Dagblað - 26.04.1925, Side 2
2
)
DAGB LAÐ
Ping-tíðindi.
Fjárlögin.
Fjárveitinganefnd Ed. hefir
skilað breytingartillögum við
fjárlagafrv. eins og það kom frá
Nd. Var þeim breytingartill. út-
býtt í gær, en eigi hefi eg at-
hugað hve miklu nemur á upp-
hæðum frá því sem frv. kom
frá Nd. Meðal þeirra breytinga,
er nefndin leggur til, er að skera
niður styrki skáldanna Jakobs
Thorarensens, Stefáns frá Hvíta-
dal og Halldórs Kiljan Laxness.
P'á hefir og nefndin viljað
færa til betra máls, það er sett
var inn í íjárlfrv. í Nd., svo
sem að kalla ekki Eggert Ei-
riksson (Briem) heldur Eggert
Briem frá Viðey, ekki Skutils-
fjarðareyri, heldur ísafjörð.
Þá hefir nefndin og lágt til aö
landið kaupi grasasafn Helga
Jónssonar dr. og ætlað til þess
2500 kr. á næsta ári, er sé 7*
andvirðis þess.
Þá hefir og nefndin gert þá
breytingartill. á styrk til Lofts
Gúðmundssonar, að í stað þess
að hann fái þóknun fyrir kvik-
myndatöku, skuli koma að hann
fái þóknun til þess að gera um-
bætur á kvikmyndurn sínurn.
Ennfremur vill nefndin heimila
stjórninni að greiða S veini Björns-
syni 10 þús. kr. upp í tjón við
húsakaup í Kaupmannahöfn
vegna embættis síns.
Alls eru breytingartillögunar
61 og eru flestar efnisbreyting-
ar, og margar munu þykja at-
hugaverðar.
Herpinótaveiði.
Frá sjávarútvegsnefnd N. d.
er komið álit um herpinótaveiði
á Skagafirði og segir þar svo:
Sjávarútvegsnefnd hefir athug-
að þetta frumvarp. Formaður
nefndarinnar náði tali af herra
Bjarna Sæmundssyni fiskifræð-
ingi, sem tjáði sig meðmæltan
þessu frv. Taldi hann ekki rétt-
mætt né í nokkurn stað sann-
gjarnt, að Skagfirðingar friðuðu
Skagafjörð fyrir herpinótaveiði
svo langt út, sem lögin frá 1923
heimila, og þess vegna væri rétt
að afnema þau lög. t*á leitaði
nefndin einnig álits stjórnar
Fiskifélagsins, og kom forseti
félagsins á fund nefndarinnar.
Gaf hann frv. þessu mjög ákeð-
in meðmæli sín og taldi brýna
þörf á, að það yrði að lögum
á þessu þingi. Sjálfur hefir hann
stundað síldveiðar með herpi-
nót, og kvað hann hverfandi
litlar líkur til þess, að þær veið-
ar gætu skemt veiðarfæri þeirra
manna, er þorskveiðar stunda,
þótt á sama svæði sé. Að öðru
leyti áleit hann litlar líkur til,
að síldveiðar með herpinót á
þessu umrædda svæði tálmuðu
göngu síldarinnar eftir firðinum,
af því að átan, sem síldin eltir,
hlýtur að berast með straumum
og vindi, án þess að slík veiði
hafi þar nokkur áhrif. Það eitt
þótti forseta Fiskifélagsins að
þessu frv. að það gangi ekki
nógu langt, og beindi hann á-
kveðnum tilmælum til nefndar-
innar, um að fá heimildarlögin
frá 1913 einnig úr gildi numin.
Einn nefndarmanna, J. Möller,
álítur réltara að taka málið upp
á þeim grundvelli, að nema úr
gildi heimildarlögin frá 1913,
en hefir óbundið atkvæði silt
um frumvarpið eins og það nú
liggur fyrir. Jón Baldvinsson
hefir einnig óbundið atkvæði
um málið, en meiri hluti nefnd-
arinnar ræður til þess að sam-
þykkja frv. óbreytt.
Borgin.
Sjávnrföll. Síödegisháflæður eru í
kvöld kl. 7,30. Ardegisháflæður kl.
7,50 í fyrramálið.
Nætnrlæknir er í nótt Jón Krist-
jánsson, Miðstr. 3 A. Sími 686.
Nætnrvörðnr er í Laugavegs-
Apóteki.
Esjn var á Aknreyri í gær.
Gísli Ólnfsson frá Eiriksstöðum
hélt skemtun í Bárunni í gærkvöld.
Las hann upp kvæði, er hann hafði
sjálfur ort; eirinig hermdi hann
eftir ýmsum mönnum og fór með
kvæði eftir gömlum kvæðamönnum.
Er Gísli mesta hermikráka og fer
vel með efni. Skemtunin var vel sótt.
TÐagBlað.
{Arni Óla.
G. Kr. Guðmundsson.
Afgreiðsla I Lækjartorg 2.
skrifstofa J Sími 744.
Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd.
Prentsmiðjan Gutenberg hf.
Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm.
Blaðverð: 10 aura eint.
Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði.
■HBB NYJA BIO OSHBHi
Örlög1
útlagans.
Kvikmynd í 7 þáttum.
Aðalhlutverk leika:
Elaine Hammerstein og
Convay Tearle,
' hinn ágæti, fallegi leikari,
sem allar stúlkur eru svo
hrifnar af. Hann lék. t. a.
m. á móti Normu Tal-
madge í myndinni í viðj-
um ásta og örla^ga, og fleiri
myndum. Leikur hans í
mynd þessari er snildar
góður sem endranær.
Sýningar kl. 6—772 og
9. Börn fá aðgang að sýn-
ingnnni kl. 6.
Peinngnbuddu með 20 krónum í
var stoiið frá litilli stúlku í búö
um daginn. Hafði hún lagt budd-
una á búðarborðið, meðan hún
beið eftir afgreiðslu, en þegar hún
ætlaði til að taka, var buddan horf-
in og þjófurinn kominn út.
1’orBkhnusarnir og: þjóðin. Svo
nefnir dr. Guðmundur Finnhoga-
son fyrirlestur, sem hann heldur í
Nýja Bíó kl. 4 í dag, að tilhlutun
Stúdentafræðslunnar.
Skátaguðsþjónnsta var haldin í
Dómkirkjunni á sumardaginn fyrsta,
um kvöldið kl. 8’/«. Séra Árni Sig-
urðsson predikaði, og var kirkjan
alskipuð skátum úr öllum félögum
í bænum. Penna dag — 23. apríl ár
hvert — koma skátar saman viðs-
vegar um heim og endurnýja skáta-
heit sín.
I'orleifnr Jónsson póstmeistari er
sjötugur í dag. Hefir hann gegnt
póststörfum um 25 ár og áunnið
sér almenningsbylli fyrir reglu og
áreiðanleik.
Látinn er hér í bænum Porleifur,
sonur Jóels Þorleifssonar trésmiðs.
Hann varð aðeins 17 ára að aldri.