu sinni engan dóm á það leggja, hvort þessi skoðun sé rétt. Að vísu þykj- ast menn geta sannað það, að tóbak sé nú mikið dýrara en það þyrfti að vera, og að verri >jörur sé nú á boðstólum heldur en áður var, meðan inn- flutningar var frjáls. Og menn halda því fram, að meira sé gert að þvi oú en áður hefir verið að smygla tóbaki inn í landið. Þetta síðasta átriði verður nú víst erfitt að sanna, en hafi landsverslun allar sínar vörur stimplaðar, ætti það að -yera talsverð trygging fyrir því, að verslanir smygli ekki inn tó- baki til sölu. Menn munu ó- gjarna hætta sér svo undir högg, að hafa á boðstólum vör- ur, sem allir hljóta að sjá, að ekki eru frómt fengnar. Á hinn bóginn er það kunnugt, að há- ir tollar freista manna til smygl- unar. Og verði verslunin nú gefin frjáls og tollurinn hækk- aður, " er hætt við, að ekki verði síður flutt inn ólög- lega heldur en nú. Hitt getnr verið rétt, að tóbaksverð muni lækka, ef einkasala er tekin af ríkinu, enda þótt tollurinn verði hækkaður. En þar sem hér er um aö ræða munaðarvöru, sem æskilegra væri að minna en meira væri flutt af til landsins, þá virðist ekkert mæla í móti því að hafa verðið hátt og leyfa þeim, sem það vilja, að greiða háan skatt í ríkissjóð fyrir þá ánægju, sem þeir hafa af nautn þeirrar vöru. Sandgræðsla enn. Á síðasta tug 19. aldarinnar byrjar Eyjólfur Guðmundsson, hreppstjóri í Hvammi í Land- mannahreppi, á sandgræðslu, og skrifar um málið. Að þessu var gert grín. Reynslan hefir þó sýnt, að skoðanir Eyjólfs voru réttar. Árið 1904 er veitt fé úr rikissjóði til sandgræðslu, og árið 1906 er Gunnlaugur Krist- mundsson sendur utan, til að kynna sér sandgræðslu á Jót- landi. Hann hefir siðan með dáð og dug unnið að sand- græðslunni, og með góðum á- rangri. í fyrstu voru gerðar nokkrar tilraunir með sandgræðslu aust- ur á Rangárvöllum, þar girt svæði, sem áður voru gerfokin. En fyrsta eiginlega sandgræðslu- stððin var sett á Reykjum á Skeiðum 1908. Siðan hafa verið stofnaðar stöðvar á einum 10 stöðtim. Árangurinn af þessari starfsemi er góður; sumar af stöðvunum eru algrónar og af- hentar landeiganda. í hinum eykst gróðurinn ár frá ári og gróðurlausu sandflákarnir minka. (Búnaðarrit 39, 1.—2. h. 1924). Æ.Ö vestan. í haust lézt í Ontario Sólveig Pálsdóttir. Hún var fædd að Giljá í Vatnsdal 1861. Hún flutt- ist til Vesturheims 1888 og gift- ist 1909 Gísla Einarssyni úr Þingeyjarsýslu. Hún var jarð- sungin í grafreit þeim, er ís- lendingar hafa sett i þessari nýlendu og er nú aðalgrafreitur bygðarinnar. Þrjúv systkini átti Sólveig á lífi: Ingibjörgu, sem nú er á Hvammstanga, og tvö systkini í Ameríku. Hreiniíí á fflosJellslieiöL Eg sé þess getið í »Vísi« í dag (18/s *25) að L. H. Múller kaupmaður hafi séð þrjú hrein- dýr á Mosfellsheiði fyrra sunnu- dag, og segir blaðið að margir hafi hugsað að þau væri horfin þsðan ineð öllu, því að ekki hafi lengi spurst til þeirra á þessum slóðum? Þetta siðasta er ekki rétt. Hreindýr hafa sézt á hverju ári hér um slóðir og suður á Reykjanesi. Að vísu hefir það orðið sjaldgæfara en áður, síðan 1918, að sjá þau, því að þá munu þau hafa fallið, en aldrei hefir þeim þó verið útrýmt hér, hvorki af veður- hörkum né eftirleitni manna. — Menn, er fróðir þykjast, og kenslubækur, segja, að hreindýr sé hvergi hér á landi nú nema í Múlasýslu (fram af Jökuldai) og á Beykjanessfjallgarði. Þetta

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.