Dagblað - 12.04.1925, Síða 2
2
DAGBLAÐ
IflÉDilor iOiaðnr
Innlendur iðnaður er að fær-
ast í aukana hér á landi, og
fer áhugi manna á verklegum
framkvæmdum vaxandi með
degi hverjum. Að vísu er því
svo háttað hjá oss, að landbún-
aður og fiskveiðar eru og verða
aðal máttarstoðir undir íslenzku
lífi og hverskonar menningu, og
allar aðrar atvinnugreinir hafa
bygt og byggja á þeim tilveru
sína. — Er þetta lýðum ljóst
og þá eins hitt, að það er lífs-
skilyrði fyrir íslenzku þjóðina,
að sem flestir dugandi drengir
fáist til að stunda framleiðsluna
til lands og sjávar.
Flotinn vex óðfluga og með
hverju nýju skipi opnast ný leið
á sjó og landi til aukinnar at-
vinnu.
Sveitirnar heimta sitt, ræktun
landsins f stórum stíl kallar
á nýja og góða krafta til starfs
og framkvæmda.
Ef atvinna eykst til lands og
sjávar og ef góðæri og aflabrögð
haldast í hendur þarf enginn að
svelta sakir atvinnuleysis. Enda
verða allir að vera einhuga um
það, að láta íslendinga sitja
fyrir atvinnu þeirri sem býðst.
Bregðist afli eða komi aftur-
kippur í útgerð eða landbúnað
af einhverjum óviðráðanlegum
orsökum, svo atvinna bregðist
við framleiðsluna, þá er voðinn
vis, einnig á öðrum svæðum.
Kem eg þá að því, er eg vil
gera sjálfum mér og öðrum ljóst:
Sá iðnaður einn á hér tilveru-
rétt, sem aðalatvinnuvegirnir
skapa og veita frjómagn, enda
verður hann að vera fyllilega
samkepnisfær á frjálsum markaði.
þar sem saman fer ódýrt og
hentugt efni. fullkomin tæki og
mikil eftirspurn eða neyzla, eru
líkindi til að innlenda fram-
leiðslan standi þeirri útlendu á
sporði. Þá er það metnaðarmál
og sjálfstæðismál í fylsta máta,
að efla innlenda iðnaðinn, því
að hann verður landsmönnum
happadrýgri en sá útlendi. þá á
hann fullan rétt á sér, enda
vafalaust holt og heillavænlegt,
NYJA BIO
Röddin úr tnrninu
#
Sjónleikur í 7 þáttum, tekinn á kvikmynd af amerikska
félaginu First National.
Aðalhlutverkið leikur:
Norma Talmadge.
Sýningar 2. páskadag kl. 7*/2 og 9.
Barnasýning kl. 6,
og þá sýnd hin ágæta barnamynd JLiitli vitavörður-
inn, þar sem Baby Peggy leikur aðalhlutverkið.
----------
Hreins
handsápur
hafa alla sömu kosti og
beztu erlendar handsápur
og éru auk þess íslenzkar.
Fást í næstu verslun.
Z& J2S
Gleymið ekki
innlendu vörunum hjá oss:
Niðursoðið kindakjöt í 1 og xh kgr. dósum.
Niðursoðin dilkakæfa i 1 og V* kgr. dósum.
Niðursoðnar fiskbollur í 1 kgr. dósum.
Pylsur allskonar, þar á meðal »spegepylsa«.
Kæfa í belgjum, nýsoðin.
Saltað dilkakjöt í 112 kgr. tunnum.
Frosið dilkakjöt o. fl., o. fl.
Sláturfólag- Suðurlands.
Símar 249 & 250.