Dagblað - 22.03.1925, Side 3
DAGBLAÐ
3
Elrindi
seii d Alþiii^i.
Alþýðusamband íslands send-
ir umsögn um frv. um gerðar-
dóm og málamiðlun í kaup-
gjaldsþrætum og um frv. um
sáttatilraunir í vinnudeilum.
Áskorun Læknafélags Reykja-
vikur um byggingu Landsspítala.
Bréf Hjálpræðishersins um
styrk til gesta- og sjómanna-
heimilis í Vestmannaeyjum.
Erindi U. M. F. í um hækk-
un á styrk þess á þessu ári
upp í 4000 kr.
Árni prófastur Björnsson í
Görðum á Álftanesi sækir fyrir
hönd Elínar, dóttur sinnar, um
1000 kr. utanfararstyrk, til þess
að hún fái fullkomnað sig í því,
er lýtur að skólaiðnaði.
IngibjörgGuðbrandsdóttirsæk-
ir um að styrkur sá til leikfim-
iskenslu, 600 kr., sem hún hefir
notið síðustu 15 ár, verði aftur
tekinn upp í fjárlög.
Halldór Kiljan Laxness sækir
um 3000 kr. styrk.
Þorsteinn J. Sigurðsson sækir
um 3000 kr. styrk til þess að fara
utan og kynna sér alt er lýtur
að tóbaksiðnaði.
Stefán B. Jónsson sækir um
20000 kr. styrk, eða lægri upp-
Nhæð, til útbreiðslu og eflingar
lýðvarnarbreyfingar meðal lands-
manna.
Guðmundur Bergsson póst-
fulltrúi sækir um utanfararstyrk
til þess að hann geti kynt sér
póststörf.
Gunnar bóndi þórðarson í
Grænumýrartungu sækir um
2500 kr. styrk til að byggja í-
búðarhús á ábýlisjörð sinni.
Runólfur bóndi Runólfsson í
Norðlungu sækir um 2000 kr.
styrk til að koma upp barna-
skólahúsi í þverárhlíð.
Bréf Fiskifélags íslands um
bryggjugerð á Eyrarbakka.
Áskorun fiskifélagsdeildar á
ísafirði um afnám olíuverslunar
ríkissjóðs.
14 rithöfundar óg listamenn
skora á Alþingi að hækka styrk
til skálda og listamanna upp í
24000 kr.
Áskorun almenns fundar í
Reykjavik 15. þ. m. um lands-
spitalamálið, um að leitað verði
samninga við stjórn landsspítala-
sjóðsins um framlag úr sjóðn-
um, alt að 75,000 kr. á ári,
gegn 75—100 þús. kr. árlegu
framlagi úr ríkissjóði til spitala-
byggingar.
Erindi sýslunefndar Norður-
ísafjarðarsýslu um að Alþingi
veiti til sundlaugar og sund-
skálabyggingar í Reykjanesi 7»
kostnaðar, alt að 2000 kr.
Hveiti,
Ha/ramjöl,
Hrisgrjón,
Rúgmjöl,
Mais
mjög ódýrt í pokum.
HANNES JÓNSSON,
Laugaveg 28.
VagElaéiá
enðnr ókeypis til mán-
aðarmóta. Athugið þaðl
Sonnr járnbrawtnkóngsins.
— þér eruð nú ekki sá fyrsti, er segir það.
En segið mér nú hreinskilnislega. Hvað kemur
þetta alt því við, að ég vil vera kyr hér á
skipinu?
— Ef þér viljið vera kyr hér, þá verðið þér
að greiða fyrir fram það, sem upp er sett. þér
eruð ekki eins einfaldur og þér látist vera.
— þarna hittuð þér naglann á höfuðið, mælti
Kirk. En — meðal annara orða, má ég veðja
við yður?
— Um hvað?
— Ég vil veðja við yður um það, að þér
skiftið skoðun. Ég skal segja yður það, að ég
er jafn einfaldur og ég læzt vera, og ég ska‘
sanna það. ofe nú skal ég veðja við yður
hringnum minum á móti skyrtum yðar, að ég
heiti Anthony, og komi ég ekki til yðar með
^°ga peninga fyrir fargjaldi til New York, meg-
þér eiga hringinn,
— Þetta er alt saman gott og blessað, en ég
^erð að láta yður vita það, að hinar einu upp-
ysiQgar sem befi um yður, er reikningur
yðar.
, , Jæja þá; nú skal ég segja yður það, að
a hrópa ég á hjálp framandi manna og skal
ara með allar eigur yðar í land með mér!
Rétt í þessu var skipinu lagt við bryggju og
samtaliö var þvf á enda. Kirk ruddi sér braut
í land og hugsaði með sér þá, að það væri
ýmsir kostir við það að hafa engan farangur
meðferðis. Iíom hann nú fyrst út á sólsteikta
götu, þar sem úði og grúði af allskonar flutn-
ingatækjum og sýndist honum ekki betur en
að aliir ökumenn ætti í striði sin á milli. Hit-
inn var óþolandi. Iíirk þerraði af sér svitann
með klút gjaldkera og spurði sjálfan sig, hvort
það gæti verið rétt, að nú væri desembermán-
uður.
Klunnalegir, tvíhjóla vagnar óku fram hjá
honum. Sumum þeirra stýrðu svertingjar og
sumum túrbanskrýddir Hindúar. Allir voru
vagnarnir með klingjandi bjöllum, en hestarnir
voru kaunum slegnir og mýbitnir fram úr hófi.
Járnbraut var rétt fram undan, og þar kom lest
rjúkandi og á henni málti lesa stafina P. R. R.
þegar Kirk sá það hrópaði hann:
— Húrra, ég er þá kominn til Jersey City!
Ég fer strax með ferjunni frá Twentylhird Street
og kemst til Hotel Astor eftir nokkrar mínútur!
Hann ruddi sér braut gegn um þröngina á
götunni og þangað sem simastöðin var. þar
skrifaði hann skeyti, en þegar hann ætlaði að
afhenda það, var honum sagt að aldrei væri
sent skeyti, sem ekki væri borgað.
Ætlist þér til að fá borgun fyrir fram?
Já, herra minn.