Dagblað

Tölublað

Dagblað - 03.05.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 03.05.1925, Blaðsíða 1
Barnavinafélagið »sum- ARGJÖF« er eitt af þörf- ustu félögum þessa bæjar. ^ótt það sé nú ekki nema árs- gamalt hefir það þegar látið ínikið gott af sér leiða og má búast yið miklum og góðum árangri af störfum þess fram- vegis. Uppeldi barna og unglinga bér í Reykjavík er svo mikils- Varðandi mál fyrir framtíðar- heill bæjarins, að öll nauðsyn «r á að það sé tekið til mjög rækilegrar yfirvegunar. Grein sú, sem hér fer á eftir, «r tekin úr riti sem barnavina- félagið gaf út á sumardaginn fyrsta og er óhætt að fullyrða að það mál, sem þar er rætt, eigi erindi til sem flestra bæjar- búa. Dagblaðið hefir áður vikið að þessu máli og mun einnig gera það oftar. — MBráðasta nauðsyn borgarinnar. Sú þörfin, sem einna hæst ''drðist hrópa til vor í bili, er að komið sje á fót uppeldis- stofnun eða siðbótarheimili fyrir afvegaleidd börn. Það þarf auð- vitað að vera í sveit, og þangað Þarf að koma þeim börnum, sem aodleg sýkingarhætta stafar af. ^fá þannig slá tvær flugur í einu Þöggi, sjá þessum unglingum fyrir hollu umhverfi, og forða æskulýð borgarinnar frá eftir- dæmi þeirra. Siðspilling er Slnitandi, ekki síður en berkla- v’eiki, og þar þarf engu minni Varúðar að gæta. Börnunum í k^rginni er voði búinn af, að ^Qigangast vesalings ógæfubörn- sem komin eru inn á glæpa- “raat. það er glæpsamlegt að a það viðgangast. Margt gott , afn kemst inn á þá braut, af Vl að ötull foringi, nokkru eldri Það sjálft, hefir leitt það inn a_ ana- Lítil börn taka fremur eftir ookkru eldri börnum en ^Uorðnu fólki. adið, sem notað hefir verið hingað til, er sannarlega óynd- isúrræði, sem sé að koma barni, sem uppvfst er að glæpum, til einhverra og einhverra út um sveitir, og það um stundarsakir. Það er engin trygging til fyrir því, að það verði nokkru betra, er það kemur til baka. Að því leyti er aðferðin ómannúðleg gagnvart börnunum. Hún virðist stefna að því einu, að losna við þau úr borginni. Og þar sem þau koma hingað aftur eftir stutta dvöl, er hún ónýtt kák. Eftirlitsleysi og útigangur um nætur, þar sem mikið er um öfluga foringja, sem æfðir eru í allskonar klækjum, virðast næst- um því eins öflugur glæpaskóli og hægt er að hugsa sér. Það, að glæpafélög barna magnast hér árlega, ætti að vera nóg til þess, að ýta jafnvel við svefn- ugustu sálum þessa bæjar, svo að þær sæju, að ekki má fresta því að koma upp siðbótarheim- ill fyrir óknyltabörn.“ Maútgáfan 1 tramiinni. Um seðlaútgáfu Frakklands- banka fyrir striðið voru eins og annars staðar takmörk sett fyrir því í lögum, hvað gefa mætti út af seðlum. Allar ákvarðanir um málmforðaun voru aftur á móti algerlega á valdi bankastjórnar- innar. En þetta var undantekn- ing, og önnur ríki létu sér ekki annað lynda en að setja ná- kvæmar ákvarðanir um málm- forðann. Eru þær ákvarðanir með tvennu móti, Er önnur að- ferðin sú, að málmforðatrygging- ar er krafist fyrir ákveðnum hluta, þriðjungi eða helmingi, þeirra seðla, sem á hverjum tíma er í umferð. Hin aðferðin er sú, að seðlabankanum er leyft að gefa út ákveðna fjárhæð í seðl- um án málmforðatryggingar, en þess er aftur á móti krafist, að allir þeir seðlar, sem gefnir eru út þar umfram, skuli jafnan vera trygðir að fullu með málm- forða. Reynslan, eftir að seðlarnir voru í striðinu gerðir óinnleys- anlegir, hefir nú leitt það í ljós, að seðlar þeirra landa þar sem hlutfallstryggingin er látin nægja, eins og t. d. í Danmörku, hafa fallið meira í verði en seðlar þeirra landa, þar sem hinni reglunni er fylgt, eins og t. d. í Englandi og Sviþjóð. Síðartalda aðferðin hefir þann- ig reynst affarasælli eins og skiljanlegt er, þegar þess er gætt, að þar sem henni hefir verið beitt hefir seðlafjölgunin orðið minni en í þeim löndum, þar sem hin aðferðin er notuð. Fjrr- ir stríðið var því líka haldið fram, að því mætti jafnan treysta, að seðlarnir yrðu inn- leystir. Þegar seðlamagnið, sem seðlabankanum væri trúað fyrir að gefa út án málmforðatrygg- ingar, væri lögákveðið og bank- anum væri gert að skyldu, að tryggja alla seðlafúlguna í um- ferð þar um fram, að fullu með málmforða. En reynslan sýnir þó, að þetta er ekki einhlýtt, af því að seðlabankarnir auk sjálfrar seðlaútgáfunnar reka jafnframt almenna bankastarfsemi. En þetta hefir það í för með sér, að ef ekki er séð fyrir því að hafa nægilegar tryggingar fyrir þeim greiðslukröfum öðrum en innlausn seðla, sem gerðar eru til bankans, þá kemur það, þegar í nauðirnar rekur, ekki að neinu haldi þótt bankinn hafi fylstu og beztu tryggingar fyrir sjálfum seðlunum út af fyrir sig. Þar sem reynslan hefir nú þannig leitt í ljós verulega galla á þeirri tilhögun um seðlaút- gáfuna, sem heimurinn hefir búið við til þessa, hvað er þá eðlilegra en að breytt sé til batnaðar og numdir séu burtu

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.