Dagblað

Tölublað

Dagblað - 21.04.1925, Blaðsíða 2

Dagblað - 21.04.1925, Blaðsíða 2
2 DAGB LAÐ Ping-tíðindi. Úrslit þiogmála. Samþykt stjórnarfrumvörp: 1. Um styrkveiting til banda íslenzkum stúdentum við erlenda báskóla. 2. Um fískveiðar í landbelgi. 3. Um að innbeimta ýmsa tolla og gjöld með 25°/o gengis- viðauka. 4. Um fiskfulltrúa á Spáni og Ítalíu. Samþykt þingmanna frv.: 1. Um breytingu á sóttvarnár- lögum. 2. Um skiftingu ísafjarðar- prestakalls i tvö prestaköll. Felt þingmannafrv. um lok- unartíma sölubúða (rakarar og konfektbúðir). Vísað til stjórnarinnar frv. um lærða skólann í Reykjavik. Brú á Hvítá. Pétur Þórðarson ber fram till. til þingsályktunar um að skora á stjórnina að undirbúa bygg- ingu brúar á Hvítá í Borgarfirði hjá Ferjukoti, með því að gefa héraðsbúum og öðrum, sem til þess kynni að vera fáanlegir, kost á að kaupa ríkisskuldabréf, þannig að andvirðið gangi til þessarar brúargerðar, og að verk- ið verði bafið, ef unt er, sum- arið 1926. Endarskoðendor. Allsberjarnefnd Nd. hefir klofnað um frv. til laga um lög- gilta endurskoðendur. Meiri hlut- inn (M. T., J. Bald. og B. St.) vill ekki að málið fái framgang, en minni hlutinn (Á. J. og J. K.) leggur áberzlu á, að það nái fram að ganga. Tóbaks einkasalan. Á fundi Nd. 1 gær var tóbaks- einkasalan fyrsta mál á dagskrá (2. umr.). Var frv. samþ. með 14 : 13 atkvæðum. Magnús Guð- mundsson atvinnumálaráðherra greiddi ekki atkvæði. Varalögreglan átti líka að vera til 2. umr. í Nd. í gær en var tekin út af dagskrá. Var komið álit frá minni hluta allsherjarnefndar, þeim Jóni Kjartanssyni og Árna Jónssyni og fallast þeir á frv. stjórnarinnar með þeim breyt- ingum að ákveðið sé í frv., að hér í Reykjavík skuli vera 100 manna varðsveit og 10 manna í öðrum kaupstöðum, að allir karlmenn, sem eru 20 ára og ekki yfir fertugt skuli skyldir að ganga í lögregluliðið og gegna þeirri skyldu í 5 ár, og að vara- lögreglumönnum megi greiða þóknun og skuli hún ákveðin með reglugerð. íslenzkt happdrætti. Magnús Jónsson og Sigurjón Jónsson hafa borið fram frv. um það að setja á stofn ís- lenzkt ríkishappdrætti. Var frv. þetta til 1 umr. í Nd. í gær og var því vísað til 2. umr. og fjárhagsnefndar. Húsaleigolögin. Frv. um afnám þeirra var til 1. umr. i Nd. í gær og var því umræðulaust vfsað til 2. umr. og allsherjarnefndar. Vestmannacyjalóðirnar. Frv. um sölu lóða í Vest- mannaeyjum var felt í gær. Borgin. Sjávarföll. Síðdegisháflæður eru í dag kl. 4,33. Árdegisháflæður kl. 4,50 i fyrramálið. NKtnrlæknir er i nótt Ólafur Jóns- son, Vonarstræti 12. Sími 959. \ Nœtnrvörðnr er i Reykjavíkur Apóteki. Arnesingamót var haldið i Iðnó á laugardagskvöldið, og var par margt manna saman komið. Mótið setti Árni Sigurðsson Fríkirkjuprestur. Séra Magnús Helgason flutti par erindi, og Kjartan Gislason frá Mosfelli las upp kvæði eftir sig. Að lokum var stiginn danz. Mótið fór hið bezta fram og stóð fram undir morgun. Margir botnvörpnngar komu inn núna um helgina, og eru peir nú flestir farnir aftur út á veiðar. — Afli peirra var sem hér segir: Karls- efni 99 tn., íslendingur 14 tn., Skúli fógeti 85 tn., Ari 98 tn., Arinbjörn hersir 100 tn., Mai 88 tn., Hilmir 70 tn., Geir 66 tn., Gylfi 115 tn., Skallagrimur 115 tn., IÐacjSlað. {Arni Óla. G. Kr. Guðmundsson. Afgreiðfúa 1 Lækjartorg 2. skrifstofa J Sími 744. Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd. Prentsmiðjan Gutenberg hf. Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm. Blaðverð: 10 aura eint. Áskriftargjald kr. 1,50 á mánnði. Lífiö að launum. Sjónleikur í 6 þáttum, leikinn af hinum fræga japanska leikara Sessue Hayakawa, framúrskarandi vel leikinn og spennandi. Sameinins Suður- Jótlands og Dan- merkur. Tekin þegar konungur vor hélt innreið sína í Suður- Jótland. Skemtileg og fróðleg mynd. Sýning kl. 9. Douro fór héðan i gær um Hafn- arfjörð og Vestmanneyjar á leið til útlanda. 26 króna hlnt hafa peir fengið, peir hæstu, sem héðan hafa róið undanfarna daga. Mercur kom hingað i morgun, beina leiö frá Noregi. Skipstjóri pessa ferð var Togstad, sem áður var skipstjóri á Pollux, og siðar er mörgnm hér að góðu kunnur. Krú- ger skipstjóri hafði fengið fri pessa ferð, pví silfurbrúðkaup hans var í gær. — Meðal farpega: Frk. E. Pat- urson frá Færeyjum, frk. Dr. Rosa Stoppel frá Hamborg, K. Petersen og Mr. Bergmann. Sumarfagnaður stúdentn. Aögöngu- miðar verða enn seldir í dag kl. 4—5 á Mensa. >Einu sinni var« verður leikið < fyrsta sinni i kvöld. Leikurinn byrjar kl. 8 stundvíS' lega. verður pá húsinu lokað og allur umgangur bannaður. Knútur Danaprins verður viðstadddur, °& er pess vænst að menn komi vel' búnir á þessa fyrstu sýningu.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.