Dagblað

Tölublað

Dagblað - 21.04.1925, Blaðsíða 3

Dagblað - 21.04.1925, Blaðsíða 3
DAGBLAÐ 3 Hrognkelsaveiðin er aö aukast, bæöi í Skerjafiröi og út viö Akurey. Eru nú allir þeir, sem netum halda úti, búnir aö leggja, og er rauð- maginn nú kominn niður í 40 aura stk. Borið hefir á þvi, eins og oftar, að þeir, sem siðbúnir hafa orðið á morgnana, hafa komið að netunum tómum og umvitjuðum. Erþað smá- sálarlegur ránskapur og lubbalegur, að ráðast þannig á eignir manna. Anstri kom inn til Viðeyjar í fyrradag með 55 tn. lifrar. Kom inn vegna bilunar á vindu. Grímur Kamban kom einnig inn um helgina með brotna vindu. Hann var nýfarinn á veiðar. Aðalfnndnr Frikirkjusafnaðarius var haldinn í fyrradag í Fríkirkj- unni. Var fundurinn vel sóttur og voru þar rædd mál safnaðarins. Ársreikningar safnaðarins voru lagðir fram og samþyktir. fví nýmæli var hreyft þar, að byggja kapellu i kirkjugarðinum, svo hægt sé að koma á þeim sið, sem víða tíðkast i öðrum löndum, að bera líkkistu í kapellu, þar sem síðasta kveðjuathöfnin fer fram, að viðstöddum nánustu vin- um og vandamönnum. Einnig var vakið máls á þvi, að hugsa þyrfti fyrir nýjum kirkju- garði eða stækkun þess sem er, því að hann mundi verða útmældur að 6 árum liönum eða svo. í stjórn safnaðarins voru kosnir þeir Árni Jónsson kaupm., Hjalti Jónsson framkv.stj., Jón Ólafsson framkv.stj., Halldór Sigurðsson úr- smiður, Arinbjörn Sveinbjarnarson bóksali, Sighvatur Brynjólfsson toll- þjónn og Jón Magnússon yfirfiski- matsmaður. í safnaðarráö voru kosnir Asm. Gestsson og Sig. Halldórsson trésm. og endurskoðendur ísleifur Jóns- son skólstj. og Jón Eyvindsson versl.stj. og til vara Einar Einarson. Sjúkrasamlag Reykjayíkur. Dagblaðið hefir leitað sér nánari upplýsinga um Sjúkra- samlagið, og hvað hæft er í því, sem fram kom í umræðum á bæjarstjórnarfundi um það síðast. Sannleikurinn er sá, að í Samlaginu eru, að meðtöldum konum og börnum, nær 3. þús. manns, og hefir fjöldi manns notið meðala- og læknishjálpar að meira eða minna leyti árið sem leið. Hafa 125 notið sjúkra- hússvistar. Meðlimir Samlagsins greiða meðalareikning að fjórða hluta, en læknishjálp greiðir Samlagið að fullu. Hefir stjórn Samlags- GrUMMÍSTOIPliAR fyrirliggjandi, svo sem: »Greitt«, »Prent- aö mál«, »Móttekiö Svarað«, »Innf.«, >Original«, »Copy«, »Afrit«, »Frum- rit«, >Sýnishorn án verðs«, »Sole Agent for Iceland«, »Póstkrafa, kr....«, >Mánaðardagastimplar«, Tölusetn- ingarvélar. — »Eftirrit: Vörurnar af- henaist aðeins gegn frumriti farmskír- teinis«. — Stimpilpúða og Dlek (rautt, svart og blátt). Ennfremur: Auglýsinga- letur í kössum, margar stærðir, alt ísl. stafrófið, með merkjum og tölustöfum; hentugt til gluggaaugl. og við skólakenslu. HJÖRTUR HANSSON, Kolasunc* 1. (Aðalumboðsmaður á fslandi fyrir 1 3ohn R. Hanson’s Stempelfabrik, Kbh.) r ins viljað koma því á, að fastir læknar yrðu ráðnir handa með- limum Samlagsins, en Lækna- félagið hefir altaf verið þar þrándur í götu. Að vísu vinna læknarnir fyrir ákveðið gjald, samkvæmt taxta, en hitt mundi mælast betur fj'rir og verða heppilegra, ef vissir læknar yrðu ráðnir. Bæjarstjórnin hefir altaf verið hlynt Samlaginn og lagt þar gott eitt til málanna, en fjár- hagsnefnd hafði að þessu sinni ekki aflað sér nægra upplýsinga. Sonnr járnbrftntnkéngsinB. um meðferðina á föngunum og hversvegna þeir hefði veitt þeim svo mörg og stór sár með kylfunum. f*ví næst fylgdi hann þeim út í anddyrið og lokaði á eftir sér járnhurðinni. Svo leið og beið fram að dögun, en engar fregnir komu frá konsúl Bandaríkjanna. Föng- unum leið mjög illa, því að bæði voru þeir stórmeiddir og svangir. En er leið fram á dag- inn án þess að Kirk væri yfirheyrður, gerðist hann órólegur og hræddur um að sér hefði verið gleymt. Það var svo sem auðséð, að skilaboðin höfðu ekki komist enn til konsúls- ins. Hvernig gátu yfirvöldin leyft sér að fara þannig með Bandaríkjaborgara? Þar var enginn efi á því, að þau þektu kvorki lög né mannúð. Nú seig á seinni hluta dagsins án þess neitt raknaði úr fyrir þeim félögum og tók Kirk þá að efast um að Weeks mundi hafa viljað hjálpa sér. Hann fékk þá skýrt varðmönnunum frá Rvi, að hann vildi fá að tala við einhvern ®andaríkjaþegn þar f borginn, en þeir skeyttu Þvi engu. Seint um kvöldið kom gestur þangað lokum og var það sendiherra Breta. Hafði Kirk aldrei séð hann áöur. — Hvernig stendur á þvi, að þið eruð hér? spurði sendiherrann. Kirk skýrði honum frá öllum málavöxtum. — Mér var sagt að Svertingi frá Jamaica hefði verið hneptur í varðhald, en ég hafði ekkert frétt um það að hvítur maður hefði verið tekinn fastur líka. — Veit þá enginn að ég er hér niður kominn? mælti Kirk. — Nei, ég er viss um að enginn veit það og að Weeks hefði aldrei fengið skilaboðin frá yður. Þeir eru sem sé hræddir. Þetta er venja þeirra, að misþyrma föngum og geyma þá svo þangað til þeir hafa náð sér aftur. Og fari svo að fanginn deyi, koma þeir með einhverja lýgi og vifilengjur um það hvernig það hafi alvik- ast. Það er skamt siðan að þeir drápu hvítan sjómann — rotuðu hann með kylfum sinum og sögðu svo á eftir að hann hefði ráðist á sig. Eins fóru þeir með Svertingja, sem var enskur borgari. Hann dó í fangelsinu áður en ég vissi um það að hann hafði verið handtekinn, og er ég fór að rannsaka málið komu þeir með skriflega yfirlýsingu frá honum um það að farið hefði verið ágætlega með sig. Þessu máli er nú samt ekki lokið enn. Það er viðbjóðslegtl Annars var það enginn hægðarleikur fyrir mig að komast hér inn í kvöld, en nú býst ég við að mér takist að ná Allan héðan eftir svo sem tvær stundir. Eng- land er verndarvörður þegna sinna og það vita

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.