Dagblað

Tölublað

Dagblað - 28.03.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 28.03.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 ■BHHBHHH RiYJA BIO BHUHHm Brunaliöshetjan (Det Tredie Signal). Sjónleikur i 7 þáttum, leikinn af þeim Balph Lewis, Johannie Walker, Ella Hall og fleirum. Um þessa mynd getur maður með góðri samvizku sagt, að hún er ein með betri myndum, bæði hvað leik og efni snertir, enda eru hér samankomnir einhverjir þeir beztu leikkraftar, sem Amerikumenn hafa yfir að ráða. Komið og sjáið þessa mynd, og þið munuð sannfærast um, að þetta er réít. Sýning kl. 9. Dómur í máli Snóa. Dómur féll í hæstarétti í gær í máli enska skipstjórans Snóa (Thomas Worthington), og var dómur sá, er hann hafði fengið í undirrétti áður, staðfestur. Var hann dæmdur í 3 mánaða fang- elsi, 24 þús. kr. sekt og til að greiða allan málskostnað, þar á meðal 300 krónur til hvors, sækjanda og verjanda málsins fyrir Hæstarétti. — Snói var skipstjóri á botnvörpungnum »Earl Kitchener«. Er hann al- ræmdur fyrir landhelgisveiðar hér, en hefir sloppið furðanlega, þangað til í sumar að hann var staðinn að tveimujr landhelgis- brotum. Var hann fyrst tekinn við Vestmannaeyjar 17. júlí og sektaður þar, en afli og veiðar- tæri gerð upptæk. Hann fékk sér veiðarfæri aftur, kol og ís, og hinn 25. s. m. stóð vélbátur hann að ólöglegum veiðum hjá Garðskaga. Hafði hann þá breytt yfir nafn og númer, og hröktu skipverjar bátinn frá sér með kolakasti, en þó sáu bátsmenn númer á skipsbát. — Snói slapp að því sinni, en báturinn sendi kærn til yfirvaldanna. Og hinn 12. nóv. í vetur hitti Islands Falk hann skamt frá Keflavik og tók hann fastan. Sannaðist á hann brotið og fyrir það hefir hann fengið þennan dóm. Skot i höfninni. Maður særist. í gærdag lá mb. Svala (eign Péturs Oddssonar kaupmanns í Bolungavik) utan á Esju við vesturbakka hafnarinnar og var að taka vatn. Fjórir bátverjar voru á þilfari. Vila þeir þá ekki fyr til en riffilkúla (eða skamm- byssukúla) hæfir einn þeirra f höfuðið. Til allrar hamingju kom hún ofarlega í ennið og skrikaði upp af höfðinu. Hlaut Sonur jíiinbraiilnbrtiifrsins. fyrir einn dollar hverja ekru. t*að kostar — — Ég er alveg ónýtur í reikningi, herra Weeks. — Og gúmmi. Þar er tækifæri fyrir mann sem á peninga. Gúmmi! Hafið þér nokkurn tíma séð gúmmítré? — Ekki nema í Brooklyn. — Ég á við vilt gúmmítré. Hér er fult af þeim. þér ættuð að kaupa skóg — — — — Þeir fást fyrir lítið verð — sá gúmmifræi og láta trén Vaxa í næði. Eftir 10 ár látið þér svo fella þau; og þá eruð þér stórríkur. Pað er ekki hægt að tapa á slíku. Púsundir manna hafa grætt hér of fjár á þennan hátt og ég þekki þá alla. t*að yar gott að þér sneruð yður til mín. Ég get orðið föður yðar að miklu liði. Ég er íhaldsmaður og hann þarf einmitt góðan ihaldsmann. Svo á ég líka gullnámu. — Þær borga sig ekki, mælti Kirk og hristi höfuðið. — Þessi náma mun borga sig. Pað er gömul spönsk náma og hefir ekki verið snert í 300 ár. Ég vil ganga í félag við yður og svo fáum '’ið föður yðar til þess að Ieggja fram fé. Hvernig ^’*t yður á það? Ef hann vill það ekki skulum ^ið útvega honum einkaleyfi fyrir sporvagna. þekki stjórnina og það eru engir sporvagnar til í landinu. Ég þekki alla Spiggoty stjórnmála- mennina. — Hverja þekkið þér? — Spiggotyana? Við köllum Panamamenn því nafni. Skiljið þér það? — Það er ágætt nafn. — Jæja, vinur minn, nú ætla ég að biðja yður um dálitið. Látið engan mann hér espa yður upp. Hér er alt fult af vandræðamönnum. Þér megið treysta mér; ég er íhaldsmaður. Ég skal kynna yður i klúbbnum og eftir nokkurn tíma getum við svo farið að ræða um fjárhags- mál. Weeks lét ekki standa við orðin tóm. Hann fekk Kirk með sér og leiddi hann inn götuna. Kirk fann það, að við hvert skref lék Weeks allur á þræði; hann blés og dæsti og svitinn rann af honum í stórum straumum. Þeir héldu til klúbbsins. Par bauð Weeks nokkrum vinum sinum að snæða með þeim miðdegisverð úti á svölunum. En svo tók hann eftir því, að Kirk var í fötum úr þykku efni. — Pér verðið að fá yður hvít föt, Kirk. Pessi föt, sem þér eruð i, eru eins og leppar í hunda- bæli. Hafið þér nokkuð á máti því að ég kalla yður Kirk? \ — Mér þykir vænt um það. En ég get tæp- lega fengið eins stór föt og ég þarf og svo er

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.