Dagblað - 29.06.1925, Blaðsíða 2
2
DAGBLAÐ
fá sig fullreynda í banngæzlu-
iaráttunni, — og gefast upp,
Sjáið bara hér hjá oss íslend-
ingum, og bjá Norðmönnum,
sögðu þeir og voru hróðugir.
Jæja. Við skulum þá líta
snöggvast á þessi lönd. Fyrir
skömmu hafa símskeyti flutt þá
frétt, að smyglaraflotinn við
austurstrendur Ameríku hafi ný-
skeð tekið að flytja bækistöðv-
ar sínar til Kyrrahafsins. Hvers
vegna? Eðliiega sökum þess, að
strangt eftirlit við austurströnd-
ina hefir gert smyglurunum
næsta ókleift að gera »good
buisness« þar lengur, og svo
hefir verið tekið afar hart á
smyglurum þeim, sem bann-
gæzluliðið hefir klófest. Hyggj-
ast þeir nú að reyna til þrautar
við vesturströnd Ameríku. En
að líkindum verður þeim jafn
erfitt um snúninga þar sem
eystra, áður en langt liður.
Skulum vér þvi spyrja að leiks-
lokum.------
Hvernig snýr þá málið við í
Noregi? — Stendur eigi atvinnu-
rekstur smyglara þar í bliðum
blóma ennþá? t*að mun nú vera
svona upp og niður með það!
Þeir, sem lesa með öðru aug-
anu, munu fullyrða að svo sé,
og sýna það með tölum. Síðast-
liðið ár jókst tala þeirra, sem
hegnt var fyrir smygl og bann-
lagabrot, úr 650 og upp i 919.
Sjáið þið til, segja andbanning-
ar beggja megin hafsins. Fram-
förin er auðsæ. Smyglurunum
hríðfjölgar! En hvað sýnir tala
þessi, ef lesið er með báðum
augum? Hún sýnir, að eftirlit
með bannlögunum hefir verið
aukið og skerpt að miklum munl
Hver hefir svo orðið árangur-
inn annar en sá, að fylla fang-
elsin? Banngæzluliðið norska
(tollgæzlumenn, lögregla o. fl.)
skýrir svo frá:
í Björgvinjar-umdæmi má
telja, að smyglarar sé algerlega
horfnir. Óslóarfjörður, sem áð-
ur »flóði í smyglunarsprútti«,
er nú orðinn »þur að kalla«.
Skýrir lögreglan í Ósló frá, að
þar sé mesta brennivínsleysi,
svo að þeir, sem eigi komist af
dropalaust, verði annaðhvort að
drekka suðuspíritus eða brugga
sjálfir í heimahúsum.
Austur við »Grísaboða«, á
landamærum Noregs og Sví-
þjóðar, er nú orðið nær ókleift
að koma i land feng sínum á
þeim miðum. En þar hefir
smyglaraflotinn haft aðalbæki-
stöð sina árum saman, og selt
óspart á báða bóga. Nú sitja
flestir hinna helztu og frægustu
smyglara og aðstoðarmenn þeirra
í fangelsi eða gæzluvarðhaldi.
Og sú hefir orðið raunin á, að
atvinnan hefir eigi borið sig
nægilega vel til lengdar. Nokkur
þúsund króna sektir, margra
mánaða fangelsi og missir skipa
og »vörubirgða« hefir þrásinnis
farið með allan gróðann og
langt fram yfir það, bjá mörg-
um þeirra. Snúa þeir þá baki
við þessum »glæsilega atvinnu-
rekstri» sínum, er svo illa árar
hjá þeim. —
Þetta er þá hrafl síðustu frétta
frá löndum þeim, er áttu að
vera oss íslendingum til aðvör-
unar og leiða oss frá villu vorri
í bannmálinu inn í spádóms-
anda og sannleika andbanninga.
— En reynslan er sannleikur,
sagði Repp sálugi.
h.
Borgin.
Sjávnrföll. Síðdegisháflæður i dag
kl. 11,33. Árdegisháflæður kl. 12,10
á morgun.
Tnngrl f. kvartil kl. 8,43 f. h.
Nætnrlæknir Ólafur .Þorsteinsson
Skólabrú 2. Simi 181.
Nætnrvörðnr i Reykjavíkur Apó-
teki.
Tíðnrfar. 8—13 stiga hiti var i
morgun og mjög breytileg átt. Suð-
austan stinn gola i Vestmannaeyj-
nm og regn. Mikið regn var í
Grinflavik. Úrkoma hér síðasta sól-
arhring 5,5 mm. Ekkert veðurskeyti
kom frá Kaupmannahöfn. —> Loft-
vægislægð við Suðvesturland. Spáð
er breytilegri vindstöðu á Norö-
vesturlandi, en suðlægri átt annars
staðar, úrkomu viða og þoku viö
Suður- og Austurland.
Slys. Þorbjörn bóndi í Ártúni var
að flytja mjólk til bæjarins i gær í
hestvagni. Þegar hann kom á Bar-
ónsstig, þurfti hann að stiga af
vagninum, en er hann steig á
vagninn aftur, fældist hesturinn, og
*DagBlað.
I Arni Óla.
Ritstjórn: ^ G Kr Guðmundsson.
Afgreiðsla 1 Lækjartorg 2.
skrifstofa j Sími 744.
Ritstjórn til viðtals kl. 1—3 síðd.
Prentsmiðjan Gutenberg hf.
Auglýsingaverð: Kr. 1.50 pr. cm.
Blaðverð: 10 aura eint.
Áskriftargjald kr. 1,50 á mánuði.
Myndaverðskrá ókeypis
yfir ódýr vasaúr, úlfliðsúr,
festar, rakhnifa, rakvélar, hár-
klippur, skeiðar, borðhnífa,
eldhúsáhöld og ótal margt
annað, ef þér sendið 30 aura
burðargjald.
Norsk Industrimagasin A/S
Box 615 — Oslo — Norge.
______________________________
IJÉgr Rakarastofa Einars J.
Jónssonar er á Laugaveg 20 B
Inngangur frá Klapparstíg.
náði Þorbjörn ekki taumunum. Fór
hesturinn í fælni niður allan Bar-
ónsstig og sleit alt af sér. Féll Þor-
björn af vagninum og meiddist
mikið á höfði, fór úr liði um öxl
og heflr víst meiðst eitthvað meira.
Var hann borinn inn í hús þar
skamt frá.
Stórstnkuþingið, hið 25. i röðinni,
verður sett í dag, og hefst með
guðsþjónustu i dómkirkjunni kl. 1.
Prédikar þar síra Gunnar Bene-
diktsson frá Saurbæ.
Samsæti verður síra Bjarna Jóns-
syni haldið á morgun í tilefni af
15 ára prestþjónustu.
Látin er hér í bænum húsfrú
Þorbjörg Níkulásdóttir, Vesturgötu
56. Hún var systir Karls Nikulás-
sonar, konsúls á Akureyri, en gift
Jóni Jakobssyni íshúsverðí.
Sigurður Eiríksson regluboði er
nýlátinn að heimili sonar síns á
Isafiröi.
Hjúskapur. Bergljót Stefánsdóttir
Eiríkssonar myndskera og Hjörtur
Nielsen bryti á Lagarfossi voru gef-
in saman i gær.
Embættispróf í lögfræði: Ingólfur
Jónsson, Kristján Þ. Jakobsson, Sig-
urður Grímsson og Valtýr Blöndal
luku embættisprófi við Háskólann
hér í fyrradag, allir með 2. eink.
betri.
Ísiandsglíman verður háð i Barna-
skólaportinu á fimtudagshvöld. Verð-