Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.04.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 03.04.1925, Blaðsíða 1
UM Dýraverndunarfélagið má það segja með sanni, að tilgangur þess er mjög virð- ingarverður og flest viðleitni þess um það, að bæta kjör mál- leysingjanna. En þrátt fyrir það eru því mjög mislagðar hendur að ýmsu leyti, eins og t. d. þá er það tók sér fyrir hendur að amast við því, þótt maður hér i bænum hefði tamda svartbaka, en gætir aldrei að því, hvernig ýmsir menn hér í bæ fara með hænsn sín. Væri þó full þörf á að athuga það, því að fæstir af þeim er hænsn hafa, kunna að fara með þau og hjá flestum er meðfeirðin sú, að kallast má »Dyrplageri«. Hús þau, sem hænsn eru höfð i hér um vetrartímann, eru bæði köld og illa hirt, og fæstir hugsa Um það að láta hænsn sín hafa uóg að drekka. En fuglar þessir eru að uppruna hitabeltisfuglar ug þurfa þvi að búa við hita, ug vegna þess hvernig fæða þeirra er, þurfa þeir mikið vatn «1 drykkjar. Sé nú hvort tveggja Vanrækt, að láta hænsnin hafa uógan hita og nóg vatn, er með- ferð á þeim óforsvaranleg. Aftur k móti eru svartbakar heim- skautsfuglar og kuldi bagar þá ekki neitt. Það sem hér hefir verið sagt UlU hænsnin, á einnig við um ^úfur sem hér er allmikið af. ^eðferð á þeim er skammarleg mörgum. svo eru það hestarnir. Mikið heflr ag vjsu breyzl til batnað- ar um meðferð þeirra á seinni krum, en þ5 er þaQ ekkj óaj_ «engt enn þann dag í dag, að s3á hér magra og illa meðfarna ^'unuhesta. Of oft kemur það ^r'r, að þeim er beitt fyrir alt Pung æki, eins og t. d. þá er eitl» er ætlað að draga fulla agUa af kolum upp háa og ta kolabyngi, þar sem engin sPyrna er fyrir þá, en örð- viðnám á hjólunum þar Seui kolin eru. Svo þegar hest- arnir eru orðnir löðrandi í svita og kúguppgefnir af erfiði, eru þeir máske skildir eftir, með vagninn aftan í sér, hvernig sem veðrið er, og látnir standa þannig langa lengi, eða að minsta kosti nógu lengi til þess, að hroll setur að þeim og þeir stirðna. En svo eru þeir gripnir til sama erfiðisins aftur. 1*6113 er ekki sæmileg meðferð á dýr- um, enda þótt hestarnir hafi nóg að eta milli sprettanna. — I>á er enn að minnast á hunda og ketti. Margir gera það sér til gamans, að hafa þau húsdýr, en oft vill það brenna við, hverju sem um er að kenna, að þau hlaupast að heiman og lenda á flækÍDgi. Nú hefir að vísu verið haíin hér ofsókn gegn hundum, og má það heita vel farið, en kettir eru hér enn svo réltlausir, að ekki má einu sinni gera þeim þann greiða, að stytta aldur þeirra. Og því ber ekki að neita, að hér úir og grúir af svonefndum »villiköttum« — köttum, sem flækst hafa að heiman, eiga hvergi höfði sínu að að halla og verða að lifa á vergangi í óþökk allra. Er það höfuðborg íslands til lítils sóma, þar verkefni fyrir Dýravernd- unarfélagið, að fá því til leiðar komið, að þessum veslings skepnum yrði fremur stytlur aldur, heldur en láta þær lifa svo ömurlegu lífi. Og á hinn bóginn mundu margir bæjar- menn kunna þökk fyrir, þeim, er gæti minkað eitthvað »katta- farganið« hér í bænum, því að það er, satt að segja, landplága. Eða hve skyldi þeir vera marg- ir, er hafa gaman af samsöng útilegukattanna á kvöldum og nóttum? Fornleifafundir. Skamt fyrir sunnan Kairo f Egyptalandi, hafa brezkir rann- sóknamenn nýlega fundið undir- stöðu pyramída, er þeir nefna »stalla«-pyramídann vegna þess að hann h^fir verið hlaðinn eins og tröppur (hver trappa er eins há og stórt hús). Er talið að þetta sé eitt af hinum elztu mannvirkjum í heiminum og fyrsti pyramidinn, sem reistur hefir verið. Skamt þaðan fund- ust og rústir af hofi. Hjá Ur í Kaldealandi, þar sem Abraham bjó einu sinni, hefir annar brezkur vísinda- mannaleiðangur grafið upp gamlar borgarrústir. Er talið að það sé höll sú, er Nabonidus konungur lét reisa handa dóttur sinni á rústum hofs, er helgað var mánagyðjunni og reist 1700 árum fyrir hans daga, en 600 árum fyrir daga Abrahams. í*að sem fundist hefir þarna er talið vera meir en 4000 ára gamalt. Hið merkilegasta, sem fundist hefir, eru leirtöflur með áletrun og segja fræðimenn að þær sé síðan árið 2200 f. Kr. Á töflur þessar er meðal annars letruð skrá yfir jarðir þær, er hofið átti, landskuldir og skyldur bænda, kvittanir fyrir olíu, og sauðfé, er bændur afhentu, mánaðarlegar og árlegar kvitt- anir fyrir öllu er móttekið var frá kaupmönnum, svo sem húð- um, bómullarþræði, gulli, silfri og kopar. Og margt fleira fanst þarna skráð. Þriðja leiðangurinn hafa Bandaríkjamenn úti í Egypta- landi til rannsókna og hafa þeir menn líka fundið merkilegar fornmenjar skamt frá Kairo. Fjórða leiðangurinn hafa ítalir úti og hafa þeir menn fundið rústir af hofi skamt frá Assuan, mikið af pergamenti og leirkera- smlð. Er það alt frá seinni tíma

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.