Dagblað

Tölublað

Dagblað - 29.06.1925, Blaðsíða 1

Dagblað - 29.06.1925, Blaðsíða 1
Mánudag 29. fúni 1925. IÐaqBlaé c/ /. árgangur. m. tölublað. IvAÐ hefir; verið ákveöið að I halda kappreiðar hér upp úr mánaðamótum, þær stærstu kappreiðar, sem háðar hafa verið hér á landi. Eiga þær að standa í þrjá daga í röð og verða veitt mikið hærri verðlaun en áður hefir tíðkast. Má því vænta þess, að menn spari nú ekki að koma með gæðinga sína þangað og að þetta verði merkis- viðburður í sögu hestaræktar- innar. Sennilega verður kapp- reiðunum og að ýmsu öðri leyti hagað öðruvísi en áður hefir verið. Meðal annars má búast við því, að brokkhestar, verði reyndir og virðist það sjálfsagt að þeim sé meiri gaumur gefinn en verið hefir til þessa. Brokk- hestarnir eru beztu ferðahesl- arnir og úthaldsbetri heldur enn skeiðhestar eða töltarar. Síðan kappreiðar voru vaktar upp aftur hér í bæ, hefir áhugi manna fyrir reiðhestarækt farið mjög vaxandi og reiðhestar eru hér nú mörgum sinnum fleiri en fyrir nokkrum árum, og yfir- leitt meira úrval. Pað er hesta- mannafélaginu »Fák« að þakka að menn geta yfirleitt leyft sér þá ánægju að hafa reiðhesta hér því að áður en það kom til sögunnar, mátti slíkt heita nær ógjörningur vegna, ýmissa ann- marka. íslendingar hafa löngum verið hestamenn, og á hverjum bæ hafa verið gæðingar, sem enginn mátti koma á bak nema eig- andinn. Sýnir það hvilíkt ást- fóstur menn hafa haft á hestum sinum. Hitt hafa menn síður hugsað um, að bæta kynið og ala upp reiðhesta til þess að selja. Par sem hrossarækt er mest, eru það venjulegast óreynd og hálfþroskuð tryppi, sem eru verslunarvaran. Selja menn þar og kaupa köttinn í sekknum, því að ekki verður dæmt um hvert efni sé f hesli, fyr en far- ið er að temja hann. Hefir þó margt snillingsefni verið tekið úr stóði, áður cn það var fiutt um borð í skip. Og mörgum ágætum hestefnum munu íslend- ingar hafa tapað úr höndunum á sér úr stóði. Nú er hestamarkaður erlendis að tregðast, og ætti því Islend- ingum að vera það hvöt til þess að efla reiðhestarækt, farga eigi neinu ungviði, sem er af góðu kyni, og er sjálfsagt að hrossaræktarfélögin beiti sér fyr- ir því. Og þetta er nauðsynlegt, því að eftirspurn eftir reiðhest- um eykst stöðugt hér innan- lands, og enginn efi á því held- ur, að fá mætti markað fyrir íslenzka reiðhesta erleudis, t. d. í Englandi. Pá kemur að því, sem er aðalatriðið í þessu máli, að bændur fá meira fyrir hesta sina, því að stór munur hlýtur að vera milli þess verðs, sem nú er, og verðs á reiðhestum. Gætu bændur því, sér að skað- lausu, fækkað hrossastofninum, en lagt meira kapp á það að efla kynbæturnar. Verður það drjúgt á metunum, og munu menn bezt sjá það af reynslunni. Frá aðalfundi Éimskipafélag-sins. færist til næsta árs kr. 47,964,98. Var það samþykt. Pá fór fram stjórnarkosning. Áttu þessir að ganga úr stjórn: Halldór Kr. Porsteinsson,. Hall- grímur Benediktsson, Pétur A. Ólafsson, Árni Eggertsson. Voru þeir allir endurkosnir og auk þess Baldvin L. Baldvinsson sem var í kjöri á þessum fundi. Endurskoðandi var endurkosinn Þórður Sveinsson, og til vara Guðm. Böðvarsson kaupm. — Stjórnin lét ársskýrslu sinni fylgja yflrlit yfir 10 ára hag félagsins og er hún að mörgu leyti fróðleg og sýnír glögglega hvernig félaginu hefir verið stjórnað og við hvaða erfið- leika það hefir átt að stríða. Hann var háður á laugardag- inn eins og til stóð. Var Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti fundar- stjóri. Var fundurinn allvel sótt- ur eða af rúmlega 40°/o af at- kvæðisbærum mönnum. Arður af rekstri skipanna nam 425 þús. krónum árið sem leið. Efnahagur félagsins er talinn þannig, að bókfært verð eigna er kr. 3,053,417,57, en skuldir, að meðtöldu hlutafé kr. 2,930,- 720,15. Stjórnin lagði til að ársarður- inn skiftisl þannig: Ómakslaun til stjórnar kr. 4500, ómakslaun endurskoðenda kr. 3600. Yfir- Banngæz la. Það hefir löngum kveðið við hjá andbanningum hér heima og erlendis, að bannlög væri óframkvæmanleg. M. a. sökum þess, að banngœzlan gæti aldrei komið að neinu verulegu haldi, þaðyrði altaf farið framhjáhenni og í kringum lögin á ótal vegu. Er sem þeim, og þá eigi sízt lög- fræðingum þeirra, virðist að um bannlög eigi við hið fornkveðna, að þar sé vegur undir og vegur yfir, og vegur á alla vegu. Má og vel vera að svo sé fyrir þeim, sem vegvisir eru með afbrigð- um. Og er það ómetanlegur eig- inleiki lögfræðingum. Má einnig vera, að þeir líti svo á og lifi þar eftir, að þar sem allir vilja fela, er enginn vandi að stela, og þess vegna sé bannlagabrot- in svo auðveld, að allflestir sé fúsir til að breiða yfir þau. Virðast þeir hafa þessa góðu trú á meðbræðrum sinum og bera fylsta traust til þeirra i þessum efnum! — Þeir voru því eigi seinir að spá því, að t. d. Ameríkumenn myndi tljótt

x

Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblað
https://timarit.is/publication/605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.