Dagblað

Tölublað

Dagblað - 21.04.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 21.04.1925, Blaðsíða 1
Þriðjudag 21. april 1925. agBlað I. árgangur. 66. tölublað. HÉR í bænum eru til margs- kouar félög og stofnuð i margskonar tilgangi. En Undarlegt er það, að enginn skuli sá vera félagsskapur hér, er hafi það á stefnuskrá sinni, að hafa hönd í bagga með því, hvernig baenum er stjórnað og hvernig fjárreiður hans eru. Menn vita þó, að árlega eykst gjaldabyrði horgarbúa og að svo er komið, að óvíða í heimi mun vera jafn dýrt að lifa og hér í höfuðborg Islands. Af hverju stafar þetta? Öm það hafa fæstir Jjósa hug- mynd, og ekki einu sinni bæj- arfulltrúarnir, sem ætti þó að vera kunnugri hag bæjarins en allur almenningur. Eins og haldið hefir verið fram hér í blaðinu, »er það ekki öema eðlilegt, að gjöld bæjarins hækki jafnframt því að hann stækkar. En þótt bærinn hafi mikið stækkað nú á siðari ár- um og íbúum fjölgað, hefir hækkun gjaldanna orðið hrað- stigari og almenn óánægja átt sér stað út af því. Kemur það jafnan bezt í ljós, þá er niður- Íöfhun aukaútsvara birtist. Hjá þingi og stjórn er nú uppi sú stefna, að fara mjög gætilega í fjármálum og að reyna að greiða iausaskuldir ríkissjóðs sem allra fyrst. Þessi sama stefna í fjármálum er og uppi í nágrannalöndum vorum, eigi að- eins hjá stjórnum þeirra, heldur og hjá bæjarstjórnum. Það eru afieiðingar og eftirköst ófriðar- ms, sem eru þess valdandi. Menn eru farnir að sjá að sér. Þessa stéfnu þyrfti Reykja- víkurbær að taka upp, og hygg ég, að bezta ráðið til þess að svo verði gert, sé það, að borg- arar stofni með sér félagsskap 1 þeim tilgangi, að hafa áhrif á stjórn bæjarins og hönd í bagga ^m það, hve mikið hann leggur ' kostnað árlega. Menn mega 'ita það, að alt það fé, sem ^ærinn kemst yfir og hefir und- lr höndum, er eign bæjarmanna, og getur, varla talist einhlítt, að bæjarstjórn ráðstafi því eftirlits- laust og leiðbeiningarlaust. Slíkur félagsskapur og hér er stungið upp á, á alls ekki að vera settur til höfuðs bæjar- stjórn, heldur á hann miklu fremur að vera ráðgjafi hennar og gæti þar unnið mikið og þarft verk, því að svo er nú jafnan, að betur sjá augu en auga. Er það í raun og veru merkilegt, að slikur félagsskap- ur skuli ekki hafa komist á laggirnar fyrir löngu, þar sem vitanlegt er, að bæiarmáium er oft og einatt ráðið til lykla án þess að borgarar hafi kynst þeim, eða að þau hafi verið rædd annars staðar en á bæjar- stjórnarfundum. Félagið á og að geta unnið mikið og þarft verk sem samherji bæjarstjórnar um öll nýmæli, og ætti að geta orðið boðberi nýrrar stefnu og framfara á ýmsum sviðum. Verkefni þess er því ærið, og stefnir eingöngu að því, að auka heill bæjarfélagsins í hvívetna. Er slíkt fagur tilgangur, og þvi hverjum manni sómi að þvi, að styðja slíkan félágsskap. Húsaleigulögin. Pá er nú loks komið svo langt, að tilraun er gerð um það að afnema hin ilíræmdu húsaleigu- lög hér í Reykjavik. Þrír þing- menn í Nd„ þeir Magnús Jóns- son, Jakob Möller og Bjarni Jónsson frá Vogi, bera fram frv. um það, og segir svo i greinar- gerö þeirra: »HúsaleiguIögin 1917 voru án cfa ætluð aðeins sem bráða- birgðaráðstöfun út af ófriðar- ástandi því, sem þá var. Var hægt að sætta sig við svo frek- lega skerðingu á umráðarétti húseigenda yfir eign siimi, með- an svo var ástatt ... 1921 voru sett lög er heimiluðu bæjarstjórn Reykjavíkur að setja reglugerð um þetta efni og áttu þá húsa- leigulögin að falla úr gildi. Nú er alveg útséð um, að bæjar- stjórn Reykjavíkur takist að setja slika reglugerð . . . og húsaleigulögin eru að talsverðu leyti orðin dauður bókstafur, eins og hætt er við, að jafnan fari um slik lög, þegar þau fara að standa til lengdar án þess að menn kannist við réttmæti þeirra«. Hafi þingmenn þessir þökk fyrir að bera fram frv. þetta. Síídveiði á Skagafirði. Með lögum nr. 30, 20. júni 1923, var sýslunefnd Skagafjarð- arsýslu heimilað að gera sam- þykt um sildveiði með herpi- , nót á Skagafirði innan línu frá syðri enda Þórðarhöfða til norð- urenda Drangeyjar og þaðan í sömu stefnu á Skaga. Heiir sýslunefnd notfært sér þessi Iög og bannað alla sildveiði með herpinót innan þessa svæðis, þár sem síldveiði hefir oft og tíðum reynzt einna notadrýgst, sérstaklega þá er norðanátt er. Nú bera 8 þingmenn í Nd. fram frv. um það, að lög þessi verði afnumin og bera því við, að ekki sé hægt að færa nokk- ur sæmileg rök fyrir þvi, að Skagurðingum sé nauðsynlegt að fá þenna hluta fjarðarins friðaðan, en á hinn bóginn um svo mikið fjárhagstjón að ræða fyrir sildveiðamenn og ríkissjóð að engin sanngirni sé í því að samþykt sýslunefndar nái að standa.

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.